Innlent

Kjara­­mál, Land­­spítalinn og bak­slag í bar­áttunni

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Á Sprengisandi í dag ætlar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að leggja mat á stöðuna inn í haustið, 300 samningar lausir og vernda þarf kaupmátt í óvissuástandi.

Þetta verður einskonar upptaktur fyrir þær Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og Kristrúnu Frostadóttir alþingismann, sem ætla að rökræða efnahagsmálin og hlutverk stjórnmálanna á næstunni, nauðsynlegar aðgerðir í þágu almennings og allt það sem liggur undir.

Magnús Karl Magnússon læknir ræðir stöðu Landspítalans í kjölfar viðtals við Björn Zoëga, nýjan stjórnarformann spítalans, fyrir viku. Magnús deilir ekki skoðunum með Birni og hefur gagnrýnt framsetningu hans.

Í lok þáttar mæta þau Ragnhildur Sverrisdóttir samskiptasérfræðingur hjá Landsvirkjun og Orri Páll Jóhannsson alþingismaður og þau ætla að ræða um Gleðigönguna og það bakslag sem margir telja sig skynja í afstöðu og framkomu við ýmsa hópa, þar á meðal samkynhneigða. Er frjálslyndi og umburðarlyndi á undanhaldi og hví þá?

Kristján Kristjánsson heldur utan um umræðurnar á Sprengisandi sem hefjast klukkan tíu í beinni á Bylgjunni og í mynd á Stöð 2 Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×