Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:54 Sendinefnd bandarísku öldungadeildarinnar á fundi með taívanska forsetanum í morgun. AP Photo/Johnson Lai Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. Sendinefndin kom til Taívan í gær en ekki hefur verið gefið út hvað verði rætt á fundi þeirra við forsetann í dag. Þetta er önnur heimsókn bandarískra embættismanna til Taívan á innan við mánuði en tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti eyjuna. Frá þeirri heimsókn hafa kínversk yfirvöld sýnt hernaðarmátt sinn með stöðugum æfingum og hefur kínverski herinn meðal annars skotið eldflaugum yfir eyjarnar, sem hafnað hafa í Taívanssundi. Kína hefur auk þess sent herskip og þotur til að vakta hafsvæðið við eyjuna, sem haldið hefur aftur af kínverska hernum eftir blóðuga borgarstyrjöld á fimmta áratugi síðustu aldar. Kína lítur á pólitísk samskipti bandarískra stjórnmálamanna og yfirvöld eyjunnar sem stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingar hennar frá yfirvöldum í Peking. Kína hefur í gegn um tíðina lýst yfir vilja til að taka eyjuna aftur á sitt vald með friðsælum hætti en heræfingar undanfarinna ára hafa vakið upp áhyggjur um að kínversk yfirvöld muni beita hernaðarmætti sínum til að ná henni aftur á sitt vald. Demókratinn Ed Markey frá Massachusetts leiðir fimm manna sendinefnd Bandaríkjanna en hún mun á næstu dögum funda bæði með yfirvöldum og aðilum í einkageiranum. Bandaríkin Taívan Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Sendinefndin kom til Taívan í gær en ekki hefur verið gefið út hvað verði rætt á fundi þeirra við forsetann í dag. Þetta er önnur heimsókn bandarískra embættismanna til Taívan á innan við mánuði en tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti eyjuna. Frá þeirri heimsókn hafa kínversk yfirvöld sýnt hernaðarmátt sinn með stöðugum æfingum og hefur kínverski herinn meðal annars skotið eldflaugum yfir eyjarnar, sem hafnað hafa í Taívanssundi. Kína hefur auk þess sent herskip og þotur til að vakta hafsvæðið við eyjuna, sem haldið hefur aftur af kínverska hernum eftir blóðuga borgarstyrjöld á fimmta áratugi síðustu aldar. Kína lítur á pólitísk samskipti bandarískra stjórnmálamanna og yfirvöld eyjunnar sem stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingar hennar frá yfirvöldum í Peking. Kína hefur í gegn um tíðina lýst yfir vilja til að taka eyjuna aftur á sitt vald með friðsælum hætti en heræfingar undanfarinna ára hafa vakið upp áhyggjur um að kínversk yfirvöld muni beita hernaðarmætti sínum til að ná henni aftur á sitt vald. Demókratinn Ed Markey frá Massachusetts leiðir fimm manna sendinefnd Bandaríkjanna en hún mun á næstu dögum funda bæði með yfirvöldum og aðilum í einkageiranum.
Bandaríkin Taívan Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58
Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13
Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15