Inntaka leikskólabarna í borginni – hvað er best fyrir börnin? Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 15:00 Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða. Í ljósi þess er mjög sorglegt að fylgjast með umræðunni sem virðist snúast fyrst og fremst um þarfir þeirra fullorðnu enn og aftur og sama hvað það kostar. Leikskólastjórnendur hafa bent á að núverandi kerfi sé nú þegar sprungið og að mjög erfitt sé að veita viðunandi aðstæður þar vegna manneklu og fjölda barna. Hvernig dettur okkur þá í hug að það sé góð hugmynd að taka á móti öllum 12 mánaða börnum? Segja má að dagforeldrakerfið sé einnig löngu sprungið og nú þegar eru góð ráð dýr fyrir foreldra eftir að 12 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þarna sitja foreldrar í limbói reddinga og tekjumissis sem er bara að versna núna í ljósi verðbólgu og skerts kaupmáttar heimilanna. Hvernig stendur á því að við sem samfélag getum ekki tekið betur utan um foreldra ungra barna árið 2022? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá geðheilsuteymi fjölskylduverndar Heilsugæslunnar bendir á að skynsamlegast sé að gera foreldrum kleift að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin þ.e.a.s. þeim foreldrum sem það kjósa. Foreldrar eru ólíkir, með ólíkar þarfir og því miður hafa líklega flestir ekki ráð á því að vera eins lengi heima með ungum börnum sínum og þeir myndu kjósa sérstaklega þegar engar tekjur koma á meðan. Það virðist þó vera ódýrasta leiðin – fyrir borg og sveitafélög svo ekki sé talað um ríkið sem ætti að sjá sóma sinn í því að koma að borðinu til að finna lausnir. Góð og eðlileg byrjun væri að lengja fæðingarorlofið þangað til leikskólapláss er tryggt. Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá upplifa lang flestir foreldrar þá þungu tilfinningu sem fylgir því að sjá á eftir ungu barni sínu í fang annarra umönnunaraðila og því yngri sem þau eru því erfiðara er það. Það er hrein og bein líffræði sem er innbyggt í innsæi og DNA okkar flestra. Með þessum skrifum mínum vil ég ekki búa til skömm fyrir þá foreldra sem finna ekki þessa tilfinningu en hvernig sem á það er litið þá er þetta erfitt fyrir flesta og ekki síst börnin. Í lok júní var haldin ráðstefna á vegum Embættis Landlæknis – Fyrstu 1000 dagar í lífi barna á norðurlöndunum en fyrstu 1000 dagarnir eru reiknaðir frá getnaði og fyrstu tvö ár barns. Á ráðstefnunni var samankomin hópur fagfólks frá Norðurlöndunum og víðar til að ræða hvernig við getum bætt geðheilsu foreldra og barna þeirra á viðkvæmasta mótunarstigi barns. Ef ráðamenn myndu kynna sér hvað vísindamenn og okkar fremstu fagaðilar segja þá ættum við að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem eru börnunum okkar fyrir bestu. Þannig komum við í veg fyrir miklu stærri vandamál þegar fram líða stundir. Höfundur er formaður Fyrstu fimm hagsmunafélags foreldra og fagaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða. Í ljósi þess er mjög sorglegt að fylgjast með umræðunni sem virðist snúast fyrst og fremst um þarfir þeirra fullorðnu enn og aftur og sama hvað það kostar. Leikskólastjórnendur hafa bent á að núverandi kerfi sé nú þegar sprungið og að mjög erfitt sé að veita viðunandi aðstæður þar vegna manneklu og fjölda barna. Hvernig dettur okkur þá í hug að það sé góð hugmynd að taka á móti öllum 12 mánaða börnum? Segja má að dagforeldrakerfið sé einnig löngu sprungið og nú þegar eru góð ráð dýr fyrir foreldra eftir að 12 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þarna sitja foreldrar í limbói reddinga og tekjumissis sem er bara að versna núna í ljósi verðbólgu og skerts kaupmáttar heimilanna. Hvernig stendur á því að við sem samfélag getum ekki tekið betur utan um foreldra ungra barna árið 2022? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá geðheilsuteymi fjölskylduverndar Heilsugæslunnar bendir á að skynsamlegast sé að gera foreldrum kleift að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin þ.e.a.s. þeim foreldrum sem það kjósa. Foreldrar eru ólíkir, með ólíkar þarfir og því miður hafa líklega flestir ekki ráð á því að vera eins lengi heima með ungum börnum sínum og þeir myndu kjósa sérstaklega þegar engar tekjur koma á meðan. Það virðist þó vera ódýrasta leiðin – fyrir borg og sveitafélög svo ekki sé talað um ríkið sem ætti að sjá sóma sinn í því að koma að borðinu til að finna lausnir. Góð og eðlileg byrjun væri að lengja fæðingarorlofið þangað til leikskólapláss er tryggt. Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá upplifa lang flestir foreldrar þá þungu tilfinningu sem fylgir því að sjá á eftir ungu barni sínu í fang annarra umönnunaraðila og því yngri sem þau eru því erfiðara er það. Það er hrein og bein líffræði sem er innbyggt í innsæi og DNA okkar flestra. Með þessum skrifum mínum vil ég ekki búa til skömm fyrir þá foreldra sem finna ekki þessa tilfinningu en hvernig sem á það er litið þá er þetta erfitt fyrir flesta og ekki síst börnin. Í lok júní var haldin ráðstefna á vegum Embættis Landlæknis – Fyrstu 1000 dagar í lífi barna á norðurlöndunum en fyrstu 1000 dagarnir eru reiknaðir frá getnaði og fyrstu tvö ár barns. Á ráðstefnunni var samankomin hópur fagfólks frá Norðurlöndunum og víðar til að ræða hvernig við getum bætt geðheilsu foreldra og barna þeirra á viðkvæmasta mótunarstigi barns. Ef ráðamenn myndu kynna sér hvað vísindamenn og okkar fremstu fagaðilar segja þá ættum við að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem eru börnunum okkar fyrir bestu. Þannig komum við í veg fyrir miklu stærri vandamál þegar fram líða stundir. Höfundur er formaður Fyrstu fimm hagsmunafélags foreldra og fagaðila.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun