Edda lögð meðvitundarlaus inn á spítala og missir af stórmóti Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 11:02 Guðlaug Edda Hannesdóttir var lögð inn á spítala í Barcelona. @eddahannesd/Stöð 2 Guðlaug Edda Hannesdóttir, fremsta þríþrautarkona landsins, var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir að hafa fengið afar slæma matareitrun. Edda greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsinu í Barcelona þar sem hún hafði verið við æfingar ásamt kærasta sínum, sundmanninum Antoni Sveini McKee, sem einnig fékk matareitrunina en hefur nú náð sér að mestu. Edda var að undirbúa sig fyrir keppni á Meistaramóti Evrópu í vikunni, þar sem hún átti að keppa í München, en eftir að hafa legið inni á spítala í þrjá daga vegna matareitrunarinnar er ljóst að hún missir af mótinu. Á Instagram-síðu sína skrifar Edda: „Í síðustu viku var ég lögð meðvitundarlaus inn á spítala með 41 stiga hita og niðurgang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rannsóknir, og nú hefur verið staðfest að ég fékk mjög slæma matareitrun (bakteríusýking í meltingarfæri) sem olli miklum bólgum í þörmum með þessum einkennum. Ég lá inn á spítalanum í 3 daga og hef síðan ég kom heim verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég tilneydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópumeistaramótinu í Munich. Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mikið áfall fyrir mig. Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Íslands hönd. Það er ekki oft sem þríþraut er sýnd í beinni í sjónvarpinu á Íslandi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár. Ég bið ykkur að sýna mér skilning og vonast til að koma til baka sem allra fyrst.“ View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Anton allur að braggast Eins og fyrr segir þá veiktist Anton Sveinn, kærasti Eddu, einnig af matareitruninni en hann sagðist við Vísi í dag vera allur að koma til og hefði æft eðlilega í dag. Eins og Anton sagði við Vísi í síðustu viku bendir margt til þess að sushi-máltíð sem þau Edda snæddu í Barcelona hafi orsakað matareitrunina. Anton keppir á EM í þessari viku en ætlar enn að vega og meta hvort að hann keppi í 100 metra bringusundi eða fái tvo aukadaga til að undirbúa sig og einbeita sér alfarið að 200 metra bringusundinu á laugardag. Þríþraut Sund Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Edda greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsinu í Barcelona þar sem hún hafði verið við æfingar ásamt kærasta sínum, sundmanninum Antoni Sveini McKee, sem einnig fékk matareitrunina en hefur nú náð sér að mestu. Edda var að undirbúa sig fyrir keppni á Meistaramóti Evrópu í vikunni, þar sem hún átti að keppa í München, en eftir að hafa legið inni á spítala í þrjá daga vegna matareitrunarinnar er ljóst að hún missir af mótinu. Á Instagram-síðu sína skrifar Edda: „Í síðustu viku var ég lögð meðvitundarlaus inn á spítala með 41 stiga hita og niðurgang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rannsóknir, og nú hefur verið staðfest að ég fékk mjög slæma matareitrun (bakteríusýking í meltingarfæri) sem olli miklum bólgum í þörmum með þessum einkennum. Ég lá inn á spítalanum í 3 daga og hef síðan ég kom heim verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég tilneydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópumeistaramótinu í Munich. Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mikið áfall fyrir mig. Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Íslands hönd. Það er ekki oft sem þríþraut er sýnd í beinni í sjónvarpinu á Íslandi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár. Ég bið ykkur að sýna mér skilning og vonast til að koma til baka sem allra fyrst.“ View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Anton allur að braggast Eins og fyrr segir þá veiktist Anton Sveinn, kærasti Eddu, einnig af matareitruninni en hann sagðist við Vísi í dag vera allur að koma til og hefði æft eðlilega í dag. Eins og Anton sagði við Vísi í síðustu viku bendir margt til þess að sushi-máltíð sem þau Edda snæddu í Barcelona hafi orsakað matareitrunina. Anton keppir á EM í þessari viku en ætlar enn að vega og meta hvort að hann keppi í 100 metra bringusundi eða fái tvo aukadaga til að undirbúa sig og einbeita sér alfarið að 200 metra bringusundinu á laugardag.
Þríþraut Sund Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira