Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2022 22:23 Myndir af vettvangi sýna miklar skemmdir á lestarvögnum. Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði frá árásinni fyrr í kvöld og að minnst fimmtán væru látnir. Búist er við því að fjöldi látinna muni aukast meira. Chaplyne er um 3.500 manna bær í Dnipropetrovsk-héraði í austurhluta Úkraínu. Í dag eru sex mánuðir frá því innrásin hófst og í dag halda Úkraínumenn einnig upp á sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum. Selenskí hafði varað við því að Rússar myndu gera „viðurstyggilegar árásir“ í dag. Mariana Betsa, sendiherra Úkraínu í Eistlandi, deildi mynd af þremur farþegavögnum sem eru mjög illa farnir eftir árásina. Selenskí ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í kvöld og hét hann því að Úkraínumenn myndu draga Rússa til ábyrgðar fyrir öll ódæði þeirra í Úkraínu. „Við munum án efa reka innrásarherinn úr landi okkar. Ekki arða af þessari illsku mun vera eftir í frjálsri Úkraínu,“ sagði Selenskí samkvæmt frétt Reuters. The Russians fired at train cars, killing at least 15 and wounding 50 civilians in Dnipropetrovsk region #StopRussia #StandWithUkraine pic.twitter.com/CL76NDVTT3— Mariana Betsa (@Mariana_Betsa) August 24, 2022 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Bandaríkjamenn myndu senda enn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Að þessu sinni stendur til að senda háþróuð loftvarnarkerfi til landsins, mikið af skotfærum fyrir stórskotalið og sprengjuvörpur og ratsjár sem notaðar eru til að finna stórskotalið óvinarins. Einnig verða sendir drónar og vopn til að granda drónum, auk eldflauga og búnaðar, svo eitthvað sé nefnt. Hernaðaraðstoðin er metin á þrjá milljarða dala og munu Bandaríkin þá hafa veitt Úkraínu aðstoð og vopn sem verðmetin eru á 13,5 milljarða dala. JUST IN: Biden s new $3B military aid package to Ukraine will include six NASAMs air defenses, 245,000 rounds of 155mm artillery ammo, 120mm mortars, 24 counter artillery radars & drones: DoD The U.S. has now sent $13.5B in military aid to since Russia s full scale invasion. pic.twitter.com/RaLg4F8OY2— Jack Detsch (@JackDetsch) August 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var staddur í Kænugarði í dag. Þar ítrekaði hann að Vesturlönd ættu ekki að láta af stuðningi við Úkraínu í vetur. „Ef við erum að borga fyrir illsku Vladimírs Pútin með orkureikningum okkar, er fólk Úkraínu að borga með blóði sínu,“ sagði Johnson samkvæmt Sky News. Johnson lýsti því yfir að Bretar myndu senda meiri hernaðaraðstoð til Úkraínu og þar á meðal sérstaka dróna sem hægt er að nota til að finna skotmörk fyrir úkraínskt stórskotalið. Hann sagði svo á Twitter að það sem gerðist í Úkraínu skipti máli fyrir alla. Það væri mikilvægt að standa með Úkraínumönnum og hann sagðist trúa því að Úkraína geti unnið stríðið og muni vinna. What happens in Ukraine matters to us all. That is why I am in Kyiv today. That is why the UK will continue to stand with our Ukrainian friends.I believe Ukraine can and will win this war. pic.twitter.com/FIovnqJGTS— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 24, 2022 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir úkraínsku þjóðina hafa „endurfæðst“ við innrás Rússa Úkraínumenn eru undir það búnir að Rússar geri stórfelldar árásir í landinu í dag, þegar Úkraínumenn fagna því að 31 ár er liðið frá aðskilnaði Úkraínu frá Sovétríkjunum. Í dag eru einnig sex mánuðir liðnir frá því að innrás Rússa hófst. 24. ágúst 2022 07:29 Flótti frá Kænugarði fyrir þjóðhátíðardaginn: „Bregðumst kröftuglega við hverri árás“ Margir flýja nú frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, vegna ótta við árás á borgina á þjóðhátíðardegi Úkraínu sem verður á morgun, 24 ágúst. Þann dag árið 1991 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, fjórum mánuðum fyrir fall Sovíetríkjanna. 