Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 07:00 Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tekið mikla sénsa í sumar. Ljóst er að hann þarf að afla frekari tekna ef Raphinha og félagar eiga að fá að taka þátt í vetur. Barcelona La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. Til að sporna gegn óhóflegri eyðslu setti spænska deildin á eiginlegt eyðsluþak á lið í deildinni sem ber mið af árlegum tekjum hvers og eins liðs. Það þak er töluvert strangara og snertir á fleiri flötum en reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem varða fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play). Barcelona er í fjárhagslegu öngstræti og hefur í sumar brugðið á það ráð að selja ímyndarrétt sinn til næstu ára til fjölda fjárfestingarfyrirtækja til að fjármagna kaup á leikmönnum. Ljóst er að félagið þarf að losa enn frekar um ef það ætlar að fá að skrá alla þá leikmenn sem það hefur fengið til leiks. Ekki nóg með að félagið geti ekki skráð nýju leikmennina í leikmannahóp sinn, þá getur Barcelona ekki heldur skráð þá Sergi Roberto og Ousmané Dembélé, sem voru fyrir. Báðir skrifuðu þeir undir nýjan samning í sumar en Barcelona fékk ekki heldur leyfi til að skrá þá vegna fjárhagsins. Ekki er víst hvort Barcelona geti selt rétt sinn til framtíðartekna enn frekar ef félagið á ekki að þurrkast út á næstu árum. Vilji það skrá leikmennina til leiks er besta leiðin líklegast að selja leikmenn. Sennilegast er að Frenkie de Jong verði þar af leiðandi seldur en hann hefur þrálátt verið orðaður við Manchester United í sumar en hefur sjálfur sagst hafa lítinn áhuga á því að flytja til Manchester. Chelsea er hins vegar komið inn í myndina og vel kann að vera Barcelona selji hann þangað til að leikmennirnir sem þeir keyptu í sumar geti tekið þátt á komandi leiktíð. Félagið fékk bæði Franck Kessié, frá AC Milan, og Andreas Christensen, frá Chelsea, frítt en eyddi yfir 150 milljónum evra í þá Raphinha, frá Leeds, Robert Lewandowski, frá Bayern Munchen, og Jules Koundé, frá Sevilla. Spænski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Til að sporna gegn óhóflegri eyðslu setti spænska deildin á eiginlegt eyðsluþak á lið í deildinni sem ber mið af árlegum tekjum hvers og eins liðs. Það þak er töluvert strangara og snertir á fleiri flötum en reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem varða fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play). Barcelona er í fjárhagslegu öngstræti og hefur í sumar brugðið á það ráð að selja ímyndarrétt sinn til næstu ára til fjölda fjárfestingarfyrirtækja til að fjármagna kaup á leikmönnum. Ljóst er að félagið þarf að losa enn frekar um ef það ætlar að fá að skrá alla þá leikmenn sem það hefur fengið til leiks. Ekki nóg með að félagið geti ekki skráð nýju leikmennina í leikmannahóp sinn, þá getur Barcelona ekki heldur skráð þá Sergi Roberto og Ousmané Dembélé, sem voru fyrir. Báðir skrifuðu þeir undir nýjan samning í sumar en Barcelona fékk ekki heldur leyfi til að skrá þá vegna fjárhagsins. Ekki er víst hvort Barcelona geti selt rétt sinn til framtíðartekna enn frekar ef félagið á ekki að þurrkast út á næstu árum. Vilji það skrá leikmennina til leiks er besta leiðin líklegast að selja leikmenn. Sennilegast er að Frenkie de Jong verði þar af leiðandi seldur en hann hefur þrálátt verið orðaður við Manchester United í sumar en hefur sjálfur sagst hafa lítinn áhuga á því að flytja til Manchester. Chelsea er hins vegar komið inn í myndina og vel kann að vera Barcelona selji hann þangað til að leikmennirnir sem þeir keyptu í sumar geti tekið þátt á komandi leiktíð. Félagið fékk bæði Franck Kessié, frá AC Milan, og Andreas Christensen, frá Chelsea, frítt en eyddi yfir 150 milljónum evra í þá Raphinha, frá Leeds, Robert Lewandowski, frá Bayern Munchen, og Jules Koundé, frá Sevilla.
Spænski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira