Færast nær fyrsta geimskoti Starship Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2022 16:33 Booster 7 og Ship 24 á tilraunapöllum í Texas á þriðjudaginn. SpaceX Starfsmenn geimferðafyrirtækisins SpaceX náðu nýjum áfanga í Texas í vikunni þegar tilraunir voru gerðar með Starship-geimfarið. Kveikt var á hreyflum fyrra og seinna stigs Starship en þetta var í fyrsta sinn sem tilraunir eru gerðar með fyrra stigið, sem kallast Super Heavy. Fyrra stig Starship á að vera búið 33 Raptor eldflaugarhreyflum en í þessari tilraun var einungis kveikt á einnig. Síðar á þriðjudaginn var kveikt á tveimur hreyflum á seinna stiginu. Þetta var sömuleiðis í fyrsta sinn sem SpaceX kveikir á nýjustu kynslóð Raptor-eldflaugarhreyflanna með þá fasta á eldflaug. Starship B7 static fire pic.twitter.com/taBpsd9LSV— Elon Musk (@elonmusk) August 11, 2022 Í frétt Ars Techinca segir að markmiðið með tilraununum hafi verið að kanna eldsneytisleiðslur hreyflanna og að um nokkuð stórt skref sé að ræða. Mögulega gætu þetta verið þeir hlutar geimfarsins og eldflaugarinnar sem verða notaðir í fyrsta geimskotinu seinna á árinu. Static fire test of two Raptor engines on Starship 24 pic.twitter.com/NNpViztphI— SpaceX (@SpaceX) August 10, 2022 Starfsmenn SpaceX kalla fyrra stigið Booster 7 og seinna stigið Ship 24. Það er til marks um að fyrra stigið er sjöunda frumgerð fyrirtækisins og seinna stigið frumgerð 24. Margar frumgerðir Starship hafa sprungið í loft upp í Texas, þar sem SpaceX vinnur að þróun Starship. SpaceX hefur þó ekki enn skotið Super Heavy eldflaug á loft. Eins og áður segir, stendur það til seinna á þessu ári. Sjá einnig: Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur samið við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu með Starship-geimfari. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Næstu skref hjá starfsmönnum SpaceX er að prufukeyra fleiri hreyfla í einu og að endingu alla 33 á Super Heavy. Ekki verður hægt að skjóta Starship út í geim fyrr en það hefur verið gert. SpaceX Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Bandaríkin Tengdar fréttir Styttist í fyrstu tunglferðina Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. 9. ágúst 2022 13:11 Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. 9. febrúar 2022 22:10 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Fyrra stig Starship á að vera búið 33 Raptor eldflaugarhreyflum en í þessari tilraun var einungis kveikt á einnig. Síðar á þriðjudaginn var kveikt á tveimur hreyflum á seinna stiginu. Þetta var sömuleiðis í fyrsta sinn sem SpaceX kveikir á nýjustu kynslóð Raptor-eldflaugarhreyflanna með þá fasta á eldflaug. Starship B7 static fire pic.twitter.com/taBpsd9LSV— Elon Musk (@elonmusk) August 11, 2022 Í frétt Ars Techinca segir að markmiðið með tilraununum hafi verið að kanna eldsneytisleiðslur hreyflanna og að um nokkuð stórt skref sé að ræða. Mögulega gætu þetta verið þeir hlutar geimfarsins og eldflaugarinnar sem verða notaðir í fyrsta geimskotinu seinna á árinu. Static fire test of two Raptor engines on Starship 24 pic.twitter.com/NNpViztphI— SpaceX (@SpaceX) August 10, 2022 Starfsmenn SpaceX kalla fyrra stigið Booster 7 og seinna stigið Ship 24. Það er til marks um að fyrra stigið er sjöunda frumgerð fyrirtækisins og seinna stigið frumgerð 24. Margar frumgerðir Starship hafa sprungið í loft upp í Texas, þar sem SpaceX vinnur að þróun Starship. SpaceX hefur þó ekki enn skotið Super Heavy eldflaug á loft. Eins og áður segir, stendur það til seinna á þessu ári. Sjá einnig: Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur samið við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu með Starship-geimfari. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Næstu skref hjá starfsmönnum SpaceX er að prufukeyra fleiri hreyfla í einu og að endingu alla 33 á Super Heavy. Ekki verður hægt að skjóta Starship út í geim fyrr en það hefur verið gert.
SpaceX Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Bandaríkin Tengdar fréttir Styttist í fyrstu tunglferðina Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. 9. ágúst 2022 13:11 Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. 9. febrúar 2022 22:10 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Styttist í fyrstu tunglferðina Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. 9. ágúst 2022 13:11
Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. 9. febrúar 2022 22:10
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53