Sport

Ólafur Jóhannesson: Þá líður mönnum betur og þá brosa allir eins og ég geri núna

Sverrir Mar Smárason skrifar
Ólafur Jóhannesson brosti eftir leikinn í kvöld.
Ólafur Jóhannesson brosti eftir leikinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var glaður í bragði eftir 2-1 sigur sinna manna á Akranesi í kvöld. Annar sigurleikur Vals sem unnu FH í síðustu umferð.

„Það voru erfiðar aðstæður, þungur völlur, tók verulega í og Skagaliðið var fínt. Við vorum kannski smá heppnir þegar hann varði vítið en þá héldum við áfram. Ég veit svo sem ekkert um þetta víti,“ sagði Óli.

Vítið sem Skagamenn fengu var á 66. mínútu og því klúðraði Kaj Leo í stöðunni 1-0 fyrir Val. Valsmenn fóru svo strax upp völlinn og komust í 2-0.

„Mér fannst við hafa stjórn á þessum leik alveg nánast allan tímann. Þeir fá þennan skalla og vítið en ég held þeir hafi ekki fengið annað færi. Mér fannst við hafa góða stjórn á öllum leiknum en svo fáum við á okkur mark og það kemur smá stress og „panic“ en þeir fengu í sjálfu sér ekkert færi og við áttum að vera búnir að gera út um leikinn,“ sagði Óli Jó.

„Það jákvæðasta er að við vinnum leikina það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér finnst við bara spila fínan fótbolta og við erum að öðlast sjálfstraust aftur og ég er ánægður með það. Það er þannig þegar þú vinnur leiki að þá líður mönnum betur og þá brosa allir eins og ég geri núna. Við þurfum svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum og vera vakandi,“ sagði Ólafur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×