Golf

Keppni frestað vegna veðurs á Íslandsmótinu í golfi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Slæmt veður hefur sett strik í reikninginn í Vestmannaeyjum. 
Slæmt veður hefur sett strik í reikninginn í Vestmannaeyjum.  Mynd/golfsamband Íslands

Fresta hefur þurft keppni á Íslandsmótinu í golfi sem fram hefur farið í Vestmannaeyjum um helgina. Staðan verður tekin um framhald mótsins á hádeginu í dag. 

„Keppni hef­ur verið frestað á loka­degi Íslands­móts­ins í golfi 2022 í Vest­manna­eyj­um.

Mót­stjórn mun fara yfir stöðuna á næstu klukku­stund­um Keppni hefst í fyrsta lagi kl. 13.00 að nýju og fá kepp­end­ur upp­lýs­ing­ar send­ar í SMS um kl. 12:00.

Keppni hófst kl. 6:00 í morg­un og eru marg­ir kepp­end­ur langt komn­ir með loka­hring­inn," segir í tilkynningu frá golfsambandi Íslands. 

Hin 15 ára gamla Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í forystu fyrir lokahringinn í kvennaflokki en Kristján Þór Einarsson, GM, leiðir í karlaflokki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×