Augnlæknir segir heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist skyldu sinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2022 06:29 Augnlæknir skoðar sjónhimnu sjúklings. Getty Nær 60 prósent augnlækna á Íslandi eru 60 ára eða eldri. Af þeim þrjátíu sem eru 60 ára eða eldri eru 16 komnir yfir sjötugt. Fólk getur þurft að bíða í tvö ár eftir tíu mínútna aðgerð. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Jóhannes Kára Kristinsson, augnlækni á augnlækjastöðinni Augljós, sem segir heilbrigðisyfirvöld og Sjúkratryggingar hafa brugðist skyldu sinni. Jóhannes Kári segir augnlækna hafa verið samningslausa í fjögur ár og nýir sérfræðingar átt erfitt með að komast á samning. „Augnlækningar eru fag sem byggist oft eingöngu á samningum við Sjúkratryggingar, því það eru ekki allir augnlæknar sem vinna á sjúkrahúsum. Nú hafa samningar verið lausir í fjögur ár, nýir sérfræðingar úr námi hafa átt erfitt með að komast á samning og án samnings eru þeir ekki samkeppnishæfir við aðra augnlækna. Þeir geta jafnvel séð hag sínum betur borgið að verða áfram erlendis eða flytja aftur út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi.“ Jóhannes Kári segir bið eftir augasteinsaðgerðum, sem séu oftast 10 mínútna aðgerðir, sé að verða tvö ár og tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til. Hann segir ástandið „bilað“. Þá fordæmir hann að ríkisrekstri og einkarekstri sé stillt upp sem andstæðum pólum. „Aðalmálið er að þjónustan sé góð og reksturinn sömuleiðis. Í öðru lagi þurfi að útrýma biðlistum og í þriðja lagi verði að vera almennilegt eftirlit með sérfræðingum. Við erum ekki hrædd við eftirlit og það er mikilvægt að gæði þjónustunnar séu tryggð.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Jóhannes Kára Kristinsson, augnlækni á augnlækjastöðinni Augljós, sem segir heilbrigðisyfirvöld og Sjúkratryggingar hafa brugðist skyldu sinni. Jóhannes Kári segir augnlækna hafa verið samningslausa í fjögur ár og nýir sérfræðingar átt erfitt með að komast á samning. „Augnlækningar eru fag sem byggist oft eingöngu á samningum við Sjúkratryggingar, því það eru ekki allir augnlæknar sem vinna á sjúkrahúsum. Nú hafa samningar verið lausir í fjögur ár, nýir sérfræðingar úr námi hafa átt erfitt með að komast á samning og án samnings eru þeir ekki samkeppnishæfir við aðra augnlækna. Þeir geta jafnvel séð hag sínum betur borgið að verða áfram erlendis eða flytja aftur út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi.“ Jóhannes Kári segir bið eftir augasteinsaðgerðum, sem séu oftast 10 mínútna aðgerðir, sé að verða tvö ár og tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til. Hann segir ástandið „bilað“. Þá fordæmir hann að ríkisrekstri og einkarekstri sé stillt upp sem andstæðum pólum. „Aðalmálið er að þjónustan sé góð og reksturinn sömuleiðis. Í öðru lagi þurfi að útrýma biðlistum og í þriðja lagi verði að vera almennilegt eftirlit með sérfræðingum. Við erum ekki hrædd við eftirlit og það er mikilvægt að gæði þjónustunnar séu tryggð.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira