Ólafía nálgast Perlu | Spennandi lokadagur fram undan Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 19:46 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Mynd/seth@golf.is Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórgóðan hring á þriðja degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum í dag. Lengi vel var útlit fyrir að hún tæki forystu en hún er aðeins höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól Sigurbrandsdóttur sem hefur leitt mótið frá fyrsta degi. Perla Sól hefur leitt frá því að fyrsta hring lauk á fimmtudagskvöldið. Hún var með þriggja högga forystu fyrir daginn en hún fór fyrstu tvo hringina á pari. Hún gerði höggi betur í dag er hún lék hringinn á höggi undir pari og er það því hennar skor eftir þrjá hringi. Perla Sól fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum en lék aðrar holur á pari. Ólafía Þórunn er einu höggi á eftir Perlu, á pari, eftir hring dagsins. Ólafía fékk fimm fugla á fyrstu 13 holum dagsins en skollar á 16. og 17. braut þýða að hringurinn var á þremur undir parinu. Íslandsmeistari áranna 2018 til 2020, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, fór hring dagsins á tveimur yfir pari og er hún þriðja á níu yfir pari vallar í heildina. Ljóst er því að Perla Sól og Ólafía Þórunn munu bítast um Íslandsmeistaratitilinn á lokadeginum á morgun. Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari síðasta árs, lék kvenna best á vellinum í dag. Hún fór hringinn á fimm höggum undir pari, sem er nýtt vallarmet af bláum teigum. Strembnir fyrstu tveir dagar á mótinu þýða að hún er í sjöunda sæti á 13 yfir pari eftir þrjá hringi. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Perla Sól hefur leitt frá því að fyrsta hring lauk á fimmtudagskvöldið. Hún var með þriggja högga forystu fyrir daginn en hún fór fyrstu tvo hringina á pari. Hún gerði höggi betur í dag er hún lék hringinn á höggi undir pari og er það því hennar skor eftir þrjá hringi. Perla Sól fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum en lék aðrar holur á pari. Ólafía Þórunn er einu höggi á eftir Perlu, á pari, eftir hring dagsins. Ólafía fékk fimm fugla á fyrstu 13 holum dagsins en skollar á 16. og 17. braut þýða að hringurinn var á þremur undir parinu. Íslandsmeistari áranna 2018 til 2020, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, fór hring dagsins á tveimur yfir pari og er hún þriðja á níu yfir pari vallar í heildina. Ljóst er því að Perla Sól og Ólafía Þórunn munu bítast um Íslandsmeistaratitilinn á lokadeginum á morgun. Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari síðasta árs, lék kvenna best á vellinum í dag. Hún fór hringinn á fimm höggum undir pari, sem er nýtt vallarmet af bláum teigum. Strembnir fyrstu tveir dagar á mótinu þýða að hún er í sjöunda sæti á 13 yfir pari eftir þrjá hringi.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira