„Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2022 23:16 Carragher segir afar slæmt fyrir Liverpool að vera strax komið svo langt á eftir Manchester City á stigatöflunni. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu. Carragher var að venju sérfræðingur í þættinum Monday Night Football, ásamt Gary Neville, í kringum leik Liverpool og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk 1-1 þar sem Kólumbíumaðurinn Luis Díaz bjargaði stigi með laglegu marki skömmu eftir að Darwin Núñez hafði verið vísað af velli. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í fyrsta leik og er því aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Aðspurður af þáttastjórnandanum David Jones um hversu dýrt þetta gæti reynst fyrir Liverpool sagði Carragher: „Gríðarlega. Þetta hefur verið hræðileg byrjun hjá Liverpool, sérstaklega hvað stig varðar, en einnig hvað frammistöðu varðar í fyrsta leiknum,“ „En mér fannst þeir spila frábærlega í kvöld, sérstaklega hvernig þeir spiluðu fyrir mark Palace og hvernig þeir brugðust við eftir að þeir urðu 10 gegn 11,“ sagði Carragher, en Liverpool hafði stýrt leiknum frá A til Ö fram að marki Palace sem kom úr fyrsta skoti gestanna í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik. "Draws are defeats now, we know the bar has been set so high by Manchester City" Jamie Carragher gives his thoughts on Liverpool's 1-1 draw with Crystal Palace pic.twitter.com/NyMHmnpvGQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2022 Carragher segir hins vegar að jafntefli sem þessi geri verið gríðarlega dýr. Sérstaklega í ljósi þess hve stórkostlegt lið Manchester City hefur verið í deildinni undanfarin ár. „En stigalega séð eru jafntefli sama og töp núna. Við vitum hversu hátt Manchester City hefur reist ránna hvað stigafjölda varðar, ásamt Liverpool síðustu ár, svo að gefa City fjögurra stiga forskot strax frá byrjun er strembið að eiga við,“ „Þetta er mjög slök byrjun á tímabilinu fyrir Liverpool hvaða stigasöfnun varðar,“ segir Carragher. Ummæli Carraghers má heyra í spilaranum að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Carragher var að venju sérfræðingur í þættinum Monday Night Football, ásamt Gary Neville, í kringum leik Liverpool og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk 1-1 þar sem Kólumbíumaðurinn Luis Díaz bjargaði stigi með laglegu marki skömmu eftir að Darwin Núñez hafði verið vísað af velli. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í fyrsta leik og er því aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Aðspurður af þáttastjórnandanum David Jones um hversu dýrt þetta gæti reynst fyrir Liverpool sagði Carragher: „Gríðarlega. Þetta hefur verið hræðileg byrjun hjá Liverpool, sérstaklega hvað stig varðar, en einnig hvað frammistöðu varðar í fyrsta leiknum,“ „En mér fannst þeir spila frábærlega í kvöld, sérstaklega hvernig þeir spiluðu fyrir mark Palace og hvernig þeir brugðust við eftir að þeir urðu 10 gegn 11,“ sagði Carragher, en Liverpool hafði stýrt leiknum frá A til Ö fram að marki Palace sem kom úr fyrsta skoti gestanna í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik. "Draws are defeats now, we know the bar has been set so high by Manchester City" Jamie Carragher gives his thoughts on Liverpool's 1-1 draw with Crystal Palace pic.twitter.com/NyMHmnpvGQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2022 Carragher segir hins vegar að jafntefli sem þessi geri verið gríðarlega dýr. Sérstaklega í ljósi þess hve stórkostlegt lið Manchester City hefur verið í deildinni undanfarin ár. „En stigalega séð eru jafntefli sama og töp núna. Við vitum hversu hátt Manchester City hefur reist ránna hvað stigafjölda varðar, ásamt Liverpool síðustu ár, svo að gefa City fjögurra stiga forskot strax frá byrjun er strembið að eiga við,“ „Þetta er mjög slök byrjun á tímabilinu fyrir Liverpool hvaða stigasöfnun varðar,“ segir Carragher. Ummæli Carraghers má heyra í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31