Glóandi bráð úr gosinu í fyrra kreistist úr gamla hrauninu vegna þrýstings frá því nýja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 20:29 Stórvarasamt getur verið að ganga á gamla hrauninu, ekki síst vegna áhrifa þrýstings frá nýja hrauninu. Vísir/Vilhelm Bráð úr hrauninu sem rann úr eldgosinu við Fagradalsfjall í fyrra hefur kreist út um hraunið vegna þunga nýja hraunsins sem rennur úr eldgosinu í Meradölum. Þessir kraftar gera það að verkum að enn varasamara getur verið að ganga á gamla hrauninu. Vakin er athygli á þessu á Faceboook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Ísland. Þar eru birtar myndir sem teknar voru af hrauninu sem rann um Meradali í fyrra. Fyrri myndin, sem sjá má hér að neðan, er tekin tólfta júní síðastliðinn. Rauði hringurinn táknar staðinn þar sem bráð frá gosinu 2021 kreistist út. Mynd sem tekin var í júní af hrauninu sem rann í fyrra. Rauði hringurinn táknaði svæðið sem opnaðist í síðustu viku undan miklu þrýstingi frá nýja hrauninu.Háskóli Íslands Myndin hér fyrir neðan sýnir hins vegar hraunið sem rann út um opið. Hraunið sem rann þarna kom úr gosinu á síðasta ári, ekki því sem gýs nú, þó að gos sé sökudólgurinn. „Þunginn á þessu nýja hrauni, hann er það mikill, að hann hefur ýtt út hraunkviku sem var í kjarnanum á 2021-hrauninu. Það kom þarna út um þetta op sem að myndaðist á þessum stað sem hringurinn er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í samtali við Vísi þar sem hann er beðinn um að útskýra þetta fyrirbæri. Rauðu örvarnar sýna stefnuna sem bráðin rann í síðustu viku.Mynd/Háskóli Íslands. „Það er hraunkvika frá 2021 sem er að endurgjósa þarna,“ segir Þorvaldur. Vísbendingar eru uppi um að hraunið hafi runnið hratt. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson, í bakgrunni, og Þorvaldur Þórðarson, í forgrunni, eru á meðal þeirra sem halda úti Facebook-síðunni Eldfjallafræði- og náttúruvarhópur Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Við náttúrulega sáum ekki hvernig þetta gerðist en þarna opnast skorpan og það fer að flæða út. Ef að maður horfir á yfirborðið á hrauninu eru vísbendingar um að hún hafi flætt hratt. Þrýstingurinn af nýja hrauninu er greinilega það mikill,“ segir Þorvaldur. Hættan fyrir hendi Umræddar myndir eru teknar suðaustast í Meradölum og talið er að þetta hafi gerst fyrir um einni viku síðan. Töluvert rúmmál af kviku braust út og rann rúman kílómetra. Gestir sem heimsækja svæðið hafa verið eindregið varaðir við því að ganga á gamla og nýja hrauninu. Bendir Þorvaldur á að þessi atburður geri göngu á gamla hrauninu enn varasamari. „Nei, við mælum ekki með því. Þetta getur greinilega gerst og þegar það gerist þá er ekki gott að vera út á gamla hrauninu. Ef einhver hefði verið þarna út á í þessu tilfelli hefði hann getað lokast af og ekki komist til baka aftur upp á þurrt land.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Vakin er athygli á þessu á Faceboook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Ísland. Þar eru birtar myndir sem teknar voru af hrauninu sem rann um Meradali í fyrra. Fyrri myndin, sem sjá má hér að neðan, er tekin tólfta júní síðastliðinn. Rauði hringurinn táknar staðinn þar sem bráð frá gosinu 2021 kreistist út. Mynd sem tekin var í júní af hrauninu sem rann í fyrra. Rauði hringurinn táknaði svæðið sem opnaðist í síðustu viku undan miklu þrýstingi frá nýja hrauninu.Háskóli Íslands Myndin hér fyrir neðan sýnir hins vegar hraunið sem rann út um opið. Hraunið sem rann þarna kom úr gosinu á síðasta ári, ekki því sem gýs nú, þó að gos sé sökudólgurinn. „Þunginn á þessu nýja hrauni, hann er það mikill, að hann hefur ýtt út hraunkviku sem var í kjarnanum á 2021-hrauninu. Það kom þarna út um þetta op sem að myndaðist á þessum stað sem hringurinn er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í samtali við Vísi þar sem hann er beðinn um að útskýra þetta fyrirbæri. Rauðu örvarnar sýna stefnuna sem bráðin rann í síðustu viku.Mynd/Háskóli Íslands. „Það er hraunkvika frá 2021 sem er að endurgjósa þarna,“ segir Þorvaldur. Vísbendingar eru uppi um að hraunið hafi runnið hratt. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson, í bakgrunni, og Þorvaldur Þórðarson, í forgrunni, eru á meðal þeirra sem halda úti Facebook-síðunni Eldfjallafræði- og náttúruvarhópur Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Við náttúrulega sáum ekki hvernig þetta gerðist en þarna opnast skorpan og það fer að flæða út. Ef að maður horfir á yfirborðið á hrauninu eru vísbendingar um að hún hafi flætt hratt. Þrýstingurinn af nýja hrauninu er greinilega það mikill,“ segir Þorvaldur. Hættan fyrir hendi Umræddar myndir eru teknar suðaustast í Meradölum og talið er að þetta hafi gerst fyrir um einni viku síðan. Töluvert rúmmál af kviku braust út og rann rúman kílómetra. Gestir sem heimsækja svæðið hafa verið eindregið varaðir við því að ganga á gamla og nýja hrauninu. Bendir Þorvaldur á að þessi atburður geri göngu á gamla hrauninu enn varasamari. „Nei, við mælum ekki með því. Þetta getur greinilega gerst og þegar það gerist þá er ekki gott að vera út á gamla hrauninu. Ef einhver hefði verið þarna út á í þessu tilfelli hefði hann getað lokast af og ekki komist til baka aftur upp á þurrt land.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36
Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32