Útskýrir áhuga landeiganda á Íslandi á því að eignast Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 09:31 Sir Jim Ratcliffe hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum laxveiðiám heldur er hann einnig mikill fótboltaáhugamaður. EPA-EFE/THIERRY CARPICO Manchester United þarf á nýjum eigendum að halda. Því eru flestir sammála um nema kannski núverandi bandarískir eigendur. Nýjustu fréttir af hugsanlegum kaupanda ættu að gleðja stuðningsmenn félagsins en einn af aðalfréttamönnum Sky Sports útskýrði áhuga ríkasta manns Bretlandseyja að félaginu. Flestir stuðningsmenn Manchester United eru búnir að fá algjörlega nóg af Glazer fjölskyldunni sem á félagið en gerir meira í því að taka út pening en að hjálpa því að halda í við bestu liðin. Í þeirra eignatíð hefur Manchester United misst stöðu sína á toppi enska fótboltans og miklir fjármunir hafa runnið út úr félaginu. United hefur byrjað þetta tímabil á tapleikjum á móti Brighton og Brentford og það hefur aukið enn frekar pressuna á félaginu og skiptir þar engu hvort um er að ræða knattspyrnustjóra, leikmenn eða eigendur. Það ríkir í raun ófremdarástand á Old Trafford og síðustu daga hafa komið fram fréttir um áhuga vel stæðra manna á að kaupa félagið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Stærstu fréttirnar þar eru eflaust áhugi Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Íslandi, á því að eignast Manchester United. Ratcliffe er fótboltáhugamaður mikill, hann á íþróttafélög út um heim og reyndi að kaupa Chelsea síðasta vor án árangurs. Hann hefur hins vegar aldrei falið það að hann er stuðningsmaður Manchester United. Það hljómar örugglega mjög vel í eyrum stuðningsmanna United að heyra af áhuga manns sem er ekki bara mjög vel stæður og mikill fótboltáhugamaður heldur enn stuðningsmaður félagsins frá barnæsku. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sport, útskýrði áhuga Sir Jim Ratcliffe og hvað standi í vegi fyrir því að hann eignist Manchester United. Það má finna útskýringu hans hér fyrir neðan. Ratcliffe á meðal annars fótboltafélag í Frakklandi og Sviss. Það er haft eftir honum að peningar skipti engu máli heldur, að sem stuðningsmaður United, telji hann að nú sé kominn tími á að endurræsa félagið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Flestir stuðningsmenn Manchester United eru búnir að fá algjörlega nóg af Glazer fjölskyldunni sem á félagið en gerir meira í því að taka út pening en að hjálpa því að halda í við bestu liðin. Í þeirra eignatíð hefur Manchester United misst stöðu sína á toppi enska fótboltans og miklir fjármunir hafa runnið út úr félaginu. United hefur byrjað þetta tímabil á tapleikjum á móti Brighton og Brentford og það hefur aukið enn frekar pressuna á félaginu og skiptir þar engu hvort um er að ræða knattspyrnustjóra, leikmenn eða eigendur. Það ríkir í raun ófremdarástand á Old Trafford og síðustu daga hafa komið fram fréttir um áhuga vel stæðra manna á að kaupa félagið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Stærstu fréttirnar þar eru eflaust áhugi Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Íslandi, á því að eignast Manchester United. Ratcliffe er fótboltáhugamaður mikill, hann á íþróttafélög út um heim og reyndi að kaupa Chelsea síðasta vor án árangurs. Hann hefur hins vegar aldrei falið það að hann er stuðningsmaður Manchester United. Það hljómar örugglega mjög vel í eyrum stuðningsmanna United að heyra af áhuga manns sem er ekki bara mjög vel stæður og mikill fótboltáhugamaður heldur enn stuðningsmaður félagsins frá barnæsku. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sport, útskýrði áhuga Sir Jim Ratcliffe og hvað standi í vegi fyrir því að hann eignist Manchester United. Það má finna útskýringu hans hér fyrir neðan. Ratcliffe á meðal annars fótboltafélag í Frakklandi og Sviss. Það er haft eftir honum að peningar skipti engu máli heldur, að sem stuðningsmaður United, telji hann að nú sé kominn tími á að endurræsa félagið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira