Helena lengur í landsliðinu heldur en liðsfélagar hennar hafa lifað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2022 12:31 Helena Sverrisdóttir á ferðinni í einum af 79 landsleikjum sínum. Vísir/Daníel Þór Helena Sverrisdóttir lék á ný með íslenska kvennalandsliðinu í æfingarlandsleikjum í Finnlandi um helgina og er fyrir vikið sú sem á nú lengsta landsliðsferilinn. Þetta voru fyrstu landsleikir Helenu síðan í nóvember árið 2019 og því næstum því þrjú ár síðan hún lék með íslenska landsliðinu. Helena lék sinn fyrsta landsleik 27. desember 2002 og en hún lék sinn 78. og 79. landsleik út í Finnlandi. Landsliðsferill hennar telur nú 19 ár, 7 mánuði og 10 daga. Anna María Sveinsdóttir átti áður metið yfir lengsta landsliðsferillinn því hún lék með landsliðinu frá því í apríl 1986 fram í júlí 2004. Landsliðsferill Önnu Maríu var því 18 ár, 3 mánuðir og 6 dagar. Sú sem skipar þriðja sætið á þessum lista er Hildur Sigurðardóttir en landsliðsferill hennar stóð í 15 ár, 2 mánuði og 12 daga. Næstar á eftir henni á listanum yfir lengstu landsliðsferlana eru Bryndís Guðnundsdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Helena jafnaði landsleikjamet Hildar í seinni leiknum og slær það því í næsta leik þegar hún getur orðið sú fyrsta til að spila 80 landsleiki fyrir íslenska kvennalandsliðið í körfubolta. Það fylgir líka sögunni að fjórir leikmenn sem léku með Helenu úti í Finnlandi um helgina voru ekki fæddar þegar hún lék sinn fyrsta landsleik. Það eru þær Vilborg Jónsdóttir, Diljá Ögn Lárusdóttir, Helena Rafnsdóttir og Elísabeth Ýr Ægisdóttir. Þær eru allar fæddar árið 2003. Lengsti ferill með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta: 1. Helena Sverrisdóttir - 19 ár, 7 mánuðir og 10 dagar 2. Anna María Sveinsdóttir - 18 ár, 3 mánuðir og 6 dagar 3. Hildur Sigurðardóttir - 15 ár, 2 mánuðir og 12 dagar 4. Bryndís Guðnundsdóttir - 14 ár, 5 mánuðir og 4 dagar 5. Birna Valgarðsdóttir - 13 ár, 8 mánuðir og 2 dagar 6. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir- 13 ár, 5 mánuðir og 5 dagar 7. Helga Þorvaldsdóttir - 12 ár og 7 dagar 8. Guðbjörg Norðfjörð - 11 ár, 8 mánuðir og 12 dagar 9. Kristín Blöndal - 11 ár, 6 mánuðir og 27 dagar 9. Hanna B. Kjartansdóttir - 11 ár, 6 mánuðir og 27 dagar Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Þetta voru fyrstu landsleikir Helenu síðan í nóvember árið 2019 og því næstum því þrjú ár síðan hún lék með íslenska landsliðinu. Helena lék sinn fyrsta landsleik 27. desember 2002 og en hún lék sinn 78. og 79. landsleik út í Finnlandi. Landsliðsferill hennar telur nú 19 ár, 7 mánuði og 10 daga. Anna María Sveinsdóttir átti áður metið yfir lengsta landsliðsferillinn því hún lék með landsliðinu frá því í apríl 1986 fram í júlí 2004. Landsliðsferill Önnu Maríu var því 18 ár, 3 mánuðir og 6 dagar. Sú sem skipar þriðja sætið á þessum lista er Hildur Sigurðardóttir en landsliðsferill hennar stóð í 15 ár, 2 mánuði og 12 daga. Næstar á eftir henni á listanum yfir lengstu landsliðsferlana eru Bryndís Guðnundsdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Helena jafnaði landsleikjamet Hildar í seinni leiknum og slær það því í næsta leik þegar hún getur orðið sú fyrsta til að spila 80 landsleiki fyrir íslenska kvennalandsliðið í körfubolta. Það fylgir líka sögunni að fjórir leikmenn sem léku með Helenu úti í Finnlandi um helgina voru ekki fæddar þegar hún lék sinn fyrsta landsleik. Það eru þær Vilborg Jónsdóttir, Diljá Ögn Lárusdóttir, Helena Rafnsdóttir og Elísabeth Ýr Ægisdóttir. Þær eru allar fæddar árið 2003. Lengsti ferill með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta: 1. Helena Sverrisdóttir - 19 ár, 7 mánuðir og 10 dagar 2. Anna María Sveinsdóttir - 18 ár, 3 mánuðir og 6 dagar 3. Hildur Sigurðardóttir - 15 ár, 2 mánuðir og 12 dagar 4. Bryndís Guðnundsdóttir - 14 ár, 5 mánuðir og 4 dagar 5. Birna Valgarðsdóttir - 13 ár, 8 mánuðir og 2 dagar 6. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir- 13 ár, 5 mánuðir og 5 dagar 7. Helga Þorvaldsdóttir - 12 ár og 7 dagar 8. Guðbjörg Norðfjörð - 11 ár, 8 mánuðir og 12 dagar 9. Kristín Blöndal - 11 ár, 6 mánuðir og 27 dagar 9. Hanna B. Kjartansdóttir - 11 ár, 6 mánuðir og 27 dagar
Lengsti ferill með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta: 1. Helena Sverrisdóttir - 19 ár, 7 mánuðir og 10 dagar 2. Anna María Sveinsdóttir - 18 ár, 3 mánuðir og 6 dagar 3. Hildur Sigurðardóttir - 15 ár, 2 mánuðir og 12 dagar 4. Bryndís Guðnundsdóttir - 14 ár, 5 mánuðir og 4 dagar 5. Birna Valgarðsdóttir - 13 ár, 8 mánuðir og 2 dagar 6. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir- 13 ár, 5 mánuðir og 5 dagar 7. Helga Þorvaldsdóttir - 12 ár og 7 dagar 8. Guðbjörg Norðfjörð - 11 ár, 8 mánuðir og 12 dagar 9. Kristín Blöndal - 11 ár, 6 mánuðir og 27 dagar 9. Hanna B. Kjartansdóttir - 11 ár, 6 mánuðir og 27 dagar
Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira