Golf

Kristófer með tveggja högga forystu eftir fyrsta dag Íslandsmótsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristófer Orri Gylfason lék manna best á fyrsta dei Íslandsmótsins í golfi.
Kristófer Orri Gylfason lék manna best á fyrsta dei Íslandsmótsins í golfi. Seth@golf.is

Kylfingurinn Kristófer Orri Gylfason úr GKG er með tveggja högga forystu í karlaflokki nú þegar fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi er lokið. Kristófer lék hringinn á 66 höggum, eða fjórum höggum undir pari.

Kristófer lék vel í allan dag og fékk þrjá fugla, einn örn og aðeins einn skolla. Hann er því með tveggja högga forystu á næstu menn, en alls eru fjórir kylfingar sem léku hringinn í dag á tveimur höggum undir pari.

Þeir kylfingar sem deila öðru sætinu eru þeir Bjarni Þór Sigurðsson (Golfklúbburinn Keilir), Björn Óskar Guðjónsson (Golfklúbbur Mosfellsbæjar), Böðvar Bragi Pálsson (Golfklúbbur Reykjavíkur) og ríkjandi Íslandsmeistarinn Aron Snær Júlíusson (Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar).

Stöðuna í heild sinni á Íslandsmótinu í golfi má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×