Dortmund tapaði á makalausan hátt | Martröð Leverkusen heldur áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 15:33 Bæjarar í bölvuðu basli. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images Bayer Leverkusen hefur farið agalega af stað í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta og er án stiga. Bætt var frekar á kvalir liðsins í dag en kvalir leikmanna Borussia Dortmund voru tæplega minni. Borussia Dortmund var ásamt Bayern Munchen eina liðið með fullt hús stiga fyrir umferðina. Þeir gulklæddu viðhéldu því með 2-1 heimasigri á nýliðum Werder Bremen í dag. Julian Brandt skoraði fyrra markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Marco Reus. Sá síðarnefndi lagði svo upp öðru sinni fyrir Raphael Guerreiro sem skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Allt stefndi því í að Dortmund settist á topp deildarinnar með öruggum 2-0 sigri. Lee Buchanan minnkaði hins vegar muninn í 2-1 á 89. mínútu. Eitthvað kveikti það neista hjá Brimarborgurum því Niklas Schmidt jafnaði á 93. mínútu áður en Skotinn Oliver Burke tryggði liðinu glórulausan 3-2 sigur eftir að liðið hafði verið 2-0 undir á 88. mínútu leiksins. Dortmund er því með sex stig í sjötta sæti en Bremen fer með sigrinum upp að þeim, með fimm stig í því sjöunda. Burke fullkomnaði ótrúlega endurkomu Brimarborgara.Christof Koepsel/Getty Images Vonleysið algjört hjá Leverkusen Bayer Leverkusen er áfram án stiga eftir 3-0 tap fyrir Hoffenheim. Christoph Baumgartner, Andrej Kramaric og Georginio Rutter skoruðu mörk Hoffenheim sem er í sjötta sæti með sex stig. Leverkusen er án stiga eftir þrjá leiki, blýfast við botn deildarinnar með markatöluna 1-5. Í þokkabót féll liðið úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar eftir 4-3 tap fyrir þriðju deildarliði Elversberg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá. Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee tryggði Mainz 2-1 útisigur á Augsburg með marki í uppbótartíma. Ítalinn Vincenzo Grifo skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Freiburgar á Stuttgart og þá skildu Wolfsburg og Schalke jöfn, 0-0. Þýski boltinn Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Fótbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hetjudáðir Stefán Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Sjá meira
Borussia Dortmund var ásamt Bayern Munchen eina liðið með fullt hús stiga fyrir umferðina. Þeir gulklæddu viðhéldu því með 2-1 heimasigri á nýliðum Werder Bremen í dag. Julian Brandt skoraði fyrra markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Marco Reus. Sá síðarnefndi lagði svo upp öðru sinni fyrir Raphael Guerreiro sem skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Allt stefndi því í að Dortmund settist á topp deildarinnar með öruggum 2-0 sigri. Lee Buchanan minnkaði hins vegar muninn í 2-1 á 89. mínútu. Eitthvað kveikti það neista hjá Brimarborgurum því Niklas Schmidt jafnaði á 93. mínútu áður en Skotinn Oliver Burke tryggði liðinu glórulausan 3-2 sigur eftir að liðið hafði verið 2-0 undir á 88. mínútu leiksins. Dortmund er því með sex stig í sjötta sæti en Bremen fer með sigrinum upp að þeim, með fimm stig í því sjöunda. Burke fullkomnaði ótrúlega endurkomu Brimarborgara.Christof Koepsel/Getty Images Vonleysið algjört hjá Leverkusen Bayer Leverkusen er áfram án stiga eftir 3-0 tap fyrir Hoffenheim. Christoph Baumgartner, Andrej Kramaric og Georginio Rutter skoruðu mörk Hoffenheim sem er í sjötta sæti með sex stig. Leverkusen er án stiga eftir þrjá leiki, blýfast við botn deildarinnar með markatöluna 1-5. Í þokkabót féll liðið úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar eftir 4-3 tap fyrir þriðju deildarliði Elversberg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá. Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee tryggði Mainz 2-1 útisigur á Augsburg með marki í uppbótartíma. Ítalinn Vincenzo Grifo skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Freiburgar á Stuttgart og þá skildu Wolfsburg og Schalke jöfn, 0-0.
Þýski boltinn Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Fótbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hetjudáðir Stefán Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Sjá meira