Bröndby fær hjálp lögreglu eftir lætin og skemmdarverkin á Parken Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 12:31 Peb Biel og Hákon Arnar Haraldsson fagna einu þriggja marka Biel í 4-1 sigri FCK á Bröndby um helgina. Lars Ronbog/Getty Images Nágrannaliðin og erkifjendurnir FC Kaupmannahöfn og Bröndby mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Líkt og svo oft áður sauð upp úr er Íslendinglið FCK tók á móti sínum fornu fjendum í Bröndby og vann öruggan 4-1 sigur. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum. Stuðningsmenn gestaliðsins tóku ekkert sérstaklega vel í tap sinna manna og gerðu sitt besta til að rífa sætin á Parken úr stúkunni og henda þeim inn á völlinn. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, segir félagið nú vinna með lögreglunni í Kaupmannahöfn í von um að finna skemmdarvargana. „Þó við höfum verið mjög skýr í skilaboðum okkar til stuðningsmanna liðsins um að við vildum að þeir myndu styðja við bakið á liðinu þá eru alltaf nokkrir einstaklingar sem þurfa að skemma fyrir heildinni,“ sagði Palmå í viðtali á Bold.dk. Þá bað hann stuðningsmenn félagsins um að standa með því í baráttunni gegn ofbeldi og skemmdarverkum. Brondby lufter de gule trøje i fag #sldk #football pic.twitter.com/rf4kxK5tlq— Miki Mistrati (@MrMistrati) August 7, 2022 Ef marka má starfsmenn miðilsins TV3 þá var um meira en aðeins nokkur skemmd epli að ræða. Í spjalli um leikinn kemur fram að starfsmennirnir hafi einfaldlega ekki verið vissir um eigið öryggi er þeir horfðu á stuðningsmenn Bröndby láta öllum illum látum. Þá var minnst á myndband sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá stuðningsmann Bröndby þvinga ungan stuðningsmann FC Kaupmannahafnar úr treyju liðsins er þeir voru staddir í lest á leið frá leiknum. @kennethemilp #tv3sport pic.twitter.com/wwjSpt0P0N— Søren Frederiksen (@sor_frederiksen) August 9, 2022 Það er spurning hvernig danska knattspyrnusambandið bregst við þessu en á síðustu leiktíð var stuðningsmönnum útiliðsins bannað að mæta er liðin mættust. Hvort slíkt bann sé á leiðinni eða þá algert áhorfendabann kemur að öllum líkindum í ljós á næstu dögum eða vikum. Liðin mætast næst í Bröndby þann 16. október. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum. Stuðningsmenn gestaliðsins tóku ekkert sérstaklega vel í tap sinna manna og gerðu sitt besta til að rífa sætin á Parken úr stúkunni og henda þeim inn á völlinn. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, segir félagið nú vinna með lögreglunni í Kaupmannahöfn í von um að finna skemmdarvargana. „Þó við höfum verið mjög skýr í skilaboðum okkar til stuðningsmanna liðsins um að við vildum að þeir myndu styðja við bakið á liðinu þá eru alltaf nokkrir einstaklingar sem þurfa að skemma fyrir heildinni,“ sagði Palmå í viðtali á Bold.dk. Þá bað hann stuðningsmenn félagsins um að standa með því í baráttunni gegn ofbeldi og skemmdarverkum. Brondby lufter de gule trøje i fag #sldk #football pic.twitter.com/rf4kxK5tlq— Miki Mistrati (@MrMistrati) August 7, 2022 Ef marka má starfsmenn miðilsins TV3 þá var um meira en aðeins nokkur skemmd epli að ræða. Í spjalli um leikinn kemur fram að starfsmennirnir hafi einfaldlega ekki verið vissir um eigið öryggi er þeir horfðu á stuðningsmenn Bröndby láta öllum illum látum. Þá var minnst á myndband sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá stuðningsmann Bröndby þvinga ungan stuðningsmann FC Kaupmannahafnar úr treyju liðsins er þeir voru staddir í lest á leið frá leiknum. @kennethemilp #tv3sport pic.twitter.com/wwjSpt0P0N— Søren Frederiksen (@sor_frederiksen) August 9, 2022 Það er spurning hvernig danska knattspyrnusambandið bregst við þessu en á síðustu leiktíð var stuðningsmönnum útiliðsins bannað að mæta er liðin mættust. Hvort slíkt bann sé á leiðinni eða þá algert áhorfendabann kemur að öllum líkindum í ljós á næstu dögum eða vikum. Liðin mætast næst í Bröndby þann 16. október.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira