Til Chelsea fyrir metfé og véfréttin fagnar sigri Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 13:00 Marc Cucurella er orðinn leikmaður Chelsea og verður mögulega með liðinu gegn Everton á morgun. Chelsea FC Vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Chelsea en félagið er sagt greiða Brighton alls um 62 milljónir punda fyrir leikmanninn þegar allt er talið. Á heimasíðu Brighton er staðfest að um metfé er að ræða í sögu félagsins og aldrei hefur hærra fé verið greitt fyrir vinstri bakvörð. Aðeins tveir dagar eru síðan að Brighton fullyrti að þvert gegn fréttum ýmissa fjölmiðla væri ekkert samkomulag í höfn við nokkurt félag varðandi sölu á Cucurella. Þau tíðindi urðu til þess að ýmsir töldu félagaskiptavéfréttina Fabrizio Romano, sem hreinlega virðist sjá allt og heyra þegar kemur að félagaskiptum í knattspyrnuheiminum, hafa brugðist eða logið að fylgjendum sínum. Romano sagði þá að það ætti eftir að koma í ljós hver hefði logið og reyndist svo hafa rétt fyrir sér um að Cucurella færi til Chelsea. Hann sagði svo frá því í dag að kaupverðið næmi 55 milljónum punda auk 7 milljóna viðbótargreiðslna, og er samningur Cucurella við nýja félagið til næstu sex ára. Marc Cucurella deal details #CFC Chelsra pay £55m guaranteed fee plus £7m add-ons; Record transfer fee for a left back; Cucurella signs until 2028; Brighton sign Lewi Colwill on a loan deal without buy option.Here s Cucu first pic as new Chelsea player pic.twitter.com/aFlce1gQmK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2022 Cucurella, sem er 24 ára Spánverji, átti stórgott fyrsta tímabil á Englandi á síðustu leiktíð. Hjá Chelsea eru þó fyrir afar góðir vinstri bakverðir, þeir Ben Chilwell og Marcos Alonso. Alonso er aftur á móti á förum til Barcelona ef að líkum lætur en samkeppnin verður væntanlega mikil á milli Cucurella og Chilwell sem glímdi mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Á heimasíðu Brighton er staðfest að um metfé er að ræða í sögu félagsins og aldrei hefur hærra fé verið greitt fyrir vinstri bakvörð. Aðeins tveir dagar eru síðan að Brighton fullyrti að þvert gegn fréttum ýmissa fjölmiðla væri ekkert samkomulag í höfn við nokkurt félag varðandi sölu á Cucurella. Þau tíðindi urðu til þess að ýmsir töldu félagaskiptavéfréttina Fabrizio Romano, sem hreinlega virðist sjá allt og heyra þegar kemur að félagaskiptum í knattspyrnuheiminum, hafa brugðist eða logið að fylgjendum sínum. Romano sagði þá að það ætti eftir að koma í ljós hver hefði logið og reyndist svo hafa rétt fyrir sér um að Cucurella færi til Chelsea. Hann sagði svo frá því í dag að kaupverðið næmi 55 milljónum punda auk 7 milljóna viðbótargreiðslna, og er samningur Cucurella við nýja félagið til næstu sex ára. Marc Cucurella deal details #CFC Chelsra pay £55m guaranteed fee plus £7m add-ons; Record transfer fee for a left back; Cucurella signs until 2028; Brighton sign Lewi Colwill on a loan deal without buy option.Here s Cucu first pic as new Chelsea player pic.twitter.com/aFlce1gQmK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2022 Cucurella, sem er 24 ára Spánverji, átti stórgott fyrsta tímabil á Englandi á síðustu leiktíð. Hjá Chelsea eru þó fyrir afar góðir vinstri bakverðir, þeir Ben Chilwell og Marcos Alonso. Alonso er aftur á móti á förum til Barcelona ef að líkum lætur en samkeppnin verður væntanlega mikil á milli Cucurella og Chilwell sem glímdi mikið við meiðsli á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira