Aukið flækjustig í sáttameðferð foreldra Lárus Sigurður Lárusson skrifar 19. ágúst 2022 16:00 Árið 2012 var nýju ákvæði 33. gr. a bætt inn í barnalög nr. 76/2003. Með ákvæðinu, sem tók gildi 1. janúar 2013, var foreldrum gert skylt að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Síðan þá hefur nokkuð reynt á túlkun og beitingu þessa ákvæðis fyrir dómi og hafa dómstólar markað nokkuð skýra túlkun á lágmarks inntaki sáttameðferðar samkvæmt ákvæðinu. Dómstólar hafa slegið því föstu að það sé lágmarksinntak sáttameðferðar að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra hafi komið fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamanns hvenær fullreynt sé að sættir náist. Hafi nokkuð misfarist í sáttameðferðinni getur það varðar frávísun málsins frá dómi. Fyrir dómstólum hefur oftast á það reynt hvort sáttameðferð hafi farið fram um tiltekið ágreiningsefni og hefur þá efni sáttavottorðs ráðið úrslitum um það. Dómara ber af sjálfsdáðum að gæta að því að fullnægjandi sáttameðferð samkvæmt 33. gr. a barnalaga hafi farið fram. Hinn 2. október 2020 féll í Landsrétti dómur þar sem aðila tókst að vefengja efni sáttavottorðs. Í máli þessu hafði faðir leitað til sýslumanns vegna ágreinings um þrjú mál – forjá, umgengni og meðlag. Málinu hafði verið vísað til sáttameðferðar á grundvelli beiðni föðurs sem rituð var á eyðublað sýslumanns fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Í sáttavottorði kom fram að málinu hafi verið lokið án þess að móðir hefði mætt til boðaðra sáttafunda. Þess ber að gæta að þegar foreldri afþakkar eða hafnar sáttameðferð þá er litið svo á að það sé afstaða þess aðila að sáttameðferð sé tilgangslaus og muni ekki bera árangur. Í vottorðinu voru helstu ágreiningsefni aðila tilgreind sem forsjá og umgengni. Í athugasemdum í vottorðinu kom fram að ekki hafi farið fram virk sáttameðferð en upplýsingar um kröfur föður væri að finna í gögnum málsins. Þetta þýddi að til þess að finna upplýsingar um afstöðu föðurins til ágreiningsefnanna þurfi að skoða önnur gögn málsins. Þau gögn voru áðurnefnd beiðni föðurins. Sú beiðni hafði verið rituð á eyðublað fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Jafnframt var vísað til skriflegrar greinargerðar áfrýjanda þar sem fram kom að um væri að ræða beiðni foreldris sem sameiginlega forsjá um breytt lögheimili ásamt beiðni um að úrskurðað yrði um umgengni og meðlag. Með þessum gögnum þótti sýnt fram á að málsbeiðandi, faðirinn, hefði ekki haft uppi kröfu um breytingu á forsjá í sáttameðferðinni enda ekki minnst á kröfur um breytta forsjá hvorki í umsókn né greinargerð. Með þessu þótti sýnt fram á að efni sáttavottorðsins væri rangt og því talið að fullnægjandi sáttameðferð hefði ekki farið fram um forsjá og málinu því vísað frá dómi með vísan til 3. mgr. 71. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Nýverið féll úrskurður í Hérðasdómi Reykjavíkur þar sem máli var vísað frá dómi á sömu rökum og með vísan til ofangreinds fordæmis Landsréttar. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð um almennt fordæmisgildi ofangreindra mála þá verður samt sem áður að taka tillit til þeirra og reyna að draga af þeim nokkurn lærdóm. Sé það svo einfalt að vefengja efni sáttavottorða að það dugi að vísa til þess eyðublaðs hjá sýslumanni sem sáttameðferð grundvallast þarf að líta til þess að sýslumannsembættin öllu jafna gera þá kröfu að foreldrar fylli út tiltekin eyðublöð embættanna þegar þau óska eftir breytingum á málefnum barna sinna. Því er um að ræða stöðluð umsóknareyðublöð sem foreldrar hafa oft lítið val um hvort þau fylli út eður ei. Þannig kann málinu strax í upphafi að vera markaður farvegur að kröfu sýslumanns en ekki í samræmi við vilja málsaðila og því varhugavert að líta til þess eins. Hér þyrfti fleira að koma til skoðunar, eins og önnur gögn sem gætu varpað ljósi á kröfur aðila í sáttameðferðinni sjálfri og um hvað var rætt. Þannig gætu tölvubréfssamskipti milli aðila og sáttamiðlara leitt þetta í ljós eða greinargerðir aðila, hafi þeir á annað borð skilað inn greinargerðum um kröfur sínar. Því miður er því sjaldnast fyrir að fara að aðilar komi kröfum sínum á framfæri við sáttamiðlara með skriflegum hætti. Sé raunin sú að efni sáttavottorða dugar ekki lengur til þess að sanna hvort sáttameðferð hafi raunverulega farið fram kallar það á breytt verklag bæði hjá sýslumannsembættunum og þeim lögmönnum sem aðstoða foreldra í svona málum. Er brýnt að vanda vel til verka strax í öndverðu og þá tryggja sönnun um þær kröfur foreldris sem eiga að vera grundvöllur sáttameðferðar. Þetta mun að öllum líkindum leiða til þyngri málsmeðferðar og meiri kostnaðar fyrir foreldra sem verður að teljast bagalegt í viðkvæmum málaflokki sem kallar á skjóta og hnökralausa málsmeðferð. