Stórmynd um Leðurblökustúlkuna nánast tilbúin en kemur aldrei út Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2022 09:16 Til stóð að Leslie Grace myndi leika Leðurblökustúlkuna. Twitter/Leslie Grace Yfirmenn hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Warner Bros. hafa ákveðið að kvikmyndin um Leðurblökustúlkuna (e. Batgirl) verði aldrei gefin út. Stjörnum prýtt lið leikara hefur þegar lokið tökum á myndinni. Ástæða þess að ákveðið hefur verið að gefa myndina aldrei út er sögð vera hversu illa áhorfendur sem fengu að sjá hana fyrir útgáfu tóku henni. Þá hefur New York Post eftir heimildamanni sínum að framleiðsla myndarinnar sé þegar komin langt út fyrir kostnaðaráætlanir. Nýir stjórnendur Warner Bros. með framkvæmdastjórann David Zaslav í fararbroddi hafi ákveðið að bjarga því sem bjargað verður af útlögðum kostnaði, sem sagður er eitt hundrað milljónir dala, með því að gefa myndina ekki út. Hin lítt þekkta Leslie Grace átti að fara með hlutverk aðalpersónunnar. Teiknimyndasögukvikmyndaáhugamenn voru þó spenntari fyrir því að sjá stórleikarann Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins á ný. Þá átti J.K. Simmons að leika Gordon lögreglustjóra og Brendan Fraser illmennið Eldfluguna (e. Firefly). Adil El Arbi og Bilall Fallah leikstýrðu því sem tekið var upp af kvikmyndinni. Hollywood Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ástæða þess að ákveðið hefur verið að gefa myndina aldrei út er sögð vera hversu illa áhorfendur sem fengu að sjá hana fyrir útgáfu tóku henni. Þá hefur New York Post eftir heimildamanni sínum að framleiðsla myndarinnar sé þegar komin langt út fyrir kostnaðaráætlanir. Nýir stjórnendur Warner Bros. með framkvæmdastjórann David Zaslav í fararbroddi hafi ákveðið að bjarga því sem bjargað verður af útlögðum kostnaði, sem sagður er eitt hundrað milljónir dala, með því að gefa myndina ekki út. Hin lítt þekkta Leslie Grace átti að fara með hlutverk aðalpersónunnar. Teiknimyndasögukvikmyndaáhugamenn voru þó spenntari fyrir því að sjá stórleikarann Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins á ný. Þá átti J.K. Simmons að leika Gordon lögreglustjóra og Brendan Fraser illmennið Eldfluguna (e. Firefly). Adil El Arbi og Bilall Fallah leikstýrðu því sem tekið var upp af kvikmyndinni.
Hollywood Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein