Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 12:25 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. Hópurinn sem samanstendur af ráðuneytisstjórum nokkurra ráðuneyta fundar með almannavörnum í dag til þess að fara yfir stöðuna vegna jarðhræringanna. Þetta er sami hópur og kom saman í kringum eldgosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fundinn í dag fyrst og fremst hugsaðan til samhæfingar og upplýsinga. Hann segir að ýmsu að huga vegna mikilvægra innviða á svæðinu og ræddi áhrif á mögulegan flugvöll í Hvassahrauni við Morgunblaðið í dag. Í samtali við fréttastofu bendir hann á að í haust sé von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár og telur Sigurður Ingi að jarðhræringarnar gætu haft áhrif á næstu skref. „Ég held að þó að maður sé ekki jarðfræðingur eða sérfræðingur að þá sé það nokkuð ljóst miðað við hvernig menn hafa talað um að við þurfum að undirbúa okkur undir nýjan veruleika og að við séum að sjá í lengri tíma jarðhræringar, eða jarðskjálftavirkni eða eitthvað slíkt, minnki einfaldlega líkurnar á því að uppbygging á þessu svæði sé talin líkleg,“ segir Sigurður en bætir við að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Er þá líka hægt að segja að það séu auknar líkur á því að flugvöllur verði áfram í Reykjavík til lengri tíma? „Ég hef allan tímann sagt að jafnvel þó að það verði jákvætt að byggja upp í Hvassahrauni myndi það taka fimmtán til tuttugu ár og það er mikilvægt að menn horfist í augu við það. Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sjö árum muni ýmislegt breytast í fluginu með tilkomu rafmagnsflugvéla og ég held kannski að við ættum í ljósi stöðunnar sem er að koma upp á Reykjanesinu, verandi með okkar lang stærsta alþjóðlega flugvöll þar og mikla innviði, að anda með nefinu,“ segir Sigurður. „Við getum bætt í innviðina á Egilsstöðum og á Akureyri hvað varðar flugið og við getum byggt upp flugstöð í Reykjavík til þess að hafa betri þjónustu og sterkari innviði.“ Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í samgöngunefnd Alþingis sagðist í samtali við Fréttablaðið í dag telja að kanna eigi möguleikann á flugstæði á Mýrum í Borgarnesi. Sigurður Ingi segir þetta geta komið til skoðunar. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt, það hefur aðallega verið skoðað í Flóanum sunnan við Selfoss. Einnig hafa menn verið með hugmyndir um flugvöll í Rangárvallasýslu og það er hugsanlegt að það væri líka hægt á Mýrum. En við höfum unnið samkvæmt því að það þurfi að vera tveir alþjóðlegir flugvellir vestan Hellisheiðar og þess vegna hafa menn verið að leita leiða til að finna einhvern annan völl hugsanlega í stað Reykjavíkurflugvallar og ég hef sagt að við verðum að halda Reykjavíkurflugvelli þangað til að slíkur flugvöllur finnst. Ef hann finnst ekki og ef menn eru tilbúnir að skoða hvort slíkt þurfi vestan Hellisheiðar þurfum við að fara í eitthvert slíkt staðarval.“ Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Hópurinn sem samanstendur af ráðuneytisstjórum nokkurra ráðuneyta fundar með almannavörnum í dag til þess að fara yfir stöðuna vegna jarðhræringanna. Þetta er sami hópur og kom saman í kringum eldgosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fundinn í dag fyrst og fremst hugsaðan til samhæfingar og upplýsinga. Hann segir að ýmsu að huga vegna mikilvægra innviða á svæðinu og ræddi áhrif á mögulegan flugvöll í Hvassahrauni við Morgunblaðið í dag. Í samtali við fréttastofu bendir hann á að í haust sé von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár og telur Sigurður Ingi að jarðhræringarnar gætu haft áhrif á næstu skref. „Ég held að þó að maður sé ekki jarðfræðingur eða sérfræðingur að þá sé það nokkuð ljóst miðað við hvernig menn hafa talað um að við þurfum að undirbúa okkur undir nýjan veruleika og að við séum að sjá í lengri tíma jarðhræringar, eða jarðskjálftavirkni eða eitthvað slíkt, minnki einfaldlega líkurnar á því að uppbygging á þessu svæði sé talin líkleg,“ segir Sigurður en bætir við að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Er þá líka hægt að segja að það séu auknar líkur á því að flugvöllur verði áfram í Reykjavík til lengri tíma? „Ég hef allan tímann sagt að jafnvel þó að það verði jákvætt að byggja upp í Hvassahrauni myndi það taka fimmtán til tuttugu ár og það er mikilvægt að menn horfist í augu við það. Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sjö árum muni ýmislegt breytast í fluginu með tilkomu rafmagnsflugvéla og ég held kannski að við ættum í ljósi stöðunnar sem er að koma upp á Reykjanesinu, verandi með okkar lang stærsta alþjóðlega flugvöll þar og mikla innviði, að anda með nefinu,“ segir Sigurður. „Við getum bætt í innviðina á Egilsstöðum og á Akureyri hvað varðar flugið og við getum byggt upp flugstöð í Reykjavík til þess að hafa betri þjónustu og sterkari innviði.“ Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í samgöngunefnd Alþingis sagðist í samtali við Fréttablaðið í dag telja að kanna eigi möguleikann á flugstæði á Mýrum í Borgarnesi. Sigurður Ingi segir þetta geta komið til skoðunar. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt, það hefur aðallega verið skoðað í Flóanum sunnan við Selfoss. Einnig hafa menn verið með hugmyndir um flugvöll í Rangárvallasýslu og það er hugsanlegt að það væri líka hægt á Mýrum. En við höfum unnið samkvæmt því að það þurfi að vera tveir alþjóðlegir flugvellir vestan Hellisheiðar og þess vegna hafa menn verið að leita leiða til að finna einhvern annan völl hugsanlega í stað Reykjavíkurflugvallar og ég hef sagt að við verðum að halda Reykjavíkurflugvelli þangað til að slíkur flugvöllur finnst. Ef hann finnst ekki og ef menn eru tilbúnir að skoða hvort slíkt þurfi vestan Hellisheiðar þurfum við að fara í eitthvert slíkt staðarval.“
Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent