Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 12:23 Hrafnhildur Lilja var myrt í september 2008. Enginn var sakfelldur fyrir morðið og aðstandendur segja íslensk stjórnvöld hafa brugðist þeim. Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma Í gær var rætt við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir, íslenskrar konu sem var 29 ára myrt í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Þær segja að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Málið telst óupplýst í dag og gengur morðingi Hrafnhildar enn laus. Þær vilja að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra horfði á viðtalið í gær og segir að í kjölfar þess hafi lögreglan ákveðið að óska eftir upplýsingum um málið. Möguleiki á samtali „Eftir að ég sá þessa umfjöllun þá fórum við að skoða hjá okkur og við erum að senda af stað frekari fyrirspurnir núna um þetta tiltekna mál. Við getum ekki alveg séð lyktir af því og erum að fara af stað með það. Það verður þó að segjast eins og er að það eru lönd í þessum heimshluta sem við höfum hingað til ekki verið í mjög miklum samskiptum við en þó er það er þannig að í gegnum Interpol samstarfið þá erum við að hitta fulltrúa frá þessum löndum á hverju einasta ári þannig það er alltaf möguleiki á ákveðnu samtali,“ sagði Karl Steinar. Óska eftir upplýsingum Þá hafi lögreglan ekki fengið þær upplýsingar sem hún óskaði eftir á sínum tíma. „Við erum að senda út fyrirspurnir því við erum ekki að sjá að við séum með þær upplýsingar sem við höfðum óskað eftir þannig við erum að fara yfir þetta tiltekna mál. Ég verð að viðurkenna að ég þekkti þetta mál ekki, þetta er áður en ég kem í þetta starf þannig ég þekki ekki til þessa tiltekna máls, þannig við erum að skoða það hvort það sé eitthvað sem við getum gert í því.“ Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra.Vísir/Stöð 2 Forræðið hjá staðarlögreglu Aðspurður hvað lögreglan á Íslandi geti gert ef Íslendingur er myrtur erlendis segir hann það misjafnt eftir löndum. „Í fyrsta lagi er það þannig að forræðið á rannsókn svona mála er alltaf hjá staðarlögreglu í viðkomandi landi en við höfum á undanförnum árum verið að byggja markvisst upp allt okkar erlenda samstarf og það markast svolítið af því í hvaða landi svona atburðarás hefur átt sér stað, hvaða leiðum við beitum til þess að fá þær upplýsingar sem hægt er og leyfilegt er eftir þeim reglum sem gilda í þeim löndum.“ „Það skiptir máli á hvaða stigi greina þeir lögreglu í öðrum löndum frá því hver framvindan er í rannsókn eða hvort einhverjir hafa verið handteknir eða slíkt. Við reynum bara að virkja þær samskiptaleiðir sem við teljum líklegastar og bestar til að geta þjónustað aðstandendur hér heima og eftir þeim reglum sem gilda á hverjum tíma.“ Hvernig er það, getur lögregla haft aðkomu í málum sem gerast í útlöndum? Getið þið óskað eftir því að fá að taka þátt í rannsókn máls? „Það er allur gangur á því. Oft og tíðum er verið að veita ákveðnar upplýsingar sem lögregluliðin þurfa við rannsóknina sína, það er oft liður í samskiptunum. Í ákveðnum tilvikum höfum við hreinlega óskað eftir því að eiga fund með löndunum til þess að fara yfir og fá upplýsingar um það hver staðan er og tryggja að þau séu með þær upplýsingar sem þau þurfa héðan frá okkur en við höfum ekkert leiðbeiningarvald eða neitt slíkt það er ekki í þessu, ekki nema um sé að ræða sameiginlega rannsókn sem auðvitað er möguleiki. Og við erum með alþjóðasamninga við Interpol og Europol þar sem við erum aðilar að mjög öflugu norrænu samstarfi og beitum því mjög mikið.“ Hafa verði í huga að dómskerfin í heiminum séu mjög mismunandi. „Varðandi framkvæmd og upplýsingaflæði, þannig það þarf að hafa í huga í hverju tilviki fyrir sig.“ Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglumál Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Í gær var rætt við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir, íslenskrar konu sem var 29 ára myrt í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Þær segja að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Málið telst óupplýst í dag og gengur morðingi Hrafnhildar enn laus. Þær vilja að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra horfði á viðtalið í gær og segir að í kjölfar þess hafi lögreglan ákveðið að óska eftir upplýsingum um málið. Möguleiki á samtali „Eftir að ég sá þessa umfjöllun þá fórum við að skoða hjá okkur og við erum að senda af stað frekari fyrirspurnir núna um þetta tiltekna mál. Við getum ekki alveg séð lyktir af því og erum að fara af stað með það. Það verður þó að segjast eins og er að það eru lönd í þessum heimshluta sem við höfum hingað til ekki verið í mjög miklum samskiptum við en þó er það er þannig að í gegnum Interpol samstarfið þá erum við að hitta fulltrúa frá þessum löndum á hverju einasta ári þannig það er alltaf möguleiki á ákveðnu samtali,“ sagði Karl Steinar. Óska eftir upplýsingum Þá hafi lögreglan ekki fengið þær upplýsingar sem hún óskaði eftir á sínum tíma. „Við erum að senda út fyrirspurnir því við erum ekki að sjá að við séum með þær upplýsingar sem við höfðum óskað eftir þannig við erum að fara yfir þetta tiltekna mál. Ég verð að viðurkenna að ég þekkti þetta mál ekki, þetta er áður en ég kem í þetta starf þannig ég þekki ekki til þessa tiltekna máls, þannig við erum að skoða það hvort það sé eitthvað sem við getum gert í því.“ Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra.Vísir/Stöð 2 Forræðið hjá staðarlögreglu Aðspurður hvað lögreglan á Íslandi geti gert ef Íslendingur er myrtur erlendis segir hann það misjafnt eftir löndum. „Í fyrsta lagi er það þannig að forræðið á rannsókn svona mála er alltaf hjá staðarlögreglu í viðkomandi landi en við höfum á undanförnum árum verið að byggja markvisst upp allt okkar erlenda samstarf og það markast svolítið af því í hvaða landi svona atburðarás hefur átt sér stað, hvaða leiðum við beitum til þess að fá þær upplýsingar sem hægt er og leyfilegt er eftir þeim reglum sem gilda í þeim löndum.“ „Það skiptir máli á hvaða stigi greina þeir lögreglu í öðrum löndum frá því hver framvindan er í rannsókn eða hvort einhverjir hafa verið handteknir eða slíkt. Við reynum bara að virkja þær samskiptaleiðir sem við teljum líklegastar og bestar til að geta þjónustað aðstandendur hér heima og eftir þeim reglum sem gilda á hverjum tíma.“ Hvernig er það, getur lögregla haft aðkomu í málum sem gerast í útlöndum? Getið þið óskað eftir því að fá að taka þátt í rannsókn máls? „Það er allur gangur á því. Oft og tíðum er verið að veita ákveðnar upplýsingar sem lögregluliðin þurfa við rannsóknina sína, það er oft liður í samskiptunum. Í ákveðnum tilvikum höfum við hreinlega óskað eftir því að eiga fund með löndunum til þess að fara yfir og fá upplýsingar um það hver staðan er og tryggja að þau séu með þær upplýsingar sem þau þurfa héðan frá okkur en við höfum ekkert leiðbeiningarvald eða neitt slíkt það er ekki í þessu, ekki nema um sé að ræða sameiginlega rannsókn sem auðvitað er möguleiki. Og við erum með alþjóðasamninga við Interpol og Europol þar sem við erum aðilar að mjög öflugu norrænu samstarfi og beitum því mjög mikið.“ Hafa verði í huga að dómskerfin í heiminum séu mjög mismunandi. „Varðandi framkvæmd og upplýsingaflæði, þannig það þarf að hafa í huga í hverju tilviki fyrir sig.“
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglumál Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30