Erlent

Maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI skotinn til bana eftir eftirför lögreglu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Rick Shaffer var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum á sveitavegi í Ohio eftir klukkutíma langa eftirför.
Rick Shaffer var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum á sveitavegi í Ohio eftir klukkutíma langa eftirför. AP/Nick Graham

Brynklæddur og vopnaður maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI fyrr í dag og flúði af vettvangi var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum eftir klukktíma langa eftirför um sveitavegi Ohio-ríkis.

Búið er að bera kennsl á manninn sem hinn 42 ára gamli Ricky Shiffer en að sögn lögreglu reyndi hann að brjóta sér leið í gegnum skimunarsvæði fyrir gesti við skrifstofu FBI klukkan 9:15 að staðartíma í morgun. Þegar fulltrúar alríkislögreglunnar höfðu afskipti af Shiffer í kjölfarið hafi hann flúið af vettvangi.

Frá skrifstofunni hafi hann flúið akandi yfir á milliríkjahraðbraut 71 þar sem ríkislögreglumaður kom auga á Shiffer og elti hann. Shiffer hafi þá skotið að bíl lögreglumannsins áður en hann beygði af hraðbrautinni inn á sveitaveg. 

Þar hafi Shiffer skilið við bíl sinn og lent í skotbardaga við lögregluna sem endaði með því að hann var skotinn til bana. Að sögn Nathan Dennis, upplýsingafulltrúa vegaeftirlits Ohio, hafi enginn annar slasast í eftirför.

Lögreglan telur að Shiffer hafi verið í Washington dagana fyrir árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þá hafi hann mögulega líka verið viðstaddur árásina þó hann hafi ekki verið ákærður í tengslum við hana. Þá er lögreglan nú að rannsaka hvort Shiffer hafi mögulega tengst öfgahægrihópum á borð við The Proud Boys.

Loka þurfti sveitavegum í Clinton-sýslu í Ohio í marga klukkutíma vegna eftirför lögreglu og Ricky Shiffer.AP/Nick Graham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×