Fótbolti

Nýtt áhorfendamet slegið á Wembley

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Frá Wembley í dag.
Frá Wembley í dag. vísir/Getty

Aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik í lokakeppni Evrópumóts í fótbolta en á Wembley í dag þegar England og Þýskaland mættust í úrslitum.

87.192 áhorfendur mættu og sáu enska liðið vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil.

Gamla áhorfendametið hefur staðið frá árinu 1964 þegar 79.115 áhorfendur mættu og sáu Spánverja og Sovétríkin eigast við á Santiago Bernabeu á EM á Spáni í karlaflokki.

England vann 2-1 sigur í framlengdum leik og er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem enskt A-landslið vinnur Evrópumeistaratitil.


Tengdar fréttir

England Evrópumeistari í fyrsta sinn

England er Evrópumeistari í knattspyrnu í fyrsta sinn eftir sigur á áttföldum Evrópumeisturum Þjóðverja á Wembley í London í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×