Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Alexandra Ýr van Erven skrifar 18. ágúst 2022 12:30 Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. Það mætti jafnvel halda að það að ákveðin aðgerð hafi jákvæð áhrif á umhverfið sé ekki næg röksemdafærsla til þess að ná eyrum réttra aðila. Því ef svo væri, væri búið að ráðast í mun afdrifaríkari aðgerðir gegn loftslagsvánni. Ætli það væri ekki búið að lögfesta markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, setja heildarlög um almenningssamgöngur þar sem hlutverk hins opinbera eru skilgreind, endurheimta mun meira votlendi og svo framvegis og framvegis. Það að þessar og margar aðrar aðgerðir skili okkur jörð sem við getum búið á næstu hundruð, eða jafnvel þúsund árin, ætti að vera nógu mikill hvati en þar sem viðbrögð skortir má benda á að ávinningurinn er víðfemari. Lausnir í loftslagsmálum geta nefnilega einnig stuðlað að betra samfélagi á annan hátt í leiðinni. Þetta eru svokallaðar win-win aðstæður. Sem dæmi langar mig að nefna sjálfbært borgarskipulag og þá sérstaklega sjálfbært háskólasamfélag. Krafa stúdenta til margra ára um aukna byggð við háskólana er að vissu leyti fyrirmyndar útgáfa af sjálfbæru borgarskipulagi. Uppbygging stúdentaíbúða í grennd við háskólana, aukið framboð af nauðsynlegri þjónustu á háskólasvæðunum og bættar almenningssamgöngur að byggingum háskólanna eykur í senn lífsgæði stúdenta og dregur um leið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Húsnæði er sjálfsögð grunnþörf en samspil lágra námslána og hækkandi leiguverðs skerðir aðgengi margra stúdenta að húsnæði. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja aðgengi stúdenta að viðunandi húsakosti á hagkvæmu verði. Niðurstöður skýrslu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um stúdenta á húsnæðismarkaði sýnir að stór hluti þess nemendahóps leigir húsnæði á almennum markaði þar sem stúdentagarðar anna ekki eftirspurn. Leiga á almennum markaði slagar í mörgum tilfellum upp í 40% af ráðstöfunartekjum stúdenta en er það skilgreint sem íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Til samanburðar er markmið hins opinbera að húsnæðiskostnaður verði ekki hærri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg kjarabót fyrir háskólanema sem um leið skapar grænna samfélag með þéttri og blandaðri byggð sem er aðgengileg með góðum almenningssamgöngum. Annað baráttumál stúdentahreyfinganna er að auka aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi háskólanna. Á háskólasvæðum ættu að vera til staðar matvörubúðir, heilsugæsla, líkamsrækt og grenndargámar svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta stuðlar að því að háskólasamfélagið verði sjálfbært samfélag og gerir stúdentum auðvelt að leggja bílnum til frambúðar. Bættar almenningssamgöngur eru annað lykilatriði fyrir nemendur, hvort sem þau búa í grennd við skólana eða ekki. Að flýta framkvæmdum við borgarlínu er augljóst hagsmunamál fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur þarf að tryggja öflugt net almenningssamgangna á landinu öllu fyrir nemendur sem sækja skóla í dreifbýli eða í fjarlægð frá heimili sínu. Með eflingu fjarnáms er því nauðsynlegt að huga að samgöngumálum samhliða. Bíllaus lífsstíll er og verður æ eftirsóknarverðari kostur auk þess sem það er erfitt að reka bíl á ráðstöfunartekjum háskólanema. Þétt byggð, grunnþjónusta í nærumhverfi og bættar almenningssamgöngur eru því loftslagsaðgerðir sem við stórgræðum á, á svo marga vegu. Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra Stúdenta. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. Það mætti jafnvel halda að það að ákveðin aðgerð hafi jákvæð áhrif á umhverfið sé ekki næg röksemdafærsla til þess að ná eyrum réttra aðila. Því ef svo væri, væri búið að ráðast í mun afdrifaríkari aðgerðir gegn loftslagsvánni. Ætli það væri ekki búið að lögfesta markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, setja heildarlög um almenningssamgöngur þar sem hlutverk hins opinbera eru skilgreind, endurheimta mun meira votlendi og svo framvegis og framvegis. Það að þessar og margar aðrar aðgerðir skili okkur jörð sem við getum búið á næstu hundruð, eða jafnvel þúsund árin, ætti að vera nógu mikill hvati en þar sem viðbrögð skortir má benda á að ávinningurinn er víðfemari. Lausnir í loftslagsmálum geta nefnilega einnig stuðlað að betra samfélagi á annan hátt í leiðinni. Þetta eru svokallaðar win-win aðstæður. Sem dæmi langar mig að nefna sjálfbært borgarskipulag og þá sérstaklega sjálfbært háskólasamfélag. Krafa stúdenta til margra ára um aukna byggð við háskólana er að vissu leyti fyrirmyndar útgáfa af sjálfbæru borgarskipulagi. Uppbygging stúdentaíbúða í grennd við háskólana, aukið framboð af nauðsynlegri þjónustu á háskólasvæðunum og bættar almenningssamgöngur að byggingum háskólanna eykur í senn lífsgæði stúdenta og dregur um leið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Húsnæði er sjálfsögð grunnþörf en samspil lágra námslána og hækkandi leiguverðs skerðir aðgengi margra stúdenta að húsnæði. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja aðgengi stúdenta að viðunandi húsakosti á hagkvæmu verði. Niðurstöður skýrslu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um stúdenta á húsnæðismarkaði sýnir að stór hluti þess nemendahóps leigir húsnæði á almennum markaði þar sem stúdentagarðar anna ekki eftirspurn. Leiga á almennum markaði slagar í mörgum tilfellum upp í 40% af ráðstöfunartekjum stúdenta en er það skilgreint sem íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Til samanburðar er markmið hins opinbera að húsnæðiskostnaður verði ekki hærri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg kjarabót fyrir háskólanema sem um leið skapar grænna samfélag með þéttri og blandaðri byggð sem er aðgengileg með góðum almenningssamgöngum. Annað baráttumál stúdentahreyfinganna er að auka aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi háskólanna. Á háskólasvæðum ættu að vera til staðar matvörubúðir, heilsugæsla, líkamsrækt og grenndargámar svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta stuðlar að því að háskólasamfélagið verði sjálfbært samfélag og gerir stúdentum auðvelt að leggja bílnum til frambúðar. Bættar almenningssamgöngur eru annað lykilatriði fyrir nemendur, hvort sem þau búa í grennd við skólana eða ekki. Að flýta framkvæmdum við borgarlínu er augljóst hagsmunamál fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur þarf að tryggja öflugt net almenningssamgangna á landinu öllu fyrir nemendur sem sækja skóla í dreifbýli eða í fjarlægð frá heimili sínu. Með eflingu fjarnáms er því nauðsynlegt að huga að samgöngumálum samhliða. Bíllaus lífsstíll er og verður æ eftirsóknarverðari kostur auk þess sem það er erfitt að reka bíl á ráðstöfunartekjum háskólanema. Þétt byggð, grunnþjónusta í nærumhverfi og bættar almenningssamgöngur eru því loftslagsaðgerðir sem við stórgræðum á, á svo marga vegu. Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra Stúdenta. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar