„Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. ágúst 2022 21:38 Í dag tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að börnum yngri en tólf ára yrði meinaður aðgangur að gosinu. Vísir/Vilhelm Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. Börnum betur treystandi Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var þó nokkuð rólegt yfir ákvörðun lögreglustjóra. Hvað finnst þér um að lögregla hafi bannað börnum tólf ára og yngri að fara upp að eldgosinu? „Verður maður ekki bara pínulítið að treysta á að lögreglan viti hvað hún er að gera. Ég held að ég myndi líta bara svolítið þannig á það,“ segir Sigurbjörg Sæunn. „Ég held að það meiki sense. Ég myndi ekki treysta þessum gæja nálægt þessu. Ég myndi halda á honum allan tímann og ég nenni því ekki ef ég er að fara upp að eldgos,“ segir Benjamín sem var með syni sínum Degi þegar fréttastofa ræddi við hann. Mismunun eðli máls samkvæmt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er einn þeirra sem efast um lögmæti ákvörðunar lögreglunnar. „Það er kannski rétt að taka fyrst fram að almannavarnarlög eru alveg skýr með að það er almenn heimild til að loka svæðum ef það er það sem þarf til að tryggja öryggi fólks. Og sjálfsagt að lögreglan geri það ef til dæmis veðuraðstæður þarna upp frá kalla á það. En málin fara að vandast þegar þú ferð að skilyrða lokunina við einhverja hópa. Það er bara eðli máls samkvæmt mismunun,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að mismunun þarf að byggja á skýrri lagaheimild og málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir henni. Hann telur að lögreglan sé að túlka lögin rýmra en lagatextinn býður upp á. „Þá væri nú forvitnilegt að sjá hvaða hættumat og hvaða sérfræðingar hafa verið notuð til að taka þessa ákvörðun. Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun og miðað við tólf ár bara af því bara,“ segir Andrés. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. Börnum betur treystandi Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var þó nokkuð rólegt yfir ákvörðun lögreglustjóra. Hvað finnst þér um að lögregla hafi bannað börnum tólf ára og yngri að fara upp að eldgosinu? „Verður maður ekki bara pínulítið að treysta á að lögreglan viti hvað hún er að gera. Ég held að ég myndi líta bara svolítið þannig á það,“ segir Sigurbjörg Sæunn. „Ég held að það meiki sense. Ég myndi ekki treysta þessum gæja nálægt þessu. Ég myndi halda á honum allan tímann og ég nenni því ekki ef ég er að fara upp að eldgos,“ segir Benjamín sem var með syni sínum Degi þegar fréttastofa ræddi við hann. Mismunun eðli máls samkvæmt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er einn þeirra sem efast um lögmæti ákvörðunar lögreglunnar. „Það er kannski rétt að taka fyrst fram að almannavarnarlög eru alveg skýr með að það er almenn heimild til að loka svæðum ef það er það sem þarf til að tryggja öryggi fólks. Og sjálfsagt að lögreglan geri það ef til dæmis veðuraðstæður þarna upp frá kalla á það. En málin fara að vandast þegar þú ferð að skilyrða lokunina við einhverja hópa. Það er bara eðli máls samkvæmt mismunun,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að mismunun þarf að byggja á skýrri lagaheimild og málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir henni. Hann telur að lögreglan sé að túlka lögin rýmra en lagatextinn býður upp á. „Þá væri nú forvitnilegt að sjá hvaða hættumat og hvaða sérfræðingar hafa verið notuð til að taka þessa ákvörðun. Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun og miðað við tólf ár bara af því bara,“ segir Andrés.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira