Fótbolti

Sjáðu mörkin í Kópavogi og hvernig Ari afgreiddi Pólverjana

Sindri Sverrisson skrifar
Víkingar fögnuðu að vonum vel eftir glæsilegt sigurmark Ara Sigurpálssonar.
Víkingar fögnuðu að vonum vel eftir glæsilegt sigurmark Ara Sigurpálssonar. vísir/diego

Ari Sigurpálsson skoraði glæsilegt mark fyrir Víkinga í gærkvöld þegar þeir unnu frækinn 1-0 sigur gegn pólsku meisturunum í Lech Poznan. Breiðablik tapaði hins vegar 3-1 fyrir Istanbúl Basaksehir. Öll mörkin má nú sjá á Vísi.

Ari sá til þess að Víkingur fer með 1-0 forskot til Póllands í næstu viku þegar leikið verður á heimavelli Lech Poznan í seinni leik liðanna, í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta.

Markið hans kom í lok fyrri hálfleiks eftir að Víkingar höfðu staðið af sér sókn gestanna, og óhætt er að segja að Ari hafi gert vel því hann fékk boltann á miðlínunni og skoraði svo upp á sitt eindæmi.

Klippa: Sigurmark Víkings gegn Lech Poznan

Viktor Karl Einarsson skoraði eina mark Breiðabliks gegn tyrkneska liðinu Basaksehir þegar hann minnkaði muninn í 2-1 eftir um klukkutíma leik. Danijel Aleksic og Deniz Türüc komu gestunum í 2-0 og Aleksic náði að gera stöðuna í einvíginu afar vænlega fyrir Tyrkina þegar hann skoraði sitt seinna mark í uppbótartíma.

Klippa: Mörk Breiðabliks og Istanbúl Basaksehir

Seinni leikirnir í einvígunum fara fram næsta fimmtudagskvöld en þá verður leikið í Póllandi og Tyrklandi. Sigurliðin komast áfram í umspil um sæti í sjálfri riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×