Erlent

Segja Kín­verja hafa æft á­rásir á Taí­van

Árni Sæberg skrifar
Frá æfingum Kínverja á Taívansundi
Frá æfingum Kínverja á Taívansundi Lin Jian/AP

Varnarmálaráðuneyti Taívans segir mikinn fjölda kínverskra herskipa og -flugvéla hafa verið við æfingar í Taívansundi. Sum þeirra hafi farið yfir miðlínu sundsins.

Taívanski herinn sendi herþotur á loft til þess að hrekja kínverskar flugvélar út fyrir lofthelgi Taívans en fjórtán af tuttugu kínverskum flugvélum á svæðinu höfðu farið yfir miðlínu Taívansunds, að því er segir í frétt Reuters.

Kínverski herinn hefur gefið út að hann muni halda æfingum á sjó og í lofti við Taívan áfram. Æfingarnar verði aðallega prófanir á árásargetu hersins. Taívanir segja Kínverja vera að æfa sig fyrir yfirvofandi innrás í landið en Kínverjar hafa alla tíð gert tilkall til Taívan.

Heræfingar Kínverja eru viðbrögð við heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan.


Tengdar fréttir

Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×