Tuchel dæmdur í bann en Conte sleppur með sekt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 20:31 Thomas Tuchel og Antonio Conte létu skapið hlaupa með sig í gönur. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Mikill hiti var í leik Chelsea og Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar um seinustu helgi. Eftir að leikurinn var flautaður af lenti þjálfurum liðanna, þeim Thomas Tuchel og Antonio Conte, saman með þeim afleiðingum að báðir fengu að líta rauða spjaldið. Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Tuchel verði dæmdur í eins leiks bann frá hliðarlínunni, ásamt því að þurfa að greiða 35 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæplega sex milljónum króna. Kollegi hans hjá Tottenham, Antonio Conte, sleppur hins vegar við bann, en þarf að greiða 15 þúsund punda sekt sem samsvarar tæplega tveim og hálfri milljón króna. 🚨 BREAKING 🚨⚪️ Antonio Conte has been fined £15,000 following his clash with Tuchel at Stamford Bridge🔵 Thomas Tuchel has been fined £35,000 and receives one-game touchline ban following improper conduct pic.twitter.com/3USKUnEgc3— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann mun Tuchel þó geta verið á hliðarlínunni þegar Chelsea heimsækir Leeds á sunnudaginn. Ástæðan er sú að enska knattspyrnusambandið ákvað að fresta banninu þar til rituð ástæða fyrir ákvörðuninni hefur borist. Tuchel og Conte fengu báðir að líta rauða spjaldið eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik Chelsea og Tottenham eins og áður segir. Þeim hafði lent saman fyrr í leiknum, en eftir að lokaflautið gall tókust þeir í hendur, en Tuchel leyfði kollega sínum ekki að sleppa fyrr en Ítalinn myndi líta í augu hans. Úr varð mikið fjaðrafok og leikmenn og starfsmenn þurftu að hafa sig alla við til að stía stjóranna í sundur. Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25 Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36 Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Tuchel verði dæmdur í eins leiks bann frá hliðarlínunni, ásamt því að þurfa að greiða 35 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæplega sex milljónum króna. Kollegi hans hjá Tottenham, Antonio Conte, sleppur hins vegar við bann, en þarf að greiða 15 þúsund punda sekt sem samsvarar tæplega tveim og hálfri milljón króna. 🚨 BREAKING 🚨⚪️ Antonio Conte has been fined £15,000 following his clash with Tuchel at Stamford Bridge🔵 Thomas Tuchel has been fined £35,000 and receives one-game touchline ban following improper conduct pic.twitter.com/3USKUnEgc3— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann mun Tuchel þó geta verið á hliðarlínunni þegar Chelsea heimsækir Leeds á sunnudaginn. Ástæðan er sú að enska knattspyrnusambandið ákvað að fresta banninu þar til rituð ástæða fyrir ákvörðuninni hefur borist. Tuchel og Conte fengu báðir að líta rauða spjaldið eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik Chelsea og Tottenham eins og áður segir. Þeim hafði lent saman fyrr í leiknum, en eftir að lokaflautið gall tókust þeir í hendur, en Tuchel leyfði kollega sínum ekki að sleppa fyrr en Ítalinn myndi líta í augu hans. Úr varð mikið fjaðrafok og leikmenn og starfsmenn þurftu að hafa sig alla við til að stía stjóranna í sundur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25 Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36 Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25
Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36
Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01