Golf

Perla Sól: „Markmiðið var að vinna mótið"

Hjörvar Ólafsson skrifar
Perla Sól Sigurbrandsdóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi. 
Perla Sól Sigurbrandsdóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi.  Vísir/Sigurjón

Perla Sól Guðbrandsdóttir fór með það að markmiði að vinna Íslandsmótið í golfi um nýliðna helgi þrátt fyrir að vera einungis 15 ára gömul. Það tókst hjá þessum frábæra kylfingi. 

„Það var markmiðið að vinna mótið. Ég fór bara inn í mótið, spilaði mitt golf og það skilaði þessum sigri," sagði Perla Sól í samtali við Helenu Ólafsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Perla Sól hefur nóg fyrir stafni næstu vikurnar og fær ekki langan tíma til þess að fagna Íslandsmeistaratitlinum. 

„Ég er að fara á Íslandsmót unglinga, taka þátt í Korpubikarnum og svo spila fyrir hönd Evrópu á eins konar Ryder-bikar. Evrópu keppir þar við Bretland,“ sagði kylfingurinn sem byrjar á afreksbraut Borgarholtsskóla í haust. 

Framtíðaráform Perlu Sólar er svo að fara út til Bandaríkjanna í nám og stunda golf samhliða því. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×