23. ágúst 2022 16:41 Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði frá árásinni fyrr í kvöld og að minnst fimmtán væru látnir. Búist er við því að fjöldi látinna muni aukast meira. Chaplyne er um 3.500 manna bær í Dnipropetrovsk-héraði í austurhluta Úkraínu. Í dag eru sex mánuðir frá því innrásin hófst og í dag halda Úkraínumenn einnig upp á sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum. Selenskí hafði varað við því að Rússar myndu gera „viðurstyggilegar árásir“ í dag. Mariana Betsa, sendiherra Úkraínu í Eistlandi, deildi mynd af þremur farþegavögnum sem eru mjög illa farnir eftir árásina. Selenskí ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í kvöld og hét hann því að Úkraínumenn myndu draga Rússa til ábyrgðar fyrir öll ódæði þeirra í Úkraínu. „Við munum án efa reka innrásarherinn úr landi okkar. Ekki arða af þessari illsku mun vera eftir í frjálsri Úkraínu,“ sagði Selenskí samkvæmt frétt Reuters. The Russians fired at train cars, killing at least 15 and wounding 50 civilians in Dnipropetrovsk region #StopRussia #StandWithUkraine pic.twitter.com/CL76NDVTT3— Mariana Betsa (@Mariana_Betsa) August 24, 2022 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Bandaríkjamenn myndu senda enn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Að þessu sinni stendur til að senda háþróuð loftvarnarkerfi til landsins, mikið af skotfærum fyrir stórskotalið og sprengjuvörpur og ratsjár sem notaðar eru til að finna stórskotalið óvinarins. Einnig verða sendir drónar og vopn til að granda drónum, auk eldflauga og búnaðar, svo eitthvað sé nefnt. Hernaðaraðstoðin er metin á þrjá milljarða dala og munu Bandaríkin þá hafa veitt Úkraínu aðstoð og vopn sem verðmetin eru á 13,5 milljarða dala. JUST IN: Biden s new $3B military aid package to Ukraine will include six NASAMs air defenses, 245,000 rounds of 155mm artillery ammo, 120mm mortars, 24 counter artillery radars & drones: DoD The U.S. has now sent $13.5B in military aid to since Russia s full scale invasion. pic.twitter.com/RaLg4F8OY2— Jack Detsch (@JackDetsch) August 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var staddur í Kænugarði í dag. Þar ítrekaði hann að Vesturlönd ættu ekki að láta af stuðningi við Úkraínu í vetur. „Ef við erum að borga fyrir illsku Vladimírs Pútin með orkureikningum okkar, er fólk Úkraínu að borga með blóði sínu,“ sagði Johnson samkvæmt Sky News. Johnson lýsti því yfir að Bretar myndu senda meiri hernaðaraðstoð til Úkraínu og þar á meðal sérstaka dróna sem hægt er að nota til að finna skotmörk fyrir úkraínskt stórskotalið. Hann sagði svo á Twitter að það sem gerðist í Úkraínu skipti máli fyrir alla. Það væri mikilvægt að standa með Úkraínumönnum og hann sagðist trúa því að Úkraína geti unnið stríðið og muni vinna. What happens in Ukraine matters to us all. That is why I am in Kyiv today. That is why the UK will continue to stand with our Ukrainian friends.I believe Ukraine can and will win this war. pic.twitter.com/FIovnqJGTS— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 24, 2022
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir úkraínsku þjóðina hafa „endurfæðst“ við innrás Rússa Úkraínumenn eru undir það búnir að Rússar geri stórfelldar árásir í landinu í dag, þegar Úkraínumenn fagna því að 31 ár er liðið frá aðskilnaði Úkraínu frá Sovétríkjunum. Í dag eru einnig sex mánuðir liðnir frá því að innrás Rússa hófst. 24. ágúst 2022 07:29 Flótti frá Kænugarði fyrir þjóðhátíðardaginn: „Bregðumst kröftuglega við hverri árás“ Margir flýja nú frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, vegna ótta við árás á borgina á þjóðhátíðardegi Úkraínu sem verður á morgun, 24 ágúst. Þann dag árið 1991 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, fjórum mánuðum fyrir fall Sovíetríkjanna. 23. ágúst 2022 16:41 Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Selenskí segir úkraínsku þjóðina hafa „endurfæðst“ við innrás Rússa Úkraínumenn eru undir það búnir að Rússar geri stórfelldar árásir í landinu í dag, þegar Úkraínumenn fagna því að 31 ár er liðið frá aðskilnaði Úkraínu frá Sovétríkjunum. Í dag eru einnig sex mánuðir liðnir frá því að innrás Rússa hófst. 24. ágúst 2022 07:29
Flótti frá Kænugarði fyrir þjóðhátíðardaginn: „Bregðumst kröftuglega við hverri árás“ Margir flýja nú frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, vegna ótta við árás á borgina á þjóðhátíðardegi Úkraínu sem verður á morgun, 24 ágúst. Þann dag árið 1991 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, fjórum mánuðum fyrir fall Sovíetríkjanna. 23. ágúst 2022 16:41
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00
Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50
Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent