Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur Gunnar Smári Egilsson skrifar 23. ágúst 2022 07:31 Guðmundur Kristjánsson í Brim var með 3.622.772 kr. í launatekjur á mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Stundarinnar, 72.523.173 kr. að meðaltali á mánuði í fjármagnstekjur og því með 76,1 m.kr. í mánaðartekjur. Eða um 913,7 m.kr. á árstekjur, álíka og 207 verkamenn á lágmarkslaunum. Af þessu tekjum borgaði Guðmundur 5,7 m.kr. í útsvar til Seltjarnarness, 11,4 m.kr. í tekjuskatt og 191,5 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. 22,83% af tekjum Guðmundar fór í skatt. Í fyrra voru meðallaun á Íslandi 635 þús. kr. á mánuði. Af þeim borgaði fólk 158 þús. kr. í útsvar og tekjuskatt eða 24,93% af tekjum sínum. Guðmundur borgaði því lægra hlutfall af ofurtekjum sínum í skatt en meðal-launamaðurinn. Skattkerfið jafnar ekki út tekjur fólks heldur ýkir tekjumuninn. Hin ríku og tekjumiklu borga hlutfallslega minna en meðalmaðurinn. Tekjur Guðmundar í fyrra jafngilda tekjum 120 manns á meðaltekjum. Ef tekjur Guðmundar hefðu dreifst á 120 manns hefðu þeir borgað samanlagt hærri skatt en Guðmundur gerði. Og Seltjarnarnesbær hefði fengið 125.2 m.kr. í útsvar, ekki bara 5,7 m.kr. þar sem stærsti hluti tekna Guðmundar eru fjármagnstekjur sem bera ekki útsvar. Þetta er auðvitað galið. Þetta er galin niðurstaða þess að hin ríku hafa náð öllum völdum á Íslandi. Þau hafa snúið upp á skattkerfið svo það þjónar þeim einum. Borgar 178 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Danmörku Á Íslandi borgaði Guðmundur í Brim 208,6 m.kr. í skatta af ofurtekjum sínum. Ef Guðmundur byggi í Danmörku þyrfti hann að borga mun meira: 8,9 m.kr. til sveitarfélagsins, 12,6 m.kr. í tekjuskatt af launatekjum sínum og 365,4 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. Samtals 386,9 m.kr. eða 42,34% af tekjum sínum. Mismunurinn er 178,3 m.kr. Þegar ríkisstjórnin kemur saman til að setja saman fjárlög er fyrsta ákvörðunin að innheimta ekki þennan skatt hjá Guðmundi né fólki í hans stöðu, ekki að nýta þá til að byggja upp velferðarríki á Íslandi heldur að gefa Guðmundi þetta fé. Skattaafsláttur til Guðmundar miðað við danskan skatt er það sama og 52 öryrkjar fá frá Tryggingastofnun á ári. Borgar 382 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Noregi Fjármagnstekjuskattur er hærri í Danmörku en bæði í Noregi og Svíþjóð. Það byggir m.a. annars á því að í Danmörku er enginn auðlegðarskattur en í hinum löndunum er lagður skattur á eignir auk þess sem tekjur af þessum eignum, þ.e. fjármagnstekjur, eru skattlagðar. Ef Guðmundur byggi í Noregi væri útsvar, tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur 85 m.kr. hærri en hér, en síðan legðist 0,85% auðlegðarskattur á hreina eign Guðmundar umfram 21,6 m.kr. Nú veit ég ekki hver hrein eign Guðmundar er, en eigið fé Útgerðarfélags Reykjavíkur sem hann á og sem á síðan rúman 1/3 í Brim ásamt miklum öðrum eignum, er um 35 milljarðar króna í dag. Ef við tökum aðeins þá eign myndi 297,3 m.kr. bætast ofan á skattgreiðslur hins norska Guðmundar. Hann myndi borga í norskan skatt samtals um 382,3 m.kr. meira en hann gerir hér heima. Borgar 499 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Svíþjóð Og í Svíþjóð væri útsvarið, tekjuskatturinn og fjármagnstekjurnar 72,9 m.kr. hærri en hér heima en síðan legðist 1,5% skattur á hreina eign Guðmundar umfram 6.615 m.kr. Það gera 425,8 m.kr. ef áætlun okkar um 35 milljarða króna hreina eign er rétt. Heildarskattgreiðslur hins