Dortmund tapaði á makalausan hátt | Martröð Leverkusen heldur áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 15:33 Bæjarar í bölvuðu basli. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images Bayer Leverkusen hefur farið agalega af stað í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta og er án stiga. Bætt var frekar á kvalir liðsins í dag en kvalir leikmanna Borussia Dortmund voru tæplega minni. Borussia Dortmund var ásamt Bayern Munchen eina liðið með fullt hús stiga fyrir umferðina. Þeir gulklæddu viðhéldu því með 2-1 heimasigri á nýliðum Werder Bremen í dag. Julian Brandt skoraði fyrra markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Marco Reus. Sá síðarnefndi lagði svo upp öðru sinni fyrir Raphael Guerreiro sem skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Allt stefndi því í að Dortmund settist á topp deildarinnar með öruggum 2-0 sigri. Lee Buchanan minnkaði hins vegar muninn í 2-1 á 89. mínútu. Eitthvað kveikti það neista hjá Brimarborgurum því Niklas Schmidt jafnaði á 93. mínútu áður en Skotinn Oliver Burke tryggði liðinu glórulausan 3-2 sigur eftir að liðið hafði verið 2-0 undir á 88. mínútu leiksins. Dortmund er því með sex stig í sjötta sæti en Bremen fer með sigrinum upp að þeim, með fimm stig í því sjöunda. Burke fullkomnaði ótrúlega endurkomu Brimarborgara.Christof Koepsel/Getty Images Vonleysið algjört hjá Leverkusen Bayer Leverkusen er áfram án stiga eftir 3-0 tap fyrir Hoffenheim. Christoph Baumgartner, Andrej Kramaric og Georginio Rutter skoruðu mörk Hoffenheim sem er í sjötta sæti með sex stig. Leverkusen er án stiga eftir þrjá leiki, blýfast við botn deildarinnar með markatöluna 1-5. Í þokkabót féll liðið úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar eftir 4-3 tap fyrir þriðju deildarliði Elversberg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá. Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee tryggði Mainz 2-1 útisigur á Augsburg með marki í uppbótartíma. Ítalinn Vincenzo Grifo skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Freiburgar á Stuttgart og þá skildu Wolfsburg og Schalke jöfn, 0-0. Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Borussia Dortmund var ásamt Bayern Munchen eina liðið með fullt hús stiga fyrir umferðina. Þeir gulklæddu viðhéldu því með 2-1 heimasigri á nýliðum Werder Bremen í dag. Julian Brandt skoraði fyrra markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Marco Reus. Sá síðarnefndi lagði svo upp öðru sinni fyrir Raphael Guerreiro sem skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Allt stefndi því í að Dortmund settist á topp deildarinnar með öruggum 2-0 sigri. Lee Buchanan minnkaði hins vegar muninn í 2-1 á 89. mínútu. Eitthvað kveikti það neista hjá Brimarborgurum því Niklas Schmidt jafnaði á 93. mínútu áður en Skotinn Oliver Burke tryggði liðinu glórulausan 3-2 sigur eftir að liðið hafði verið 2-0 undir á 88. mínútu leiksins. Dortmund er því með sex stig í sjötta sæti en Bremen fer með sigrinum upp að þeim, með fimm stig í því sjöunda. Burke fullkomnaði ótrúlega endurkomu Brimarborgara.Christof Koepsel/Getty Images Vonleysið algjört hjá Leverkusen Bayer Leverkusen er áfram án stiga eftir 3-0 tap fyrir Hoffenheim. Christoph Baumgartner, Andrej Kramaric og Georginio Rutter skoruðu mörk Hoffenheim sem er í sjötta sæti með sex stig. Leverkusen er án stiga eftir þrjá leiki, blýfast við botn deildarinnar með markatöluna 1-5. Í þokkabót féll liðið úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar eftir 4-3 tap fyrir þriðju deildarliði Elversberg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá. Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee tryggði Mainz 2-1 útisigur á Augsburg með marki í uppbótartíma. Ítalinn Vincenzo Grifo skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Freiburgar á Stuttgart og þá skildu Wolfsburg og Schalke jöfn, 0-0.
Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira