Erlent

Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gatilov endurómar ítrekaðar fullyrðingar stjórnvalda í Moskvu um að Úkraínumenn séu aðeins leppar í stríði Vesturlanda við Rússa.
Gatilov endurómar ítrekaðar fullyrðingar stjórnvalda í Moskvu um að Úkraínumenn séu aðeins leppar í stríði Vesturlanda við Rússa. epa/Salvatore Di Nolfi

Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina.

Í samtali við Financial Times heldur Gatilov því fram að samningafulltrúar stjórnvalda í Moskvu og Kænugarði hefðu verið afar nálægt því að ná saman í apríl síðastliðnum en Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið hefðu þrýst á ráðamenn í Úkraínu að ganga frá borðinu.

Gatilov segist ekki sjá að það sé hægt að komast að friðsamlegri lausn við samningaborðið og gerir ráð fyrir langvarandi átökum. 

Þá endurómar hann ítrekaðar fullyrðingar stjórnvalda í Rússlandi um að Rússar eigi í raun í stríði við Bandaríkin og Nató í gegnum Úkraínumenn og segir Vesturlönd munu berjast þar til síðasti Úkraínumaðurinn hefur fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×