sænska Guðmundar væru þá 498,6 m.kr. hærri en þær eru á Íslandi. Ef við drögum þetta saman þá borgar auðmaður á borð við Guðmund í Brim skatt sem er 22,83% af tekjum hans á Íslandi, 42,34% í Danmörku, 64,67% í Noregi og 77,40% í Svíþjóð. Þið skulið samt ekki ráða of mikið í þessi hlutföll, horfið frekar til upphæðanna sem ég hef týnt til. Málið er að ef að hér væri auðlegðarskattur myndi Guðmundur borga sér hærri arð til að standa skil á skattinum og þá lækkuðu hlutföllin í Noregi og Svíþjóð, þar sem þau taka mið af tekjum. Þetta er tilgangur auðlegðarskatts, að draga úr hraðri eignamyndun hinna ríku. Skatturinn í Svíþjóð og Noregi kemur ekki í veg fyrir að hin ríku eignist á endanum allt, en hann seinkar því nokkuð. Ísland er nýfrjálshyggjuslömm Það er áhugavert við þennan norræna samanburð að Danmörk er með hæsta fjármagnstekjuskatt á Norðurlöndum þar sem þar er enginn auðlegðarskattur. Ísland er hins vegar með lægsta fjármagnstekjuskattinn en samt engan auðlegðarskatt. Við erum nýfrjálshyggjuslömm. Hér grotna niður innviðir og grunnkerfi samfélagsins vegna þess að stjórnvöld innheimta ekki skatta af hinum ríku. Þau styðja hin ríku, ekki samfélagið. Dæmið af Guðmundi á allt eins við um aðra af tekjuhæstu Íslendingunum. Ég nota Guðmund hér sem dæmi vegna þess að flestir vita hver hann er og tekjur hans eru ekki tilkomnar vegna einskiptis sölu á fyrirtæki, eins og á við um marga sem eru efst á tekjulistanum. En í lokin: Ofurtekjur sínar byggir Guðmundur á aðgengi að auðlindum sjávar, sem í orði kveðnu eru eign íslensku þjóðarinnar. Í fyrra greiddi Brim 744 m.kr. í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni. Það er lægri upphæð en Guðmundur greiddi sjálfum sér í fjármagnstekjur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skattar og tollar Brim Sjávarútvegur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson í Brim var með 3.622.772 kr. í launatekjur á mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Stundarinnar, 72.523.173 kr. að meðaltali á mánuði í fjármagnstekjur og því með 76,1 m.kr. í mánaðartekjur. Eða um 913,7 m.kr. á árstekjur, álíka og 207 verkamenn á lágmarkslaunum. Af þessu tekjum borgaði Guðmundur 5,7 m.kr. í útsvar til Seltjarnarness, 11,4 m.kr. í tekjuskatt og 191,5 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. 22,83% af tekjum Guðmundar fór í skatt. Í fyrra voru meðallaun á Íslandi 635 þús. kr. á mánuði. Af þeim borgaði fólk 158 þús. kr. í útsvar og tekjuskatt eða 24,93% af tekjum sínum. Guðmundur borgaði því lægra hlutfall af ofurtekjum sínum í skatt en meðal-launamaðurinn. Skattkerfið jafnar ekki út tekjur fólks heldur ýkir tekjumuninn. Hin ríku og tekjumiklu borga hlutfallslega minna en meðalmaðurinn. Tekjur Guðmundar í fyrra jafngilda tekjum 120 manns á meðaltekjum. Ef tekjur Guðmundar hefðu dreifst á 120 manns hefðu þeir borgað samanlagt hærri skatt en Guðmundur gerði. Og Seltjarnarnesbær hefði fengið 125.2 m.kr. í útsvar, ekki bara 5,7 m.kr. þar sem stærsti hluti tekna Guðmundar eru fjármagnstekjur sem bera ekki útsvar. Þetta er auðvitað galið. Þetta er galin niðurstaða þess að hin ríku hafa náð öllum völdum á Íslandi. Þau hafa snúið upp á skattkerfið svo það þjónar þeim einum. Borgar 178 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Danmörku Á Íslandi borgaði Guðmundur í Brim 208,6 m.kr. í skatta af ofurtekjum sínum. Ef Guðmundur byggi í Danmörku þyrfti hann að borga mun meira: 8,9 m.kr. til sveitarfélagsins, 12,6 m.kr. í tekjuskatt af launatekjum sínum og 365,4 