Innlent

Sér­­sveitin stöðvaði unga sjálf­stæðis­menn við mót­mæli við rúss­neska sendi­ráðið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá lögregluna og unga sjálfstæðismenn fyrir utan sendiráð Rússlands við Garðastræti.
Hér má sjá lögregluna og unga sjálfstæðismenn fyrir utan sendiráð Rússlands við Garðastræti. Vísir

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglumenn stöðvuðu unga sjálfstæðismenn sem hugðust mótmæla stríði Rússa í Úkraínu við rússneska sendiráðið í kvöld. Ungmennin ætluðu að mála úkraínska fánann á gangstéttina við sendiráðið en voru stöðvuð við verkið og eftir eru tveir málningarpollar á gangstéttinni. Einn gulur og einn blár. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu var sérsveit lögreglu þegar fyrir utan sendiráðið.Vísir

Hópur ungra sjálfstæðismanna lagði leið sína að rússneska sendiráðinu við Garðastræti í kvöld til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Á morgun verður hálft ár liðið frá innrásinni og ekki nóg með það heldur er þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun, 24. ágúst. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu var sérsveitarbíll staðsettur fyrir utan sendiráðið þegar ungu sjálfstæðismennirnir mættu og lögreglubílar voru fljótir að mæta á staðinn þar að auki. Ungmennin höfðu hafið verk við að mála úkraínska fánann á gangstéttina en voru stöðvuð við verkið og þeim vísað frá. Þá var þeim gert ljóst að þau hefðu gerst sek um eignarspjöll. 

Ungir sjálfstæðismenn hafa boðað til málþings í Valhöll á morgun í tilefni þess að hálft ár verður liðið frá innrás Rússlands í Úkraínu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×