Þrír fangar ákærðir vegna morðsins á James „Whitey“ Bulger Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2022 07:56 James „Whitey“ Bulger á lögreglumyndum frá árinu 1953. Glæpaforinginn hélt hluta Boston í heljargreipum um árabil. AP Þrír hafa verið ákærðir vegna morðsins á hinum alræmda bandaríska glæpaforingja, James „Whitey“ Bulger. Hinn 89 ára Bulger fannst meðvitundarlaus í öryggisfangelsi í Vestur-Virginíu í október 2018 þar sem hann afplánaði dóm og var hann úrskurðaður látinn skömmu síðar. Þrír fangar – þeir Fotios Geas, 55 ára, Paul J DeCologero, 48 ára og Sean McKinnon, 36 ára – hafa nú verið ákærðir vegna morðsins á Bulger. Bulger, sem stýrði um árabil glæpasamtökum í Boston, var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir sextán ár á flótta frá yfirvöldum. Hann var að afplána tvo lífstíðardóma vegna ellefu morða þegar ráðist var á hann með þeim afleiðingum að hann lést. Sama dag hafði hann verið fluttur í Hazelton-fangelsið í Vestur-Virginíu sem hýsir tæplega 1.400 fanga. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunum á hendur föngunum þremur í gær. Eru þeir Geas og DeCologero sakaðir um að hafa veitt Bulger fjölda áverka á höfði sem leiddu til dauða hans. Þá er McKinnon ákærður þar sem hann á að hafa borið ljúgvitni í málinu. Bulger var á flótta undan FBI í heil sextán ár en var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir að íslensk kona sem bjó í næsta húsi við hann lét yfirvöld vita. Bulger stýrði á sínum tíma glæpagenginu Winter Hill í suðurhluta Boston en var einnig sagður hafa verið uppljóstrari fyrir alríkislögregluna FBI. Glæpaferill hans var umfjöllunarefni kvikmyndanna Black Mass með Johnny Depp í aðalhlutverki og sömuleiðis The Departed sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd árið 2007. Bandaríkin Erlend sakamál James Whitey Bulger Tengdar fréttir Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Þann 22.júní árið 2011 var eftirsóttasti glæpamaður Bandaríkjanna handtekinn í íbúð sinni í Santa Monica vegna ábendingar frá íslenskri nágrannakonu hans. Það hefur kostað hugrekki enda ferill James Whitey Bulger blóði drifinn. 10. október 2015 13:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Þrír fangar – þeir Fotios Geas, 55 ára, Paul J DeCologero, 48 ára og Sean McKinnon, 36 ára – hafa nú verið ákærðir vegna morðsins á Bulger. Bulger, sem stýrði um árabil glæpasamtökum í Boston, var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir sextán ár á flótta frá yfirvöldum. Hann var að afplána tvo lífstíðardóma vegna ellefu morða þegar ráðist var á hann með þeim afleiðingum að hann lést. Sama dag hafði hann verið fluttur í Hazelton-fangelsið í Vestur-Virginíu sem hýsir tæplega 1.400 fanga. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunum á hendur föngunum þremur í gær. Eru þeir Geas og DeCologero sakaðir um að hafa veitt Bulger fjölda áverka á höfði sem leiddu til dauða hans. Þá er McKinnon ákærður þar sem hann á að hafa borið ljúgvitni í málinu. Bulger var á flótta undan FBI í heil sextán ár en var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir að íslensk kona sem bjó í næsta húsi við hann lét yfirvöld vita. Bulger stýrði á sínum tíma glæpagenginu Winter Hill í suðurhluta Boston en var einnig sagður hafa verið uppljóstrari fyrir alríkislögregluna FBI. Glæpaferill hans var umfjöllunarefni kvikmyndanna Black Mass með Johnny Depp í aðalhlutverki og sömuleiðis The Departed sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd árið 2007.
Bandaríkin Erlend sakamál James Whitey Bulger Tengdar fréttir Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Þann 22.júní árið 2011 var eftirsóttasti glæpamaður Bandaríkjanna handtekinn í íbúð sinni í Santa Monica vegna ábendingar frá íslenskri nágrannakonu hans. Það hefur kostað hugrekki enda ferill James Whitey Bulger blóði drifinn. 10. október 2015 13:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15
Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Þann 22.júní árið 2011 var eftirsóttasti glæpamaður Bandaríkjanna handtekinn í íbúð sinni í Santa Monica vegna ábendingar frá íslenskri nágrannakonu hans. Það hefur kostað hugrekki enda ferill James Whitey Bulger blóði drifinn. 10. október 2015 13:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent