Upphitun fyrir elleftu umferð: „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 12:01 Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í fyrsta upphitunarþátt eftir EM-hléið. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta með EM-förunum Söndru Sigurðardóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Besta deildin er hafin að nýju eftir EM-hléið langa og þær Sandra og Áslaug Munda rýndu með Helenu í komandi leiki auk þess að spjalla um Evrópumótið og gengi Íslands þar. 11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en leikir Selfoss og ÍBV, og Breiðabliks og Keflavíkur, verða í beinum útsendingum á sportrásum Stöðvar 2 auk þess sem streymi frá öðrum leikjum eru á Bestu deildar rásunum. Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum annað kvöld. Á meðal leikja í umferðinni er viðureign Vals og Þórs/KA en Akureyringar eru með eina liðið sem tekist hefur að vinna Valskonur á þessari leiktíð. Sandra tók undir að Valur hefði því harma að hefna í dag. „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan,“ sagði Sandra sem er þó enn á toppi Bestu deildarinnar með Val, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir 11. umferð í Bestu deild kvenna Umræða um EM var auðvitað fyrirferðarmikil í upphitunarþætti dagsins enda stutt síðan að þjóðin fylgdist spennt með frammistöðu Söndru, Mundu og annarra leikmanna íslenska liðsins sem gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en féll þó úr keppni. Erfitt að yfirgefa mótið „Við vorum með markmið sem við því miður náðum ekki að þessu sinni, þannig að það var svolítið erfitt að yfirgefa mótið. Það er frábær árangur að tapa ekki leik en markmiðinu var ekki náð og þá er það svekkjandi,“ sagði Áslaug Munda en þær Sandra eru staðráðnar í að komast með Íslandi á HM á næsta ári. Áslaug Munda á aðeins tvo deildarleiki og einn bikarleik eftir með Blikum áður en hún heldur út til Bandaríkjanna vegna háskólanáms síns í Harvard. Hún segir það ekki mikið síðra að spila leiki í Bestu deildinni en á EM: „Það er auðvitað tilbreyting að vera ekki með fulla stúku af ættmennum og íslensku stuðningsfólki, syngjandi og trallandi, en það er alltaf gott að koma á Kópavogsvöll og spila sinn leik,“ sagði Áslaug Munda. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Besta deildin er hafin að nýju eftir EM-hléið langa og þær Sandra og Áslaug Munda rýndu með Helenu í komandi leiki auk þess að spjalla um Evrópumótið og gengi Íslands þar. 11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en leikir Selfoss og ÍBV, og Breiðabliks og Keflavíkur, verða í beinum útsendingum á sportrásum Stöðvar 2 auk þess sem streymi frá öðrum leikjum eru á Bestu deildar rásunum. Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum annað kvöld. Á meðal leikja í umferðinni er viðureign Vals og Þórs/KA en Akureyringar eru með eina liðið sem tekist hefur að vinna Valskonur á þessari leiktíð. Sandra tók undir að Valur hefði því harma að hefna í dag. „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan,“ sagði Sandra sem er þó enn á toppi Bestu deildarinnar með Val, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir 11. umferð í Bestu deild kvenna Umræða um EM var auðvitað fyrirferðarmikil í upphitunarþætti dagsins enda stutt síðan að þjóðin fylgdist spennt með frammistöðu Söndru, Mundu og annarra leikmanna íslenska liðsins sem gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en féll þó úr keppni. Erfitt að yfirgefa mótið „Við vorum með markmið sem við því miður náðum ekki að þessu sinni, þannig að það var svolítið erfitt að yfirgefa mótið. Það er frábær árangur að tapa ekki leik en markmiðinu var ekki náð og þá er það svekkjandi,“ sagði Áslaug Munda en þær Sandra eru staðráðnar í að komast með Íslandi á HM á næsta ári. Áslaug Munda á aðeins tvo deildarleiki og einn bikarleik eftir með Blikum áður en hún heldur út til Bandaríkjanna vegna háskólanáms síns í Harvard. Hún segir það ekki mikið síðra að spila leiki í Bestu deildinni en á EM: „Það er auðvitað tilbreyting að vera ekki með fulla stúku af ættmennum og íslensku stuðningsfólki, syngjandi og trallandi, en það er alltaf gott að koma á Kópavogsvöll og spila sinn leik,“ sagði Áslaug Munda. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira