Vann EM og lagði skóna á hilluna Atli Arason skrifar 22. ágúst 2022 23:30 Ellen White með Evrópumeistaratitilinn. Getty Images Enski framherjinn Ellen White gaf það út fyrr í dag að hún ætlar að leggja knattspyrnuskónna á hilluna og snúa sér að öðrum málum. „Þetta hefur verið ein erfiðasta ákvörðun lífs míns en ákvörðun sem ég veit að er sú rétta fyrir mig. Þessa ákvörðun hefur mig alltaf dreymt um að taka á mínum eigin forsendum og þetta er minn tími til að kveðja fótboltann og fylgjast með næstu kynslóð skína,“ skrifaði White í hjartnæmri færslu á Twitter. Í færslunni þakkar Ellen White öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á hennar langa og farsæla knattspyrnuferli. White er 33 ára gömul en hún spilaði meðal annars með Chelsea, Arsenal og Manchester City á sínum ferli. White er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi en sem knattspyrnukona hefur hún þurft að fara í gegnum alls konar mótlæti til að komast á þann stall sem hún er í dag sem ein sú besta sem hefur spilað leikinn. White hefur þrisvar verið valin sú besta á Englandi en enginn leikmaður, karla eða kvenna, hefur skorað fleiri mörk á stórmóti fyrir England heldur en Ellen White. „Þú verður ekki að vera best/ur í einhverju til að gera drauma þína að veruleika, sjáðu bara mig. Dugnaður, metnaður og ástríða er frábær uppskrift. Ekki láta einhvern segja þér að þú getur ekki gert eitthvað. Mér var einu sinni sagt að ég gæti ekki spilað með strákum og myndi aldrei spila fyrir enska landsliðið. Nú er ég að leggja skónna á hilluna sem Evrópumeistari, með 113 landsleiki á bakinu og 52 mörk fyrir England,“ skrifaði White, en færsluna hennar í heild má sjá hérna að neðan. Thank You Football… pic.twitter.com/WmeDGeX9zT— Ellen White (@ellsbells89) August 22, 2022 Ellen White has scored more goals for the #Lionesses than any other player (52).No man or women has scored more goals at senior major international tournaments for England (10).Enjoy retirement, @ellsbells89. 🕶 pic.twitter.com/nB67QdMta2— Squawka (@Squawka) August 22, 2022 EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
„Þetta hefur verið ein erfiðasta ákvörðun lífs míns en ákvörðun sem ég veit að er sú rétta fyrir mig. Þessa ákvörðun hefur mig alltaf dreymt um að taka á mínum eigin forsendum og þetta er minn tími til að kveðja fótboltann og fylgjast með næstu kynslóð skína,“ skrifaði White í hjartnæmri færslu á Twitter. Í færslunni þakkar Ellen White öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á hennar langa og farsæla knattspyrnuferli. White er 33 ára gömul en hún spilaði meðal annars með Chelsea, Arsenal og Manchester City á sínum ferli. White er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi en sem knattspyrnukona hefur hún þurft að fara í gegnum alls konar mótlæti til að komast á þann stall sem hún er í dag sem ein sú besta sem hefur spilað leikinn. White hefur þrisvar verið valin sú besta á Englandi en enginn leikmaður, karla eða kvenna, hefur skorað fleiri mörk á stórmóti fyrir England heldur en Ellen White. „Þú verður ekki að vera best/ur í einhverju til að gera drauma þína að veruleika, sjáðu bara mig. Dugnaður, metnaður og ástríða er frábær uppskrift. Ekki láta einhvern segja þér að þú getur ekki gert eitthvað. Mér var einu sinni sagt að ég gæti ekki spilað með strákum og myndi aldrei spila fyrir enska landsliðið. Nú er ég að leggja skónna á hilluna sem Evrópumeistari, með 113 landsleiki á bakinu og 52 mörk fyrir England,“ skrifaði White, en færsluna hennar í heild má sjá hérna að neðan. Thank You Football… pic.twitter.com/WmeDGeX9zT— Ellen White (@ellsbells89) August 22, 2022 Ellen White has scored more goals for the #Lionesses than any other player (52).No man or women has scored more goals at senior major international tournaments for England (10).Enjoy retirement, @ellsbells89. 🕶 pic.twitter.com/nB67QdMta2— Squawka (@Squawka) August 22, 2022
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira