Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2022 11:17 Þessi mynd er af sprengingunum á Saky-herflugvellinum á Krímskaga í síðustu viku. AP/UGC Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. Rússneski ríkismiðillinn RIA segir engan hafa sakað í sprengingunum. Þá hefur miðillinn eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússa að skemmdir hafi orðið á rafmagnslínum, orkuveri, íbúðarhúsum og lestarteinum Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið flutt af svæðinu. Myndbönd af sprengingunum hafa verið í dreifingu á netinu í morgun. And that's quite a big bang. There was obviously a significant amount of ammunition stored at this dump... pic.twitter.com/68MtdJs3Un— Jimmy (@JimmySecUK) August 16, 2022 Vika er síðan nokkrar sprengingar urðu á flugstöð rússneska hersins á Krímskaga. Rússneskir embættismenn hafa þvertekið fyrir að það hafi verið árás og segja sprengingarnar ekki hafa skemmt neitt og að engan hafi sakað. Sjá einnig: Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Eins og frægt er, þá réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu árið 2014. Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt rólega fram gegn Rússum í Kherson, eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði hernum að frelsa héraðið undan Rússum. Forsetinn hefur einnig sagt að Krímskagi verði sömuleiðis frelsaður. Úkraínumenn hafa verið að nota eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem kallast HIMARS, til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og brýr í Kherson til að gera Rússum erfiðarar um vik með að flytja birgðir og liðsauka á svæðið. Enn sem komið er hefur gagnárás Úkraínumanna í Kherson þó ekki náð miklum árangri. Það sama má segja um sóknir Rússa á Donbas-svæðinu. Þær hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum vikum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Rússneski ríkismiðillinn RIA segir engan hafa sakað í sprengingunum. Þá hefur miðillinn eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússa að skemmdir hafi orðið á rafmagnslínum, orkuveri, íbúðarhúsum og lestarteinum Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið flutt af svæðinu. Myndbönd af sprengingunum hafa verið í dreifingu á netinu í morgun. And that's quite a big bang. There was obviously a significant amount of ammunition stored at this dump... pic.twitter.com/68MtdJs3Un— Jimmy (@JimmySecUK) August 16, 2022 Vika er síðan nokkrar sprengingar urðu á flugstöð rússneska hersins á Krímskaga. Rússneskir embættismenn hafa þvertekið fyrir að það hafi verið árás og segja sprengingarnar ekki hafa skemmt neitt og að engan hafi sakað. Sjá einnig: Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Eins og frægt er, þá réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu árið 2014. Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt rólega fram gegn Rússum í Kherson, eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði hernum að frelsa héraðið undan Rússum. Forsetinn hefur einnig sagt að Krímskagi verði sömuleiðis frelsaður. Úkraínumenn hafa verið að nota eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem kallast HIMARS, til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og brýr í Kherson til að gera Rússum erfiðarar um vik með að flytja birgðir og liðsauka á svæðið. Enn sem komið er hefur gagnárás Úkraínumanna í Kherson þó ekki náð miklum árangri. Það sama má segja um sóknir Rússa á Donbas-svæðinu. Þær hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum vikum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50
Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19
Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25