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. Samtals 386,9 m.kr. eða 42,34% af tekjum sínum. Mismunurinn er 178,3 m.kr. Þegar ríkisstjórnin kemur saman til að setja saman fjárlög er fyrsta ákvörðunin að innheimta ekki þennan skatt hjá Guðmundi né fólki í hans stöðu, ekki að nýta þá til að byggja upp velferðarríki á Íslandi heldur að gefa Guðmundi þetta fé. Skattaafsláttur til Guðmundar miðað við danskan skatt er það sama og 52 öryrkjar fá frá Tryggingastofnun á ári. Borgar 382 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Noregi Fjármagnstekjuskattur er hærri í Danmörku en bæði í Noregi og Svíþjóð. Það byggir m.a. annars á því að í Danmörku er enginn auðlegðarskattur en í hinum löndunum er lagður skattur á eignir auk þess sem tekjur af þessum eignum, þ.e. fjármagnstekjur, eru skattlagðar. Ef Guðmundur byggi í Noregi væri útsvar, tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur 85 m.kr. hærri en hér, en síðan legðist 0,85% auðlegðarskattur á hreina eign Guðmundar umfram 21,6 m.kr. Nú veit ég ekki hver hrein eign Guðmundar er, en eigið fé Útgerðarfélags Reykjavíkur sem hann á og sem á síðan rúman 1/3 í Brim ásamt miklum öðrum eignum, er um 35 milljarðar króna í dag. Ef við tökum aðeins þá eign myndi 297,3 m.kr. bætast ofan á skattgreiðslur hins norska Guðmundar. Hann myndi borga í norskan skatt samtals um 382,3 m.kr. meira en hann gerir hér heima. Borgar 499 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Svíþjóð Og í Svíþjóð væri útsvarið, tekjuskatturinn og fjármagnstekjurnar 72,9 m.kr. hærri en hér heima en síðan legðist 1,5% skattur á hreina eign Guðmundar umfram 6.615 m.kr. Það gera 425,8 m.kr. ef áætlun okkar um 35 milljarða króna hreina eign er rétt. Heildarskattgreiðslur hins sænska Guðmundar væru þá 498,6 m.kr. hærri en þær eru á Íslandi. Ef við drögum þetta saman þá borgar auðmaður á borð við Guðmund í Brim skatt sem er 22,83% af tekjum hans á Íslandi, 42,34% í Danmörku, 64,67% í Noregi og 77,40% í Svíþjóð. Þið skulið samt ekki ráða of mikið í þessi hlutföll, horfið frekar til upphæðanna sem ég hef týnt til. Málið er að ef að hér væri auðlegðarskattur myndi Guðmundur borga sér hærri arð til að standa skil á skattinum og þá lækkuðu hlutföllin í Noregi og Svíþjóð, þar sem þau taka mið af tekjum. Þetta er tilgangur auðlegðarskatts, að draga úr hraðri eignamyndun hinna ríku. Skatturinn í Svíþjóð og Noregi kemur ekki í veg fyrir að hin ríku eignist á endanum allt, en hann seinkar því nokkuð. Ísland er nýfrjálshyggjuslömm Það er áhugavert við þennan norræna samanburð að Danmörk er með hæsta fjármagnstekjuskatt á Norðurlöndum þar sem þar er enginn auðlegðarskattur. Ísland er hins vegar með lægsta fjármagnstekjuskattinn en samt engan auðlegðarskatt. Við erum nýfrjálshyggjuslömm. Hér grotna niður innviðir og grunnkerfi samfélagsins vegna þess að stjórnvöld innheimta ekki skatta af hinum ríku. Þau styðja hin ríku, ekki samfélagið. Dæmið af Guðmundi á allt eins við um aðra af tekjuhæstu Íslendingunum. Ég nota Guðmund hér sem dæmi vegna þess að flestir vita hver hann er og tekjur hans eru ekki tilkomnar vegna einskiptis sölu á fyrirtæki, eins og á við um marga sem eru efst á tekjulistanum. En í lokin: Ofurtekjur sínar byggir Guðmundur á aðgengi að auðlindum sjávar, sem í orði kveðnu eru eign íslensku þjóðarinnar. Í fyrra greiddi Brim 744 m.kr. í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni. Það er lægri upphæð en Guðmundur greiddi sjálfum sér í fjármagnstekjur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun