Toomey endaði ferilinn á enn einum titlinum | Björgvin Karl varð níundi Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2022 19:10 Yfirburðaframmistaða, sjötta árið í röð. Robert Cianflone/Getty Images Hin ástralska Tia-Clair Toomey fagnaði sigri á heimsleikunum í Crossfit í sjötta og síðasta sinn en hún hyggst hætta að keppa í Crossfit eftir leikana helgarinnar. Í karlaflokki varði Justin Medeiros titil sinn. Toomey hlaut silfur á leikunum 2015 og 2016, þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir fagnaði sigri bæði árin. Hún hefur síðan unnið keppni kvenna á hverjum einustu leikum frá 2017. Hún fagnaði sigri í sjötta sinn þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta dag. Toomey varð 17. í fyrstu grein dagsins, önnur í annarri greinini og þá varð hún tíunda í lokagreininni. Hún hefur skrifað söguna í íþróttinni en hafði fyrir leikana tilkynnt að þeir yrðu hennar síðustu. Hún hættir því á toppnum, sem sexfaldur meistari. Í viðtali eftir keppnina útilokaði hún þó ekki að snúa aftur, en ef hún er raunverulega hætt er ljóst að aðrar konur fá nú tækifæri til að fagna sigri eftir algjöra yfirburði þeirrar áströlsku síðustu ár. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 20., 23., og 29. sæti í greinunum þremur í dag og lýkur keppni á leikunum í 22. sæti í heildarkeppninni. Sólveig Sigurðardóttir tók ekki þátt í dag og lýkur keppni í 34. sæti. Medeiros varði titilinn og Björgvin Karl varð níundi Ástralinn Ricky Garard var með forystuna á mótinu lengi vel í karlaflokki, þó með Bandaríkjamanninn Justin Medeiros og Rússann Roman Khrennikov andandi niður í hálsmálið á sér. Garard varð sjöundi í fyrstu grein dagsins á meðan Medeiros varð fimmti en Khrennikov vann greinina. Þá varð Garard þrettándi í annarri greininni en Khrennikov sjötti og Medeiros þriðji. Medeiros var þá kominn í forystu og ljóst var að honum dygði níunda sæti eða ofar í lokagreininni til að vinna titilinn, sama hvernig færi hjá öðrum. Khrennikov var annar í greininni á meðan Garard varð átjándi. Medeiros var fjórði að klára hana og tryggði sér því titilinn. Björgvin Karl Guðmundsson varð tólfti í fyrstu grein dagsins, níundi í annarri og áttundi í lokagreininni. Hann lauk keppni í níunda sæti í heildarkeppninni þar sem hann komst upp fyrir Brasilíumanninn Guilherme Malheiros í lokagrein dagsins, en sá varð tíundi, tíu stigum á eftir Björgvini. CrossFit Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Toomey hlaut silfur á leikunum 2015 og 2016, þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir fagnaði sigri bæði árin. Hún hefur síðan unnið keppni kvenna á hverjum einustu leikum frá 2017. Hún fagnaði sigri í sjötta sinn þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta dag. Toomey varð 17. í fyrstu grein dagsins, önnur í annarri greinini og þá varð hún tíunda í lokagreininni. Hún hefur skrifað söguna í íþróttinni en hafði fyrir leikana tilkynnt að þeir yrðu hennar síðustu. Hún hættir því á toppnum, sem sexfaldur meistari. Í viðtali eftir keppnina útilokaði hún þó ekki að snúa aftur, en ef hún er raunverulega hætt er ljóst að aðrar konur fá nú tækifæri til að fagna sigri eftir algjöra yfirburði þeirrar áströlsku síðustu ár. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 20., 23., og 29. sæti í greinunum þremur í dag og lýkur keppni á leikunum í 22. sæti í heildarkeppninni. Sólveig Sigurðardóttir tók ekki þátt í dag og lýkur keppni í 34. sæti. Medeiros varði titilinn og Björgvin Karl varð níundi Ástralinn Ricky Garard var með forystuna á mótinu lengi vel í karlaflokki, þó með Bandaríkjamanninn Justin Medeiros og Rússann Roman Khrennikov andandi niður í hálsmálið á sér. Garard varð sjöundi í fyrstu grein dagsins á meðan Medeiros varð fimmti en Khrennikov vann greinina. Þá varð Garard þrettándi í annarri greininni en Khrennikov sjötti og Medeiros þriðji. Medeiros var þá kominn í forystu og ljóst var að honum dygði níunda sæti eða ofar í lokagreininni til að vinna titilinn, sama hvernig færi hjá öðrum. Khrennikov var annar í greininni á meðan Garard varð átjándi. Medeiros var fjórði að klára hana og tryggði sér því titilinn. Björgvin Karl Guðmundsson varð tólfti í fyrstu grein dagsins, níundi í annarri og áttundi í lokagreininni. Hann lauk keppni í níunda sæti í heildarkeppninni þar sem hann komst upp fyrir Brasilíumanninn Guilherme Malheiros í lokagrein dagsins, en sá varð tíundi, tíu stigum á eftir Björgvini.
CrossFit Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira