Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Jakob Bjarnar skrifar 10. ágúst 2022 09:33 Þessir heldri kylfingar voru að iðka sér til heilsubótar hina virðulegu og ágætu íþrótt golf þegar ljósmyndari Vísis átti leið um Korpu fyrir nokkru. Því tengist þessi mynd ekki meðfylgjandi frásögn með beinum hætti. Þeir voru í góðu andlegu jafnvægi en ef fólk heldur að það detti hvorki né drjúpi af kylfingum þá er það röng ályktun að draga. vísir/vilhelm Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. Samkvæmt kærunni, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má í heild sinni neðar í meðfylgjandi skjölum, er Margeir sakaður um óíþróttamannslega og ámælisverða framkomu með því að hafa meðal annars: „sniðgengið golfreglur, vísvitandi staðfest rangt skor, ákveðið sameiginlega með tveimur öðrum keppendum að virða úrskurð dómara að vettugi, þræta við dómara mótsins um úrskurð hans, hvatt meðspilara þína til þess að hunsa úrskurð dómara og í kjölfar niðurstöðu mótsstjórnar birt opna færslu á facebooksíðu þinni, þar sem verulega er vegið að fulltrúum mótsstjórnar, þeir bæði nafngreindir og sakaðir um lygar.“ Uppnám innan golfhreyfingarinnar Umræddur dómari er Tryggvi Jóhannesson en hann átti jafnframt sæti í mótstjórn. Auk Margeirs, sem er golfkennari og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, eru þeir Kristján Ólafur Jóhannesson og Helgi Svanberg Ingason kærðir til aganefndarinnar sem hefur ákveðið að taka málið til meðferðar. Verulegt uppnám hefur verið vegna þessa máls innan golfhreyfingarinnar að undanförnu og það rætt víða á samfélagsmiðlum, í klúbbhúsum og á golfvöllum landsins. Kylfingarnir Helgi Svanberg og Kristján Ólafur á teig á Íslandsmóti eldri kylfinga sem fram fór á Akureyri fyrr í sumar. Þeir hafa nú verið kærðir til aganefndar GSÍ en þeim er meðal annars gefið að sök að hafa þrætt við golfdómara um úrskurð hans.GSÍ Aðdragandinn er sá að þeir Margeir, Kristján Ólafur og Helgi Svanberg voru saman í ráshópi á Íslandsmótinu. Samkvæmt staðareglum, sem miða meðal annars að því að halda uppi leikhraða, er keppendum meinað, eftir að þeir hafa lokið við hverja holu um sig að taka aukalega æfingapútt á flötinni. Margeir heldur því fram að þetta stangist á við almennar keppnisreglur og að þessar staðareglur hafi ekki verið kynntar kylfingum með fullnægjandi hætti. Í kærunni, sem er æsispennandi aflestrar, segir af aðdragandanum, að dómarinn Tryggvi hafi verið við störf á vellinum, þá staddur á göngustíg sem liggur milli 15. og 17. holu á Jaðarsvellinum þar sem hann hafði útsýni yfir nokkrar holur. Afdráttarlaus og afdrifaríkur pistill Margeirs Í kæru segir að Tryggvi hafi verið þar staddur ásamt Arnari Geirssyni, sem einnig átti sæti í mótsstjórn. Voru þeir á þessu svæði vallarins vegna tímamælinga og eftirfylgni með leikhraða en í kærunni segir að leikhraði hafi verið hægur, eða 20 til 30 mínútur yfir hámarks leiktíma. „Var dómarinn ásamt Arnari að horfa niður á 17. flöt þar sem ráshópur nr. 16 var að ljúka leik til að geta merkt við leiktíma í leikhraðayfirliti í Golfbox. Í ráshópnum léku saman allir kærðu. Kærði Margeir lauk leik fyrstur á 17. flöt. Þegar kærðu Kristján og Helgi höfðu báðir púttað boltum sínum í holu, lögðu þeir bolta sína aftur á flötina og púttuðu aftur, eftir að leik var lokið á holunni. Samkvæmt staðarreglum sem í gildi voru í mótinu var slíkt óheimilt.“ Margeir Vilhjálmsson búinn að pútta og gengur af flötinni. Helgi Svanberg hins vegar ákvað að taka eitt æfingapútt eftir að hafa klárað holuna, og það hefði hann ekki átt að gera.GSÍ Er þetta upphaf dramatískra atburða sem Margeir, fyrir sína parta hef lýst í áðurnefndum pistli á Facebook-síðu sinni. Pistillinn er afdráttarlaus og hefur vakið deilur innan golfhreyfingarinnar. Þar segist Margeir hafa víða komið við í golfi á 38 árum en aldrei kynnst öðrum eins fáránleika og þessu máli. Pistlinum lýkur Margeir á því að merkja Huldu Bjarnadóttur forseta GSÍ og segja: „Þessi ósómi er á þinni vakt!“ Pistill þessi átti eftir að draga dilk á eftir sér. Því haldið fram að fjöldi kylfinga hafi tekið æfingapútt Í kærunni er aðdraganda og eftirmálum lýst ítarlega, að Tryggvi dómari hafi gefið sig á tal við þá Kristján og Helga sem viðurkenndu að hafa tekið æfingapútt á flötinni og tilkynnt þeim að þeir fengju dæmt á sig tveggja högga víti, hvor um sig. Þeir brugðust illa við þessu og Margeir blandaði sér í leikinn og spurði: „Ætlið þið virkilega að vera að eltast við þetta núna?“ Og: „Þið eruð alveg úti á túni með þetta.“ Þegar Kristján Og Helgi skiluðu inn skorkortum sínum án tillits til víta dómara, með undirskrift Margeirs sem þar gerist meðsekur sem ritari annar þeirra. Allir fengu þeir frávísun úr mótinu þegar upp komst en þeir höfðu þá bent á að þeir væru fráleitt þeir einu sem þetta gerðu. Og það kom svo síðar á daginn eins og sjá má í frétt sem birtist á Kylfingur.is. Þar sem greint er frá því að Björgvin Sigurbergsson, fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi, hafi greint mótstjórn frá því að hann hafi, samkvæmt þessu, ekki skrifað undir rétt skor hjá meðspilara á öðrum keppnishring. Hann yrði því einnig að sæta frávísun. „Mig grunar að keppendur hafi púttað á flöt eftir að hafa lokið leik á holu einfaldlega út af því að þeir vissu ekki betur, ekki að þeir hafi viljandi verið að svindla,“ segir Björgvin í samtali við Kylfing. Sýndi dómara fingurinn En málinu er fráleitt lokið þar. Dómara og mótsstjórn sárnuðu mótbárur Margeirs og hafa þremenningarnir nú verið kærðir sérstaklega til aganefndar GSÍ. Í kærunni má lesa um meintan dólgshátt kylfinganna í garð dómara og mótsstjórnar, en golfíþróttin hefur ætíð verið kynnt sem svo að þar sé heiðurs- og prúðmennska í öndvegi. Enda byggir íþróttin eðli máls samkvæmt öðrum þræði á heiðarleika. En samkvæmt kærunni var heitt í kolum og fór ekki mikið fyrir prúðmennskunni: Tryggvi dómari og Arnar í mótstjórn fylgjast með gangi mála. Þeir áttu eftir að lenda í stælum við þrjá keppendur og sér ekki fyrir enda á því máli.GSÍ „Að þessu búnu fóru dómari og Arnar aftur út á völl í hefðbundið eftirlit með leikhraða. Þegar þeir óku saman göngustíg fram hjá 18. teig þá sáu þeir kærða Helga sitja þar á bekk. Þegar þeir óku fram hjá kærða Helga, þá sýndi hann þeim