Innlent

Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Vaskir björgunarsveitarmenn frá Þorbirni lögðu stikur í gærkvöldi.
Vaskir björgunarsveitarmenn frá Þorbirni lögðu stikur í gærkvöldi. þorbjörn

Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Meradölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu.

„Í kvöld gengu félagar sveitarinnar alla gönguleiðina að eldgosinu á Fagradalsfjalli, fram og til baka, í svarta þoku og snarvitlausu veðri. Verkefnið var að fjölga stikum á gönguleiðinni og setja á þær litað endurskin til þess að draga enn frekar úr því að fólk villist á fjallinu,“ segir í tilkynningu frá Þorbirni seint í gærkvöld.

Verkefnið tók rúmar sex klukkustundir og náðist að klára það núna seint í kvöld.

Björgunarsveitin biðlar til fólks að fylgjast vel með vel með tilkynningum frá Lögreglu, fara að fyrirmælum viðbragðsaðila og fara alls ekki á fjallið nema vel búin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×