Meirihlutinn lost in space Gunnar Smári Egilsson skrifar 11. ágúst 2022 13:18 Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni? Viðtal RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun minnir á þann mann. Það er eitthvað stórkostlegt að þessum meirihluta. Hann er algjörlega klipptur frá þeirri þjónustu sem borgin á að veita borgurunum. Það er meginhlutverk borgarinnar. Dagur talar um að þau hafi breytt áætlunum fyrir tveimur árum, muni fá upplýsingar eftir viku, að fyrir fjórum árum hafi hann sagt sex ár og alls konar eins og hann sé lost in space. Foreldrarnir lifa hins vegar í deginum í dag, hér og nú. Barnafjölskyldur geta ekki lifað í áætlunum, markmiðum, endurskoðun Dags & co. Þegar ég var ritstjóri á áskriftarblaði í gamla daga var símtölum vísað til mín þegar fólk vildi segja upp áskrift. Sama átti við um kvartanir vegna þjónustu, ekki bara vegna efni blaðsins. Þetta var ágætt regla, jarðsamband er stjórnendum lífsnauðsynlegt. Þeir verða að fá kvartanir þeirra sem njóta þjónustunnar til geta metið tillögur og plön sem búin eru til á skrifstofunni. Stjórnandi er fulltrúi notenda gagnvart starfsfólkinu, ekki yfirstrumpur skrifstofunnar. Kannski ætti ég að bjóða Degi B. upp á stjórnunarnámskeið. En grínlaust. Borgin er að hrynja vegna blindu stjórnenda gagnvart þjónustuskyldum þessa fyrirtækis. Strætófarþegar eru óánægðir með leiðakerfið. Ökumenn botna ekki í því hvers vegna götum er lokað vegna framkvæmda mánuðum, jafnvel árum saman. Sorp var hirt vikulega um aldamótin en núna standast ekki einu sinni áætlanir um að hirða það á þriggja vikna fresti. Borgin er skítug, það er aldrei svo að maður horfi yfir götur og torg og dáist af snyrtimennskunni eins og gerist iðulega í öðrum borgum. Eldra fólk á rétt á heimilisaðstoð en fær hana gloppótt, ef starfsmaður forfallast fellur þjónustan niður þá vikuna, stundum vikum saman. Börn fá ekki leikskólapláss. Fátækt fólk fær ekki húsnæði. Ég gæti haldið áfram endalaust, geri það kannski seinna. Ég er kominn niður á þá skoðun að þetta sé kúltúrískur vandi; að meirihlutinn sé einskonar cult sem telur sig svífa yfir borgarlandinu. Öll svör einkennast af því að þau viti í raun betur, að við séum fífl en þau með allt á hreinu. Borgari: Okkur vantar pláss fyrir barnið okkar. Meirihlutinn: Já, við leystum einmitt þennan vanda fyrir fjórum árum. Borgari: En barnið er samt ekki á leikskóla. Meirihlutinn: Áætlanir okkar sýna að við höfum aldrei staðið okkur betur, þetta er einmitt það sem við leggjum mesta áherslu á. Þetta er orðinn einhver farsi. Passið ykkur í kjörklefanum. Kjósið eftir hagsmunum ykkar og reynslu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni? Viðtal RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun minnir á þann mann. Það er eitthvað stórkostlegt að þessum meirihluta. Hann er algjörlega klipptur frá þeirri þjónustu sem borgin á að veita borgurunum. Það er meginhlutverk borgarinnar. Dagur talar um að þau hafi breytt áætlunum fyrir tveimur árum, muni fá upplýsingar eftir viku, að fyrir fjórum árum hafi hann sagt sex ár og alls konar eins og hann sé lost in space. Foreldrarnir lifa hins vegar í deginum í dag, hér og nú. Barnafjölskyldur geta ekki lifað í áætlunum, markmiðum, endurskoðun Dags & co. Þegar ég var ritstjóri á áskriftarblaði í gamla daga var símtölum vísað til mín þegar fólk vildi segja upp áskrift. Sama átti við um kvartanir vegna þjónustu, ekki bara vegna efni blaðsins. Þetta var ágætt regla, jarðsamband er stjórnendum lífsnauðsynlegt. Þeir verða að fá kvartanir þeirra sem njóta þjónustunnar til geta metið tillögur og plön sem búin eru til á skrifstofunni. Stjórnandi er fulltrúi notenda gagnvart starfsfólkinu, ekki yfirstrumpur skrifstofunnar. Kannski ætti ég að bjóða Degi B. upp á stjórnunarnámskeið. En grínlaust. Borgin er að hrynja vegna blindu stjórnenda gagnvart þjónustuskyldum þessa fyrirtækis. Strætófarþegar eru óánægðir með leiðakerfið. Ökumenn botna ekki í því hvers vegna götum er lokað vegna framkvæmda mánuðum, jafnvel árum saman. Sorp var hirt vikulega um aldamótin en núna standast ekki einu sinni áætlanir um að hirða það á þriggja vikna fresti. Borgin er skítug, það er aldrei svo að maður horfi yfir götur og torg og dáist af snyrtimennskunni eins og gerist iðulega í öðrum borgum. Eldra fólk á rétt á heimilisaðstoð en fær hana gloppótt, ef starfsmaður forfallast fellur þjónustan niður þá vikuna, stundum vikum saman. Börn fá ekki leikskólapláss. Fátækt fólk fær ekki húsnæði. Ég gæti haldið áfram endalaust, geri það kannski seinna. Ég er kominn niður á þá skoðun að þetta sé kúltúrískur vandi; að meirihlutinn sé einskonar cult sem telur sig svífa yfir borgarlandinu. Öll svör einkennast af því að þau viti í raun betur, að við séum fífl en þau með allt á hreinu. Borgari: Okkur vantar pláss fyrir barnið okkar. Meirihlutinn: Já, við leystum einmitt þennan vanda fyrir fjórum árum. Borgari: En barnið er samt ekki á leikskóla. Meirihlutinn: Áætlanir okkar sýna að við höfum aldrei staðið okkur betur, þetta er einmitt það sem við leggjum mesta áherslu á. Þetta er orðinn einhver farsi. Passið ykkur í kjörklefanum. Kjósið eftir hagsmunum ykkar og reynslu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun