„Höfum ekkert öryggisnet lengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 11:01 Pablo Punyed, Júlíus Magnússon og Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi í Víkinni í gær. vísir/iþs Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, segir að Íslands- og bikarmeistararnir mæti brattir til leiks gegn Lech Poznan. Víkingar taka á móti pólska meistaraliðinu í Traðarlandinu í kvöld. Liðin mætast svo öðru sinni í Póllandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Víkingur hefur þegar spilað sex Evrópuleiki í sumar, meðal annars gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Víkingar velgdu sænsku meisturunum svo sannarlega undir uggum en urðu að játa sig sigraða, 6-5 samanlagt. „Ég met möguleikana svipaða og þegar við spiluðum gegn Malmö. Þeir eru besta liðið í sínu landi,“ sagði Júlíus á blaðamannafundi í Víkinni í gær. „Við verðum að bera virðingu fyrir styrkleikum þeirra en á hinn bóginn er þetta úrslitaleikur. Ef þú tapar ertu úr leik. Þú verður að sýna þitt allra besta í svona leikjum. Við höfum ekkert öryggisnet lengur,“ sagði Júlíus og vísaði til þess að ef Víkingur félli úr leik fyrir Lech Poznan væri þátttöku liðsins í Evrópukeppnum í sumar lokið. Víkingur fór í Sambandsdeildina eftir tapið fyrir Malmö en ekkert slíkt verður uppi á teningnum ef Íslands- og bikarmeistararnir lúta í lægra haldi fyrir Lech Poznan. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. 4. ágúst 2022 10:00 „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Víkingar taka á móti pólska meistaraliðinu í Traðarlandinu í kvöld. Liðin mætast svo öðru sinni í Póllandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Víkingur hefur þegar spilað sex Evrópuleiki í sumar, meðal annars gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Víkingar velgdu sænsku meisturunum svo sannarlega undir uggum en urðu að játa sig sigraða, 6-5 samanlagt. „Ég met möguleikana svipaða og þegar við spiluðum gegn Malmö. Þeir eru besta liðið í sínu landi,“ sagði Júlíus á blaðamannafundi í Víkinni í gær. „Við verðum að bera virðingu fyrir styrkleikum þeirra en á hinn bóginn er þetta úrslitaleikur. Ef þú tapar ertu úr leik. Þú verður að sýna þitt allra besta í svona leikjum. Við höfum ekkert öryggisnet lengur,“ sagði Júlíus og vísaði til þess að ef Víkingur félli úr leik fyrir Lech Poznan væri þátttöku liðsins í Evrópukeppnum í sumar lokið. Víkingur fór í Sambandsdeildina eftir tapið fyrir Malmö en ekkert slíkt verður uppi á teningnum ef Íslands- og bikarmeistararnir lúta í lægra haldi fyrir Lech Poznan. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. 4. ágúst 2022 10:00 „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
„Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. 4. ágúst 2022 10:00
„Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00