Erlent

Banda­ríkin heita Úkraínu milljarði Banda­ríkja­dala

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Liðsmenn úkraínskrar njósnasveitar, sem hefur verið kölluð Eldflugurnar, á leið sinni að framvarðalínunni við Mykolaiv,
Liðsmenn úkraínskrar njósnasveitar, sem hefur verið kölluð Eldflugurnar, á leið sinni að framvarðalínunni við Mykolaiv, AP/Evgeniy Maloletka

Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að hún ætli styrkja úkraínska herinn með vopnasendingu að andvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, eða um 140 milljörðum íslenskra króna. Vopnasendingin er sú stærsta frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu til Úkraínu til þessa.

Vopnasendingin felur meðal annars í sér eldflaugar fyrir HIMARS-eldflaugakerfið, þúsundir þungavopna, sprengjuvörpur og fjölda annarra vopna beint úr birgðum varnarmálaráðuneytisins.

Með þessari vopnasendingu hafa Bandaríkin styrkt Úkraínu um meira en níu milljarða Bandaríkjadala frá því að Rússar gerðu innrás inn í Úkraínu í febrúar.

Undanfarna fjóra mánuði hafa Rússar lagt þunga áherslu að ná yfirráðum yfir Donbas-héraði í austurhluta Úkraínu. Rússneski herinn hefur jafnt og þétt náð að taka yfir stóra hluta héraðsins samhliða því að bæla niður gagnsóknir úkraínska hersins.


Tengdar fréttir

Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum

New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×