löngutöng,“ segir meðal annars í kærunni. Rakin eru í löngu máli samskipti við þremenningana og einkum Margeir sem meðal annars segir í tölvupósti til mótstjórnar að hann hyggist senda málatilbúnaðinn og svör mótsstjórnar til stjórnar R&A í St. Andrews í Skotalandi, sem er einskonar æðstaráð á veraldarvísu hvað varðar reglur sem gilda í golfi og óskaði eftir nöfnum og netföngum þeirra sem í mótstjórn sitja. Segir málið allt einskæran fíflaskap Vísir óskaði eftir viðbrögðum Margeirs við þessum kærumálum en hann gefur lítið fyrir þau. „Þetta er fyndið og um leið sorglegt. Skrifstofu GSÍ hefur borist kæra, sem er skrifuð á skrifstofu GSÍ af starfsmanni GSÍ. Aganefnd GSÍ hefur alltaf dæmt kærendum í hag (oftast mótanefndum GSÍ) og virt andmæli kærðra að vettugi, enda er kærandinn líka dómarinn,“ segir Margeir. Hulda Bjarnadóttir er til þess að gera nýtekin við sem forseti GSÍ og ljóst að þar eru menn ekki eins spakir og hefði mátt ætla í fljótu bragði. Margeir Vilhjálmsson segir að sá ósómi sem hann metur að kæran sé og þeir atburðir sem hún tekur til sé á hennar vakt.vísir/vilhelm Hann segir jafnframt að umræddir dómar séu ýmist áminning eða leikbann í 12 mánuði. „Þannig að ég veit ekki hvort ég nenni að taka þátt í þessum fíflaskap. Þetta mál í grunninn liggur alveg ljóst fyrir. Það er ekki séns í veröldinni að Björgvin Sigurbergsson „gleymi“ í sólarhring að tilkynna um reglubrot á golfvelli. Mótsnefndin í Íslandsmótinu á Akureyri var með allt í skrúfunni. Það er löngu ljóst. Menn nenna bara ekki að taka þennan slag, frekar en menn nenntu að taka slaginn um hvort golfvöllurinn í Vestmannaeyjum var óleikhæfur síðasta sunnudag eða ekki,“ segir Margeir sem nú bíður þess sem verða vill. Tengd skjöl Kæra_MargeirPDF13.1MBSækja skjal Golf Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Samkvæmt kærunni, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má í heild sinni neðar í meðfylgjandi skjölum, er Margeir sakaður um óíþróttamannslega og ámælisverða framkomu með því að hafa meðal annars: „sniðgengið golfreglur, vísvitandi staðfest rangt skor, ákveðið sameiginlega með tveimur öðrum keppendum að virða úrskurð dómara að vettugi, þræta við dómara mótsins um úrskurð hans, hvatt meðspilara þína til þess að hunsa úrskurð dómara og í kjölfar niðurstöðu mótsstjórnar birt opna færslu á facebooksíðu þinni, þar sem verulega er vegið að fulltrúum mótsstjórnar, þeir bæði nafngreindir og sakaðir um lygar.“ Uppnám innan golfhreyfingarinnar Umræddur dómari er Tryggvi Jóhannesson en hann átti jafnframt sæti í mótstjórn. Auk Margeirs, sem er golfkennari og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, eru þeir Kristján Ólafur Jóhannesson og Helgi Svanberg Ingason kærðir til aganefndarinnar sem hefur ákveðið að taka málið til meðferðar. Verulegt uppnám hefur verið vegna þessa máls innan golfhreyfingarinnar að undanförnu og það rætt víða á samfélagsmiðlum, í klúbbhúsum og á golfvöllum landsins. Kylfingarnir Helgi Svanberg og Kristján Ólafur á teig á Íslandsmóti eldri kylfinga sem fram fór á Akureyri fyrr í sumar. Þeir hafa nú verið kærðir til aganefndar GSÍ en þeim er meðal annars gefið að sök að hafa þrætt við golfdómara um úrskurð hans.GSÍ Aðdragandinn er sá að þeir Margeir, Kristján Ólafur og Helgi Svanberg voru saman í ráshópi á Íslandsmótinu. Samkvæmt staðareglum, sem miða meðal annars að því að halda uppi leikhraða, er keppendum meinað, eftir að þeir hafa lokið við hverja holu um sig að taka aukalega æfingapútt á flötinni. Margeir heldur því fram að þetta stangist á við almennar keppnisreglur og að þessar staðareglur hafi ekki verið kynntar kylfingum með fullnægjandi hætti. Í kærunni, sem er æsispennandi aflestrar, segir af aðdragandanum, að dómarinn Tryggvi hafi verið við störf á vellinum, þá staddur á göngustíg sem liggur milli 15. og 17. holu á Jaðarsvellinum þar sem hann hafði útsýni yfir nokkrar holur. Afdráttarlaus og afdrifaríkur pistill Margeirs Í kæru segir að Tryggvi hafi verið þar staddur ásamt Arnari Geirssyni, sem einnig átti sæti í mótsstjórn. Voru þeir á þessu svæði vallarins vegna tímamælinga og eftirfylgni með leikhraða en í kærunni segir að leikhraði hafi verið hægur, eða 20 til 30 mínútur yfir hámarks leiktíma. „Var dómarinn ásamt Arnari að horfa niður á 17. flöt þar sem ráshópur nr. 16 var að ljúka leik til að geta merkt við leiktíma í leikhraðayfirliti í Golfbox. Í ráshópnum léku saman allir kærðu. Kærði Margeir lauk leik fyrstur á 17. flöt. Þegar kærðu Kristján og Helgi höfðu báðir púttað boltum sínum í holu, lögðu þeir bolta sína aftur á flötina og púttuðu aftur, eftir að leik var lokið á holunni. Samkvæmt staðarreglum sem í gildi voru í mótinu var slíkt óheimilt.“ Margeir Vilhjálmsson búinn að pútta og gengur af flötinni. Helgi Svanberg hins vegar ákvað að taka eitt æfingapútt eftir að hafa klárað holuna, og það hefði hann ekki átt að gera.GSÍ Er þetta upphaf dramatískra atburða sem Margeir, fyrir sína parta hef lýst í áðurnefndum pistli á Facebook-síðu sinni. Pistillinn er afdráttarlaus og hefur vakið deilur innan golfhreyfingarinnar. Þar segist Margeir hafa víða komið við í golfi á 38 árum en aldrei kynnst öðrum eins fáránleika og þessu máli. Pistlinum lýkur Margeir á því að merkja Huldu Bjarnadóttur forseta GSÍ og segja: „Þessi ósómi er á þinni vakt!“ Pistill þessi átti eftir að draga dilk á eftir sér. Því haldið fram að fjöldi kylfinga hafi tekið æfingapútt Í kærunni er aðdraganda og eftirmálum lýst ítarlega, að Tryggvi dómari hafi gefið sig á tal við þá Kristján og Helga sem viðurkenndu að hafa tekið æfingapútt á flötinni og tilkynnt þeim að þeir fengju dæmt á sig tveggja högga víti, hvor um sig. Þeir brugðust illa við þessu og Margeir blandaði sér í leikinn og spurði: „Ætlið þið virkilega að vera að eltast við þetta núna?“ Og: „Þið eruð alveg úti á túni með þetta.“ Þegar Kristján Og Helgi skiluðu inn skorkortum sínum án tillits til víta dómara, með undirskrift Margeirs sem þar gerist meðsekur sem ritari annar þeirra. Allir fengu þeir frávísun úr mótinu þegar upp komst en þeir höfðu þá bent á að þeir væru fráleitt þeir einu sem þetta gerðu. Og það kom svo síðar á daginn eins og sjá má í frétt sem birtist á Kylfingur.is. Þar sem greint er frá því að Björgvin Sigurbergsson, fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi, hafi greint mótstjórn frá því að hann hafi, samkvæmt þessu, ekki skrifað undir rétt skor hjá meðspilara á öðrum keppnishring. Hann yrði því einnig að sæta frávísun. „Mig grunar að keppendur hafi púttað á flöt eftir að hafa lokið leik á holu einfaldlega út af því að þeir vissu ekki betur, ekki að þeir hafi viljandi verið að svindla,“ segir Björgvin í samtali við Kylfing. Sýndi dómara fingurinn En málinu er fráleitt lokið þar. Dómara og mótsstjórn sárnuðu mótbárur Margeirs og hafa þremenningarnir nú verið kærðir sérstaklega til aganefndar GSÍ. Í kærunni má lesa um meintan dólgshátt kylfinganna í garð dómara og mótsstjórnar, en golfíþróttin hefur ætíð verið kynnt sem svo að þar sé heiðurs- og prúðmennska í öndvegi. Enda byggir íþróttin eðli máls samkvæmt öðrum þræði á heiðarleika. En samkvæmt kærunni var heitt í kolum og fór ekki mikið fyrir prúðmennskunni: Tryggvi dómari og Arnar í mótstjórn fylgjast með gangi mála. Þeir áttu eftir að lenda í stælum við þrjá keppendur og sér ekki fyrir enda á því máli.GSÍ „Að þessu búnu fóru dómari og Arnar aftur út á völl í hefðbundið eftirlit með leikhraða. Þegar þeir óku saman göngustíg fram hjá 18. teig þá sáu þeir kærða Helga sitja þar á bekk. Þegar þeir óku fram hjá kærða Helga, þá sýndi hann þeim löngutöng,“ segir meðal annars í kærunni. Rakin eru í löngu máli samskipti við þremenningana og einkum Margeir sem meðal annars segir í tölvupósti til mótstjórnar að hann hyggist senda málatilbúnaðinn og svör mótsstjórnar til stjórnar R&A í St. Andrews í Skotalandi, sem er einskonar æðstaráð á veraldarvísu hvað varðar reglur sem gilda í golfi og óskaði eftir nöfnum og netföngum þeirra sem í mótstjórn sitja. Segir málið allt einskæran fíflaskap Vísir óskaði eftir viðbrögðum Margeirs við þessum kærumálum en hann gefur lítið fyrir þau. „Þetta er fyndið og um leið sorglegt. Skrifstofu GSÍ hefur borist kæra, sem er skrifuð á skrifstofu GSÍ af starfsmanni GSÍ. Aganefnd GSÍ hefur alltaf dæmt kærendum í hag (oftast mótanefndum GSÍ) og virt andmæli kærðra að vettugi, enda er kærandinn líka dómarinn,“ segir Margeir. Hulda Bjarnadóttir er til þess að gera nýtekin við sem forseti GSÍ og ljóst að þar eru menn ekki eins spakir og hefði mátt ætla í fljótu bragði. Margeir Vilhjálmsson segir að sá ósómi sem hann metur að kæran sé og þeir atburðir sem hún tekur til sé á hennar vakt.vísir/vilhelm Hann segir jafnframt að umræddir dómar séu ýmist áminning eða leikbann í 12 mánuði. „Þannig að ég veit ekki hvort ég nenni að taka þátt í þessum fíflaskap. Þetta mál í grunninn liggur alveg ljóst fyrir. Það er ekki séns í veröldinni að Björgvin Sigurbergsson „gleymi“ í sólarhring að tilkynna um reglubrot á golfvelli. Mótsnefndin í Íslandsmótinu á Akureyri var með allt í skrúfunni. Það er löngu ljóst. Menn nenna bara ekki að taka þennan slag, frekar en menn nenntu að taka slaginn um hvort golfvöllurinn í Vestmannaeyjum var óleikhæfur síðasta sunnudag eða ekki,“ segir Margeir sem nú bíður þess sem verða vill. Tengd skjöl Kæra_MargeirPDF13.1MBSækja skjal
Golf Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira