Davíð Örn frá næstu vikurnar: „Nárinn fór“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 15:31 Davíð Örn Atlason var borinn af velli í fyrri hálfleik. Vísir/Hulda Margrét Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, þurfti að fara af velli í stórleik Bestu deildar karla í gærkvöld eftir að meiðast á nára í fyrri hálfleik. Hann bíður nú eftir að komast í ómskoðun til að fá nánari greiningu á meiðslunum. Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deildinni í fótbolta á mánudagskvöld. Bæði lið hafa spilað þétt og virðist það vera að koma í bakið á þeim. Davíð Örn og Logi Tómasson fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik hjá Víkingum. Sömu sögu er að segja af Kristni Steindórssyni í liði Breiðabliks og þá fór Davíð Ingvarsson meiddur af velli í hálfleik. Fyrir voru menn á borð við Ísak Snæ Þorvaldsson, Nikolaj Hansen og Halldór Smára Sigurðsson á meiðslalista liðanna. Davíð Örn meiddist snemma leiks er hann stökk upp í skallabolta. Er hann lenti var strax ljóst að hann gæti ekki haldið leik áfram. „Davíð er borinn af velli. Vonandi er þetta ekki jafn alvarlegt og þetta lítur út fyrir að vera,“ segir í lýsingu Vísis úr leiknum. Davíð Örn staðfesti svo í stuttu spjalli við íþróttadeild að um nárameiðsli væri að ræða. „Já nárinn fór bara þarna þegar ég var að spyrna mér upp til að hoppa í skallabolta. Veit meira þegar ég er búinn í segulómun.“ Meiðslin litu ekki vel út en Davíð Örn fór í aðgerð vegna kviðslits á síðasta ári. Hvort meiðslin nú séu jafn alvarleg er alls óvíst en það má allavega bóka það að bakvörðurinn öflugi spili ekki meira í ágústmánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Víkinga sem dreymir um að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitil sinn. Liðið mætir KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn kemur en liðin mættust einnig á síðustu leiktíð. Þar unnu Víkingar öruggan sigur og ætla lærisveinar Rúnars Kristinssonar eflaust að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deildinni í fótbolta á mánudagskvöld. Bæði lið hafa spilað þétt og virðist það vera að koma í bakið á þeim. Davíð Örn og Logi Tómasson fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik hjá Víkingum. Sömu sögu er að segja af Kristni Steindórssyni í liði Breiðabliks og þá fór Davíð Ingvarsson meiddur af velli í hálfleik. Fyrir voru menn á borð við Ísak Snæ Þorvaldsson, Nikolaj Hansen og Halldór Smára Sigurðsson á meiðslalista liðanna. Davíð Örn meiddist snemma leiks er hann stökk upp í skallabolta. Er hann lenti var strax ljóst að hann gæti ekki haldið leik áfram. „Davíð er borinn af velli. Vonandi er þetta ekki jafn alvarlegt og þetta lítur út fyrir að vera,“ segir í lýsingu Vísis úr leiknum. Davíð Örn staðfesti svo í stuttu spjalli við íþróttadeild að um nárameiðsli væri að ræða. „Já nárinn fór bara þarna þegar ég var að spyrna mér upp til að hoppa í skallabolta. Veit meira þegar ég er búinn í segulómun.“ Meiðslin litu ekki vel út en Davíð Örn fór í aðgerð vegna kviðslits á síðasta ári. Hvort meiðslin nú séu jafn alvarleg er alls óvíst en það má allavega bóka það að bakvörðurinn öflugi spili ekki meira í ágústmánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Víkinga sem dreymir um að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitil sinn. Liðið mætir KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn kemur en liðin mættust einnig á síðustu leiktíð. Þar unnu Víkingar öruggan sigur og ætla lærisveinar Rúnars Kristinssonar eflaust að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30
Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00
„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22
„Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07