Viðskipti innlent

Vísi­tala í­búða­verðs hækkað um 25,5 prósent síðustu tólf mánuði

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Vísitala íbúðaverðs sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs en samkvæmt uppfærðum tölum Þjóðskrár hefur vísitalan hækkað um 15,5 prósent síðastliðna sex mánuði.
Vísitala íbúðaverðs sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs en samkvæmt uppfærðum tölum Þjóðskrár hefur vísitalan hækkað um 15,5 prósent síðastliðna sex mánuði. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 951 í júlí og hækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í nóvember 2021 en þá var hún 0,7 prósent.

Vísitala íbúðaverðs sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs en samkvæmt uppfærðum tölum Þjóðskrár hefur vísitalan hækkað um 15,5 prósent síðastliðna sex mánuði og 25,5 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum.

Þróunin á vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðustu fimm árin.Þjóðskrá

Þjóðskrá segir birtingu vísitölunnar eiga að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs en íbúðarhúsnæði sé skipt í flokka og meðalfermetraverð fyrir níu flokka reiknað. Niðurstaðan sé síðan vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna tuttugu og fjóra mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×