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 var nýju ákvæði 33. gr. a bætt inn í barnalög nr. 76/2003. Með ákvæðinu, sem tók gildi 1. janúar 2013, var foreldrum gert skylt að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Síðan þá hefur nokkuð reynt á túlkun og beitingu þessa ákvæðis fyrir dómi og hafa dómstólar markað nokkuð skýra túlkun á lágmarks inntaki sáttameðferðar samkvæmt ákvæðinu. Dómstólar hafa slegið því föstu að það sé lágmarksinntak sáttameðferðar að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra hafi komið fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamanns hvenær fullreynt sé að sættir náist. Hafi nokkuð misfarist í sáttameðferðinni getur það varðar frávísun málsins frá dómi. Fyrir dómstólum hefur oftast á það reynt hvort sáttameðferð hafi farið fram um tiltekið ágreiningsefni og hefur þá efni sáttavottorðs ráðið úrslitum um það. Dómara ber af sjálfsdáðum að gæta að því að fullnægjandi sáttameðferð samkvæmt 33. gr. a barnalaga hafi farið fram. Hinn 2. október 2020 féll í Landsrétti dómur þar sem aðila tókst að vefengja efni sáttavottorðs. Í máli þessu hafði faðir leitað til sýslumanns vegna ágreinings um þrjú mál – forjá, umgengni og meðlag. Málinu hafði verið vísað til sáttameðferðar á grundvelli beiðni föðurs sem rituð var á eyðublað sýslumanns fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Í sáttavottorði kom fram að málinu hafi verið lokið án þess að móðir hefði mætt til boðaðra sáttafunda. Þess ber að gæta að þegar foreldri afþakkar eða hafnar sáttameðferð þá er litið svo á að það sé afstaða þess aðila að sáttameðferð sé tilgangslaus og muni ekki bera árangur. Í vottorðinu voru helstu ágreiningsefni aðila tilgreind sem forsjá og umgengni. Í athugasemdum í vottorðinu kom fram að ekki hafi farið fram virk sáttameðferð en upplýsingar um kröfur föður væri að finna í gögnum málsins. Þetta þýddi að til þess að finna upplýsingar um afstöðu föðurins til ágreiningsefnanna þurfi að skoða önnur gögn málsins. Þau gögn voru áðurnefnd beiðni föðurins. Sú beiðni hafði verið rituð á eyðublað fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Jafnframt var vísað til skriflegrar greinargerðar áfrýjanda þar sem fram kom að um væri að ræða beiðni foreldris sem sameiginlega forsjá um breytt lögheimili ásamt beiðni um að úrskurðað yrði um umgengni og meðlag. Með þessum gögnum þótti sýnt fram á að málsbeiðandi, faðirinn, hefði ekki haft uppi kröfu um breytingu á forsjá í sáttameðferðinni enda ekki minnst á kröfur um breytta forsjá hvorki í umsókn né greinargerð. Með þessu þótti sýnt fram á að efni sáttavottorðsins væri rangt og því talið að fullnægjandi sáttameðferð hefði ekki farið fram um forsjá og málinu því vísað frá dómi með vísan til 3. mgr. 71. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Nýverið féll úrskurður í Hérðasdómi Reykjavíkur þar sem máli var vísað frá dómi á sömu rökum og með vísan til ofangreinds fordæmis Landsréttar. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð um almennt fordæmisgildi ofangreindra mála þá verður samt sem áður að taka tillit til þeirra og reyna að draga af þeim nokkurn lærdóm. Sé það svo einfalt að vefengja efni sáttavottorða að það dugi að vísa til þess eyðublaðs hjá sýslumanni sem sáttameðferð grundvallast þarf að líta til þess að sýslumannsembættin öllu jafna gera þá kröfu að foreldrar fylli út tiltekin eyðublöð embættanna þegar þau óska eftir breytingum á málefnum barna sinna. Því er um að ræða stöðluð umsóknareyðublöð sem foreldrar hafa oft lítið val um hvort þau fylli út eður ei. Þannig kann málinu strax í upphafi að vera markaður farvegur að kröfu sýslumanns en ekki í samræmi við vilja málsaðila og því varhugavert að líta til þess eins. Hér þyrfti fleira að koma til skoðunar, eins og önnur gögn sem gætu varpað ljósi á kröfur aðila í sáttameðferðinni sjálfri og um hvað var rætt. Þannig gætu tölvubréfssamskipti milli aðila og sáttamiðlara leitt þetta í ljós eða greinargerðir aðila, hafi þeir á annað borð skilað inn greinargerðum um kröfur sínar. Því miður er því sjaldnast fyrir að fara að aðilar komi kröfum sínum á framfæri við sáttamiðlara með skriflegum hætti. Sé raunin sú að efni sáttavottorða dugar ekki lengur til þess að sanna hvort sáttameðferð hafi raunverulega farið fram kallar það á breytt verklag bæði hjá sýslumannsembættunum og þeim lögmönnum sem aðstoða foreldra í svona málum. Er brýnt að vanda vel til verka strax í öndverðu og þá tryggja sönnun um þær kröfur foreldris sem eiga að vera grundvöllur sáttameðferðar. Þetta mun að öllum líkindum leiða til þyngri málsmeðferðar og meiri kostnaðar fyrir foreldra sem verður að teljast bagalegt í viðkvæmum málaflokki sem kallar á skjóta og hnökralausa málsmeðferð. Höfundur er lögmaður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun