Veitingamenn í Nauthólsvík stóla á veðurblíðu fyrir viðskipti á sumrin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. ágúst 2022 23:25 Ómar Vilhelmsson veitingastjóri á Bragganum. Vísir/Egill Sólin lék við borgarbúa í dag og einhverjir lögðu leið sína í Nauthólsvík. Dagurinn var einn sá heitasti í borginni í sumar. Opinberir mælar sögðu að hiti hafi náð upp í sautján gráður á höfuðborgarsvæðinu í dag. Einhverjir skelltu sér á sund í sjónum.Vísir/Egill Það þarf ekki að segja borgarbúum það að sumarið hafi ekki verið það besta á svæðinu, hiti varla komist yfir fimmtán gráðurnar og sólin vart skinið. Veitingamenn í Nauthólsvíkinni hafa fundið vel fyrir áhrifum þessa lítt skemmtilega veðurs í sumar. „Það mætti hafa verið betra veður á þessu svæði. Ef það er sól þá er alla vega rok líka en aðallega hefur verið rigning og rok í allt sumar,“ segir Ómar Vilhelmsson veitingastjóri Braggans í Nauthólsvík. Fólk baðaði sig í sólinni í Nauthólsvík.Vísir/Egill Veðrið hafi haft áhrif á viðskipti hjá þeim í sumar. „Við þurfum að treysta á að það sé gott veður á sumrin hérna. Við erum í nálægð við háskólann en hann er ekki í gangi á sumrin, þá treystum við á sólarblíðuna og Nauthólsvíkina. Í sumar hefur það ekki verið upp á marga fiska,“ segir Ómar. Færri hafi lagt leið sína í víkina í sumar. „Já, það má segja það,“ segir Ómar. „Það er búið að vera sólríkt í dag og stanslaus traffík en það hefur ekki verið nein geðveiki eins og maður myndi kannski vilja og vonast eftir á svona degi. Skólarnir setja strik í reikninginn og rokið sem hrjáir okkur.“ Veðurblíða í höfuðborginni í dag.Vísir/Egill Hann voni að veðrið leiki við þau út mánuðinn. „Maí var þokkalegur, eigum við ekki að vona að seinni hlutinn af sumrinu verði líka þokkalegur. Ég sagði þetta reyndar líka síðasta sumar, það var ekki gott, þannig að við skulum vona að næsta sumar verði geggjað. Er ekki alltaf ár eftir þetta ár?“ Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Einhverjir skelltu sér á sund í sjónum.Vísir/Egill Það þarf ekki að segja borgarbúum það að sumarið hafi ekki verið það besta á svæðinu, hiti varla komist yfir fimmtán gráðurnar og sólin vart skinið. Veitingamenn í Nauthólsvíkinni hafa fundið vel fyrir áhrifum þessa lítt skemmtilega veðurs í sumar. „Það mætti hafa verið betra veður á þessu svæði. Ef það er sól þá er alla vega rok líka en aðallega hefur verið rigning og rok í allt sumar,“ segir Ómar Vilhelmsson veitingastjóri Braggans í Nauthólsvík. Fólk baðaði sig í sólinni í Nauthólsvík.Vísir/Egill Veðrið hafi haft áhrif á viðskipti hjá þeim í sumar. „Við þurfum að treysta á að það sé gott veður á sumrin hérna. Við erum í nálægð við háskólann en hann er ekki í gangi á sumrin, þá treystum við á sólarblíðuna og Nauthólsvíkina. Í sumar hefur það ekki verið upp á marga fiska,“ segir Ómar. Færri hafi lagt leið sína í víkina í sumar. „Já, það má segja það,“ segir Ómar. „Það er búið að vera sólríkt í dag og stanslaus traffík en það hefur ekki verið nein geðveiki eins og maður myndi kannski vilja og vonast eftir á svona degi. Skólarnir setja strik í reikninginn og rokið sem hrjáir okkur.“ Veðurblíða í höfuðborginni í dag.Vísir/Egill Hann voni að veðrið leiki við þau út mánuðinn. „Maí var þokkalegur, eigum við ekki að vona að seinni hlutinn af sumrinu verði líka þokkalegur. Ég sagði þetta reyndar líka síðasta sumar, það var ekki gott, þannig að við skulum vona að næsta sumar verði geggjað. Er ekki alltaf ár eftir þetta ár?“
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira