Berum virðingu, vöndum okkur Gestur Þór Kristjánsson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Erla Sif Markúsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir skrifa 19. ágúst 2022 14:32 Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að til skoðunar er að koma upp framleiðslufyrirtæki sem hyggur á útflutning á unnum jarðefnum sem stórlækkar kolefnisspor mannvirkjagerðar. Auglýstum lóðum, sem allir gátu sótt um, var úthlutað í samræmi við almennar reglur þar að lútandi. Engin fyrirgreiðsla hefur verið og engin fyrirheit um annað en vilja til að skoða málin faglega. Fyrir liggur að fyrir hver 100 tonn sem eru framleidd sparast útblástur um 70 tonna af gróðurhúsaloftegundum. Það fellur að áherslu sveitarfélgsins í loftslagsmálum. Áætlað er að starfsemin skapi 60 til 80 störf og miklar tekjur (skattaspor upp á rúmlega hálfan milljarð á ári) sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn (eingöngu Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O lista var mótfallinn) eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur. Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himnir. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á. Við undirrituð hörmum framgöngu fulltrúa H-lista í umræðu um þessi mál. Orð hennar um að okkar fallegi bær, Þorlákshöfn, sé að breytast í ruslahauga eru skaðleg okkur öllum. Hið sanna er að fyrrgreint mál er til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Enn er mörgum spurningum ósvarað og allt eins líklegt að ekkert verði af verkefninu. Við kjósum að fara þá ábyrgu leið að byrja á því að skoða alla fleti málsins, síðan að meta hagsmuni íbúa og að lokum taka afstöðu. Eins og komið hefur fram snúa efasemdir okkar að flutningum á efninu til Þorlákshafnar og sjónrænum áhrifum framkvæmda. Verði kröfum okkar þar að lútandi mætt erum við viljug til að skoða verkefnið áfram. Verði matið það að hagsmunir íbúa og hagsmunir fyrirtækisins fari ekki saman er verkefninu sjálf hætt. Í því samhengi kemur vel til greina að þegar forsendur fyrirtækisins liggja fyrir verði málið sett í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Spörum stóru orðin, vöndum okkur. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Erla Sif Markúsdóttir, bæjarfulltrúi Guðlaug Einarsdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Umhverfismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að til skoðunar er að koma upp framleiðslufyrirtæki sem hyggur á útflutning á unnum jarðefnum sem stórlækkar kolefnisspor mannvirkjagerðar. Auglýstum lóðum, sem allir gátu sótt um, var úthlutað í samræmi við almennar reglur þar að lútandi. Engin fyrirgreiðsla hefur verið og engin fyrirheit um annað en vilja til að skoða málin faglega. Fyrir liggur að fyrir hver 100 tonn sem eru framleidd sparast útblástur um 70 tonna af gróðurhúsaloftegundum. Það fellur að áherslu sveitarfélgsins í loftslagsmálum. Áætlað er að starfsemin skapi 60 til 80 störf og miklar tekjur (skattaspor upp á rúmlega hálfan milljarð á ári) sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn (eingöngu Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O lista var mótfallinn) eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur. Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himnir. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á. Við undirrituð hörmum framgöngu fulltrúa H-lista í umræðu um þessi mál. Orð hennar um að okkar fallegi bær, Þorlákshöfn, sé að breytast í ruslahauga eru skaðleg okkur öllum. Hið sanna er að fyrrgreint mál er til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Enn er mörgum spurningum ósvarað og allt eins líklegt að ekkert verði af verkefninu. Við kjósum að fara þá ábyrgu leið að byrja á því að skoða alla fleti málsins, síðan að meta hagsmuni íbúa og að lokum taka afstöðu. Eins og komið hefur fram snúa efasemdir okkar að flutningum á efninu til Þorlákshafnar og sjónrænum áhrifum framkvæmda. Verði kröfum okkar þar að lútandi mætt erum við viljug til að skoða verkefnið áfram. Verði matið það að hagsmunir íbúa og hagsmunir fyrirtækisins fari ekki saman er verkefninu sjálf hætt. Í því samhengi kemur vel til greina að þegar forsendur fyrirtækisins liggja fyrir verði málið sett í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Spörum stóru orðin, vöndum okkur. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Erla Sif Markúsdóttir, bæjarfulltrúi Guðlaug Einarsdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar