Dortmund tapaði á makalausan hátt | Martröð Leverkusen heldur áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 15:33 Bæjarar í bölvuðu basli. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images Bayer Leverkusen hefur farið agalega af stað í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta og er án stiga. Bætt var frekar á kvalir liðsins í dag en kvalir leikmanna Borussia Dortmund voru tæplega minni. Borussia Dortmund var ásamt Bayern Munchen eina liðið með fullt hús stiga fyrir umferðina. Þeir gulklæddu viðhéldu því með 2-1 heimasigri á nýliðum Werder Bremen í dag. Julian Brandt skoraði fyrra markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Marco Reus. Sá síðarnefndi lagði svo upp öðru sinni fyrir Raphael Guerreiro sem skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Allt stefndi því í að Dortmund settist á topp deildarinnar með öruggum 2-0 sigri. Lee Buchanan minnkaði hins vegar muninn í 2-1 á 89. mínútu. Eitthvað kveikti það neista hjá Brimarborgurum því Niklas Schmidt jafnaði á 93. mínútu áður en Skotinn Oliver Burke tryggði liðinu glórulausan 3-2 sigur eftir að liðið hafði verið 2-0 undir á 88. mínútu leiksins. Dortmund er því með sex stig í sjötta sæti en Bremen fer með sigrinum upp að þeim, með fimm stig í því sjöunda. Burke fullkomnaði ótrúlega endurkomu Brimarborgara.Christof Koepsel/Getty Images Vonleysið algjört hjá Leverkusen Bayer Leverkusen er áfram án stiga eftir 3-0 tap fyrir Hoffenheim. Christoph Baumgartner, Andrej Kramaric og Georginio Rutter skoruðu mörk Hoffenheim sem er í sjötta sæti með sex stig. Leverkusen er án stiga eftir þrjá leiki, blýfast við botn deildarinnar með markatöluna 1-5. Í þokkabót féll liðið úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar eftir 4-3 tap fyrir þriðju deildarliði Elversberg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá. Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee tryggði Mainz 2-1 útisigur á Augsburg með marki í uppbótartíma. Ítalinn Vincenzo Grifo skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Freiburgar á Stuttgart og þá skildu Wolfsburg og Schalke jöfn, 0-0. Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Borussia Dortmund var ásamt Bayern Munchen eina liðið með fullt hús stiga fyrir umferðina. Þeir gulklæddu viðhéldu því með 2-1 heimasigri á nýliðum Werder Bremen í dag. Julian Brandt skoraði fyrra markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Marco Reus. Sá síðarnefndi lagði svo upp öðru sinni fyrir Raphael Guerreiro sem skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Allt stefndi því í að Dortmund settist á topp deildarinnar með öruggum 2-0 sigri. Lee Buchanan minnkaði hins vegar muninn í 2-1 á 89. mínútu. Eitthvað kveikti það neista hjá Brimarborgurum því Niklas Schmidt jafnaði á 93. mínútu áður en Skotinn Oliver Burke tryggði liðinu glórulausan 3-2 sigur eftir að liðið hafði verið 2-0 undir á 88. mínútu leiksins. Dortmund er því með sex stig í sjötta sæti en Bremen fer með sigrinum upp að þeim, með fimm stig í því sjöunda. Burke fullkomnaði ótrúlega endurkomu Brimarborgara.Christof Koepsel/Getty Images Vonleysið algjört hjá Leverkusen Bayer Leverkusen er áfram án stiga eftir 3-0 tap fyrir Hoffenheim. Christoph Baumgartner, Andrej Kramaric og Georginio Rutter skoruðu mörk Hoffenheim sem er í sjötta sæti með sex stig. Leverkusen er án stiga eftir þrjá leiki, blýfast við botn deildarinnar með markatöluna 1-5. Í þokkabót féll liðið úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar eftir 4-3 tap fyrir þriðju deildarliði Elversberg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá. Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee tryggði Mainz 2-1 útisigur á Augsburg með marki í uppbótartíma. Ítalinn Vincenzo Grifo skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Freiburgar á Stuttgart og þá skildu Wolfsburg og Schalke jöfn, 0-0.
Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira