„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 22:48 Alex Jones í dómsal í dag. AP/Briana Sanchez/Austin American-Statesman Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. Foreldrar sex ára drengs sem dó í árásinni, og aðrir, hafa höfðað mál vegna umfangsmikillar umfjöllunar hans og miðils hans sem heitir Infowars um árásina og lygar hans um að árásin hafi verið sviðsett. Engin börn hafi dáið í henni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Tuttugu nemendur og sex kennarar dóu í árásinni í Newton í Connecticut og var hún um tíma mannskæðasta skotárásin í skóla í Bandaríkjunum. Réttarhöldum í máli Neils Heslin og Scarlett Lewis, foreldra hins sex ára gamla Jesse Lewis sem dó í fjöldamorðinu í Sandy Hook árið 2012, lauk nú í kvöld. Jones hefur þegar verið fundinn sekur en nú eiga kviðdómendur að ákveða hve miklar skaðabætur, ef einhverjar, Jones á að greiða foreldrunum. Foreldrarnir fara fram á 150 milljónir dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Jones segir sjálfur að allar skaðabætur yfir tvær milljónir dala muni „sökkva“ honum. Í lokaræðu sinni í kvöld sagði lögmaður Jones að ekki hefði verið sannað að orð og gjörðir Jones hafðu í raun skaðað foreldrana. Hann sagði réttmætt að segja að aðrir hefðu vopnvætt orð Jones. Er Jones var spurður spurninga af lögmanni foreldranna viðurkenndi hann að hafa haldið á lofti samsæriskenningum um önnur ódæði og harmleik í Bandaríkjunum. Þar á meðal um sprengjuárásir og aðrar skotárásir á skóla og aðra staði. Þá sýndi lögmaðurinn myndband af öðrum starfsmanni Infowars fjalla um réttarhöldin gegn Jones í síðustu viku. Þar var því haldið fram að um einhverskonar samsæri gegn Jones væri að ræða og var sýnd mynd af dómara málsins í ljósum logum. Lögmaðurinn sýndi einnig myndbrot af Jones sjálfum spyrja hvort kviðdómendur í málinu hefðu verið valdir úr hópi fólks sem vissi ekki á hvaða plánetu það væri. Jones sagði ekki hafa meint það bókstaflega. Sendi óvart gögn til andstæðinganna Lögmaður foreldrana sakaði Jones um að hafa ekki orðið við skipunum dómsins um að leggja fram smáskilaboð og tölvupósta sína, eins og honum var skipað að gera. Við því sagðist Jones ekki notast við tölvupóst en þá sýndi lögmaðurinn honum tölvupóst sem hann hafði skrifað. Lögmaður foreldranna sagði Jones frá því að fyrir tólf dögum síðan hefðu lögmenn hans sent sér fyrir mistök öll gögn úr síma hans. Þeir hefðu öll hans skilaboð og tölvupósta tvö ár aftur í tímann. Þar á meðal væru upplýsingar um fjármál Infowars sem sýndu að miðillinn hefði um tíma þénað allt að 800 þúsund dali á dag. Skilaboðin sýndu að Jones hefði logið í dómsal, þegar hann sagðist ekki hafa sent nein skilaboð um árásina í Sandy Hook á undanförnum árum. „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ spurði lögmaðurinn Jones. During the defamation trial proceedings of Alex Jones, a lawyer for the parents of one of the children killed in the Sandy Hook School massacre said 12 days ago, [Jones ] attorneys messed up and sent me a digital copy of every text and email from the phone of the Infowars host. pic.twitter.com/44xAU7goFR— NBC News (@NBCNews) August 3, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Foreldrar sex ára drengs sem dó í árásinni, og aðrir, hafa höfðað mál vegna umfangsmikillar umfjöllunar hans og miðils hans sem heitir Infowars um árásina og lygar hans um að árásin hafi verið sviðsett. Engin börn hafi dáið í henni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Tuttugu nemendur og sex kennarar dóu í árásinni í Newton í Connecticut og var hún um tíma mannskæðasta skotárásin í skóla í Bandaríkjunum. Réttarhöldum í máli Neils Heslin og Scarlett Lewis, foreldra hins sex ára gamla Jesse Lewis sem dó í fjöldamorðinu í Sandy Hook árið 2012, lauk nú í kvöld. Jones hefur þegar verið fundinn sekur en nú eiga kviðdómendur að ákveða hve miklar skaðabætur, ef einhverjar, Jones á að greiða foreldrunum. Foreldrarnir fara fram á 150 milljónir dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Jones segir sjálfur að allar skaðabætur yfir tvær milljónir dala muni „sökkva“ honum. Í lokaræðu sinni í kvöld sagði lögmaður Jones að ekki hefði verið sannað að orð og gjörðir Jones hafðu í raun skaðað foreldrana. Hann sagði réttmætt að segja að aðrir hefðu vopnvætt orð Jones. Er Jones var spurður spurninga af lögmanni foreldranna viðurkenndi hann að hafa haldið á lofti samsæriskenningum um önnur ódæði og harmleik í Bandaríkjunum. Þar á meðal um sprengjuárásir og aðrar skotárásir á skóla og aðra staði. Þá sýndi lögmaðurinn myndband af öðrum starfsmanni Infowars fjalla um réttarhöldin gegn Jones í síðustu viku. Þar var því haldið fram að um einhverskonar samsæri gegn Jones væri að ræða og var sýnd mynd af dómara málsins í ljósum logum. Lögmaðurinn sýndi einnig myndbrot af Jones sjálfum spyrja hvort kviðdómendur í málinu hefðu verið valdir úr hópi fólks sem vissi ekki á hvaða plánetu það væri. Jones sagði ekki hafa meint það bókstaflega. Sendi óvart gögn til andstæðinganna Lögmaður foreldrana sakaði Jones um að hafa ekki orðið við skipunum dómsins um að leggja fram smáskilaboð og tölvupósta sína, eins og honum var skipað að gera. Við því sagðist Jones ekki notast við tölvupóst en þá sýndi lögmaðurinn honum tölvupóst sem hann hafði skrifað. Lögmaður foreldranna sagði Jones frá því að fyrir tólf dögum síðan hefðu lögmenn hans sent sér fyrir mistök öll gögn úr síma hans. Þeir hefðu öll hans skilaboð og tölvupósta tvö ár aftur í tímann. Þar á meðal væru upplýsingar um fjármál Infowars sem sýndu að miðillinn hefði um tíma þénað allt að 800 þúsund dali á dag. Skilaboðin sýndu að Jones hefði logið í dómsal, þegar hann sagðist ekki hafa sent nein skilaboð um árásina í Sandy Hook á undanförnum árum. „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ spurði lögmaðurinn Jones. During the defamation trial proceedings of Alex Jones, a lawyer for the parents of one of the children killed in the Sandy Hook School massacre said 12 days ago, [Jones ] attorneys messed up and sent me a digital copy of every text and email from the phone of the Infowars host. pic.twitter.com/44xAU7goFR— NBC News (@NBCNews) August 3, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira